Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 4
Formannsspjall Þaö sem helst er aö frétta af starfi Ungmenna- félagsins frá því á aöalfundi er aö viö drifum okkur í Bláa lónið í júní. Viö sem fórum vorum öll á besta aldri og eitthvaö í kringum 30 manns. Viö löguðum af staö rétt fyrir hádegi í yndislegu veöri sem hélst allan daginn. Þegar viö komum svo í Bláa Lóniö var þar löng biöröö en viö vorum bara þolinmóð og komumst inn aö lokum og þar hefðum viö örugglega getaö dormað miklu lengur en viö gerðum, en viö uröum aö halda áætlun og drifum okkur í Keiluhöllina. Þar var sama sagan, margir heföu viljaö vera þar miklu lengur. Þá var nú tími til kominn Jakob, Óskar, ívar, Rúnar og Ósk í Bláa Lóninu. aö fá sér aö borða og fórum viö á Sprengisand og fengum okkur franskar og hamborgara. Þar meö lauk þeim ágæta degi og vona ég aö allir hafi verið ánægöir meö feröina. íþróttastarfið var mikiö í sumar og verður nánar sagt frá því annarsstaðar í blaöinu. Skógræktar- deildin sá um útplöntun í landi Laugaráss. Unglingaball var haldiö í Aratungu í ágúst meö hljómsveit og tilheyrandi. Flestir unglingarnir voru alveg til fyrirmyndar en þó þurfa altaf aö vera einhverjir sem skemma fyrir öörum en viö látum þaö ekkert trufla okkur og stefnum á aö halda aftur unglingaball næsta sumar. Viö sáum einnig um aö selja sælgæti og gos í réttunum eins og áöur en nú seldum viö samlokur líka og var því vel tekið. Eins og þeir sáu sem í réttirnar mættu vorum viö meö stóra sölutjaldið núna og setti þaö svip á staðinn og þess má geta svona í gamni og alvöru aö þaö er komin upp sú tillaga aö þar veröi seld kjötsúpa næst svo aö allir geti borðað saman í staö þess aö hver og einn fari til síns heima og sjóöi sína kjötsúpu sjálfur. Haustfundur félagsins var haldinn í október og var ansi fámennur en viö vonumst eftir fleirum næst. Mikið var rætt um þaö á þessum fundi aö félagslífið væri ekki eins og í gamla daga (horfum 10-15 á til baka) þegar hægt var aö halda allskonar samkomur og sveitungarnir hittust. Má þar nefna félagsvist og kvöldvökur. En aöal ástæöan fyrir þessari félagslegu deyfö er auðvitað sú aö þaö er meira í boöi nú heldur en var í gamla daga. Ég hef boriö þetta í tal viö ýmsa aðila innan H.S.K. og viröist þetta vera vandamál ansi víöa og einhver kom meö þá tillögu aö láta þetta afskiptalaust og leyfa fólkinu aö fá smá frí og svo aö fara af staö aftur þegar allir eru úthvíldir. Einnig má nefna þá hugmynd sem fram kom á haustfundinum aö reyna aö fá sem flest félög saman um aö halda eina góöa kvöldvöku og væri þaö mjög spennandi verkefni. Nú þegar þetta er skrifað er ég nýkomin af 38. sambandsþingi Ungmennafélags íslands, sem haldið var á Laugarvatni 23.-24. okt. Þetta þing var líflegt og sannaði þaö svo sannarlega hvaö félagar innan UMFÍ eru skemmtilegir. Þar voru mörg mál rædd, t.d. næsta landsmót sem verður á Laugarvatni í júlí 1994 og voru fundargestum sýnd þau mannvirki sem notuö veröa og aðstæður í kring. Einnig voru miklar umræöur um kaup á íslenskum vörum og hvatti þingið alla landsmenn til aö halda vöku sinni hvaö varöar kaup á íslenskri framleiöslu. Áhyggjur vegna slæms atvinnuástands voru miklar hjá fundargestum og talinn bölvaldur hjá ungu fólki. Margt fleira var rætt sem ekki verður tínt til hér en ein tillaga kom fram sem aö ég ætla aö birta: UMFÍ hvetur bændur um allt land aö taka ungt fólk til sumardvalar eftir því sem kostur er. Þingið bendir á þaö skilningsleysi sem oft virðist vera milli dreifbýlis og þéttbýlis. Meö meiri kynningu mætti draga úr misskilningi á mismunandi aöstæöum sem fólk býr viö, sem oft má rekja til þekkingarskorts. Þaö uröu hinar skemmtilegustu umræöur um þessa tillögu og eins og meö margt annað voru menn bæöi meö og á móti. Aö lokum vil ég þakka öllum þeim Ungmenna- félögum sem lagt hafa félaginu liö á síöasta ári hvort sem þaö var í verki eöa oröi og ekki veitir af aö hvetja þá sem vel hafa gert. Ég vil þakka ritnefnd Litla Bergþórs fyrir vel unnin störf og láta þau vita af því aö þetta blað vekur víöa mikla athygli og er Ungmennafélaginu til sóma. Margrét Sverrisdóttir Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.