Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 4
Formannsspjall U.M.F.B Komið þið marg blessuð, lesendur góðir! Ég vona að ykkur finnist eins skemmtilegt og mér að fá nýtt blað af Litla-Bergþóri í hendurnar. Um leið og ég frétti aðverið sé að vinna að nýju blaði fer ég að fylgjast með hvernig gangi. Ég hvetfólktil aðskrifa íblaðið því ég hef grun um að margir vilji segja frá einhverju sem okkur öllum kemur við, en vel gekk víst að fá efni í þetta blað svo að ég fékk leyfi til að hafa mína grein stutta. Það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur í Ungmennafélaginu þó svo að allir verði ekki varir við það. Þing U.M.F.Í. var haldið á Húnavöllun í lok október og fór Áslaug Sveinbjörnsdóttir héðan ásamt fleirum frá Héraðssambandinu Skarphéðni. Á þessu þingi vartalað um aðfresta Landsmóti um eitt ár eða til 1994 og stefna að því að halda það á Laugarvatni. Við megum búast við því að mikil vinna verði við undirbúning að svo stóru móti og þá verði leitað til félaga á svæði H.S.K. Semsagtviðbyrjumaðsafnakröftum til að geta staðið í því og höfum rúm tvö ár til stefnu. Þessa dagana er verið að spila félagsvist bæði fyrir óvana og vana og hefur þar verið fámennt en góðmennt og held ég að þeir sem mætt hafa hafi haft gaman af. Nú erum við loksins að innheimta árgjöld alsherjardeildar eða hjá þeim sem ekki eru í hinum deildunum en íþróttadeild hefur nú þegar innheimt sín árgjöld og þá eiga skógræktar-og leikdeildin eftir að innheimta fyrir sig. Við biðjum þá sem ekki skilja þetta fyrirkomulag að tala við okkur í stjórn því að ég hef orðið vör við að sumir skilja þetta ekki, en svo eru aðrir sem eiga mjög auðvelt að vinna með því. Við látum þetta duga að sinni og sendum ykkur öllum bestu kveðjur. Umf. Bisk. Margrét Sverrisdóttir Allar tryggingar GLEÐILEG á einum stað - í traustu félagi JÓL þökkum w viðskiptin VÁTRYGG11\ GAFÉIAG ÍSLANDS HF a / • SVÆÐISSKRIFSTOFA, AUSTURVEGI 10 800 SELFOSS, SÍMI 22266 armu Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.