Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 7
Þess má geta að þ. 30. maí voru haldnir
minningartónleikar um Sigurð Ágústsson á Flúðum.
Þarflutti Langholtskirkjukórinn Alþingishátíðarkantötu
eftir Sigurð, en auk Langholtskirkjukórsins komu fram
kórar úr Hreppunum, frá Selfossi og samkór okkar
“Vestan- Hvítármanna”, sem söng tvö lög eftir Sigurð
undirstjórn Jónínu Guðrúnar. ídagskrárlok sungu allir
kórarnir saman “Vísur gamals Árnesings” eftir Sigurð
undir stjórn Jóns Stefánssonar við góðar undirtektir
áheyrenda.
7. júní voru haldnir Sinfóníutónleikar í íþróttahúsinu
á Laugarvatni. Fyrir tónleikana var safnað saman
kórafólki úr öllum uppsveitunum, 80 manna kór, sem
LofturS. Loftsson æfði. Samkór þessi söng síðan með
hljómsveitinni átónleikunum undirstjórn Þetri Sakari
og held ég að það sé samdóma álit allra, sem tóku þátt
í þessum tónleikum, að það hafi verið ógleymanleg
lífsreynsla.
16.-17. júní sýndi Gísli Sigurðsson frá Úthlíð nokkur
málverk í Reykholtsskóla í framhaldi af afhendingu
myndverksins, sem nú prýðir rennihurðir skólans.
Sýningin, sem var liður í M-hátíð, stóð í tvo daga.
2. ágúst héldu þeir Hjálmur Sighvatsson píanóleikari
og Sigurður Bragason baritón Ijóðatónleika í Aratungu,
þar sem þeir fluttu innlend og erlend lög.
ALHLIÐA
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA
Málflutningur - Innheimtur
Uppgjör slysabóta og annarra skaðabóta
Kaupmálar - Erfðaskrár - Skipti dánarbúa
Hjónaskilnaðarmál - Sambúðarslit
Samningagerð - Stofnun fyrirtækja
ÓLAFUR BJÖRNSSON hdl.
SIGURÐUR JÓNSSON hdl.
Austurvegi 38 - sími 22988 - Fax 22801
Box 122, 802 Selfoss
M-hatíð á Suðurlandi lýkur 17. nóv. n.k. og þann dag
verður haldið kóramót á Selfossi, þar sem allir
kirkjukórar Árnesprófastsdæmis munu koma saman
Frá tónleikum Sigurðar Bragasonar og Hjálms
Sighvatssonar í Aratungu 2.8. 1991
og syngja. í því tilefni æfa nú Skálholtskórinn og
félagar úr kirkjukórnum í Grímsnesi saman, og má
segja að sú samvinna sé m.a. einn afrakstur M-
hátíðarstarfsins og góð byrjun á ári söngsins. Ég fyrir
mitt leyti lærði margt og kynntist mörgu góðu fólki í
gegnum þetta starf og þakka ég fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess.
Geirþrúður Sighvatsdóttir.
Litli - Bergþór 7