Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir 3. Erindi Landbúnaöarráöuneytisins vegna Laugar. Bréf dags. 28.6. og meðfylgjandi leigusamningur um hluta af Jörðinni Laug í Biskupstungum við Má Sigurðsson og Sigríði Vilhjálmsdóttur Geysi. Leigutími 1.6/93 - 31.5/94 og framlengist um eitt ár í einu. Samþykkt af hreppsnefnd. 5. Umsókn um veitingahús aö Birkilundi. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn hreppsnefndar v/ umsóknar Ingvars Ingvarssonar þar sem hann sækir um leyfi til að reka veitingahús með vínveitingum. Hreppsnefnd hafnar erindinu vegna ófullnægjandi aðstöðu en vísar á áður sendar teikningar af orlofshúsum í Birkilundi. Oddvita falið að svara með bréfi. 6. Fundargerð Þróunarverkefnis uppsveitanna. Kynnt var fundargerð Þróunarverkefnis uppsveitanna frá 1. júlí '93. Þorfinnur Þórarinsson var tilnefndur af hreppsnefnd í undirbúningsnefnd að stofnun sambyggðar eldri borgara. 8. Úr fundargerö skólanefndar. Ákveðið að ráða Signýju Berglindi Guðmunds- dóttur Skálholti í 2/3 úr kennarastöðu og Hjört Frey Vigfússon Úthlíð í heila kennarastöðu. Fundur 12. ágúst með umdæmanefnd. 1. Umdæmanefnd. Óformleg umræða um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga. 3. Aöalskipulag Geysissvæöisins. Breytingar sem gera átti á fyrri skipulagstillögu komnar frá arkitektinum. Samþykkt að fá samþykki skipulagsstjórnar ríkisins til að auglýsa aðalskipulag og deiliskipulag við Geysi. 5. Leikskólamál. Búið að ráða í allar stöður. Athugað verður með gæslu fyrir 6 ára börn. 6. Vatnsveitan. Oddviti skýrði stöðu mála. Einnig skýrði hann frá breytingum sem komu upp í sambandi við vatnstökuna í Austurhlíð, en gerður var nýr samningur við landeigendur sem eru Austurhlíð, Dalsmynni og Hlíðartún, og breyttist þannig að Dalsmynni og Hlíðartún fá 5 sek. lítra hvort en Austurhlíð afganginn. Fundur 21. september. 1. Fyrri umræöa um sameiningu sveitarfélaga á Suöurlandi. Þar er lagt til að átta hreppar í uppsveitum Árnessýslu sameinist. Samþykkt var að stefna að sveitarfundi um þessi mál í október. Oddvita falið að fá menn á fundinn til að skýra málið eða til að halda fyrirlestur. 4. Lagt fram skipulag sumarhúsa á Kjóastööum. Samþykkt og sent umsagnaraðilum. 5. Teikningar af Kistuholti lagöar fram. Samþykkt að auglýsa útboð í undirbyggingu götunnar og í hesthúsaveg í héraðsblöðunum og framkvæma verkið í haust. 6. Nafn á sumarbústaðalandi í Laugarási. Bréf frá Sigurði Ólafssyni dags. 1. sept. '93 þar sem farið er fram á að land erfingja Ólafs Einarssonar læknis heiti Stöðulmúli. Samþykkt. 9. Uppgjör hönnunar skóla. Reikningur fyrir hönnun skólahúss í Reykholti, lokauppgjör kr. 849.848,- frá Magga Jónssyni arkitekt. Heildarupphæð er því alls orðin um kr. 3 milljónir. 10. Leikskólamál. Drífa sagði tillögu leikskólanefndar um gjöld hin sömu og á s.l. ári eða kr. 15.000,- fyrir heilsdagsumsjá. Innifalið er fæði kr. 4.000,- (hádegismatur). Samþykkt að starfskonur borgi sama gjald fyrir börn sín í leikskólanum og aðrir. 11. Erindi félags aldraöra. Lesið bréf dags. 20.9. '93 þar sem farið er fram á að hreppurinn kaupi áhöld og efni til að hægt sé að byrja á einhverju tómstundastarfi. Samþykkt að veita kr. 50.000,- til þessarar starfsemi. 12. Erindi U.M.F.B. þar sem farið er fram á fjárstyrk. Samþykkt að láta U.M.F.B. hafa kr. 200.000,- til starfseminnar, og Aratunga taki á sig kostnað við körfuboltakörfu í húsið. 13. Vatnsveitan. Guðmundur sagði frá vatnsveitumálinu, en öllum framkvæmdum er nú lokið. Lokatölur eru ekki komnar en vitað er að kostnaður er rúmar 10 miljónir. Rætt var um framhaldið og er næst að finna út gjaldskrá fyrir vatnið bæði stofngjald og gjaldskrá sem þarf helst að vera lokið fyrir næsta hreppsnefndarfund. Koma með tillögur fyrir næsta fund. 14 Önnur mál. a) Sigurjón afréttarvörður hefur hætt störfum. b) Guðmundur óskaði eftir að hreppurinn gerði körfuboltaaðstöðu við skólann, c.a. 150 m2. Guðmundi og skólanefnd falið að gera tillögu fyrir næsta fund og kostnaðaráætlun og einnig að gera tilögu um stækkun leikvallar við leikskóla. Oddviti sagði frá að búið væri að ákveða að setja upp símaklefa við Aratungu. c) Oddviti sagði frá því að hann ætli að segja af sér sem stjórnarmaður í Yl-einingu á aðalfundi sem haldinn er í kvöld. Þorfinnur á Spóastöðum gefur kost á sér í hans stað. Fundur 12. október. 1. Erindi foreldraráös leikskólans. a) Þar er óskað eftir því að útivistarsvæði við leikskólann verði stækkað. Samþykkt var að stuðla að því að þessi stækkun gæti farið fram og þá í samráði við skólanefnd. b) Lögð var fram kostnaðaráætlun um körufbolta- völl við skólann. Niðurstaða kostnaðaráætlunar var kr. 600.000,-. Samþykkt var að vísa þessari kostnaðaráætlun til fjárhagsáætlunar, en í framhaldi af þessu var Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.