Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 17
Einar J. Helgason f. 7.6. 1896 d. 20.2.1985. Jónasína Sveinsdóttir f.21.2.1890 d. 13.10.1967. hans leitaði hú fékk skólavist að nokkru utan skóla, því undir- búningurinn var enginn eins og ég hef áður rakið. En það var afar erfitt fyrir einstæðingsstúlku að sjá sér farborða í Reykjavík án þess að hafa vinnu og vinnukonukaupið lá< svo þetta varð henr ofviða. Eitthvað fór kaupavinnu að sumrinu en annars talaði hún fátt um þennan kafla ævi sinnar. Og alla tíð harmaði hún að hafa ekki notið lengri skólagöngu. Áriðl 914 verða svo enn þáttaskil. Albræður hennar þrír tóku til ábúðar jörðina Bergsstaði og fór hún með þeim sem ráðskona. Þar átti hún svo heimili þar til hún giftist í júlí 1921 Einari Jörundi Helgasyni í Halakoti í Tunguhverfi. Hann var fæddur 7. júní 1896 að Uppsölum í Hraungerðis- hreppi, þriðja barn hjónanna Helga Jónssonar frá Húsatóftum á Skeiðum og Kristbjargar Einarsdóttur frá Hellisholtum í Hrunamannahreppi. í ágúst þetta sumar 1896, varð svo stóri Suðurlandsskjálftinn og þá hrundi bærinn í Uppsölum. Fólkið varð að hafast við úti og það var tjaldað yfir vögguna með ung- barninu í heygarðshorni. Þau hjón voru leiguliðar og höfðu ekki tök á að byggja upp bæinn um haustið, svo það varð að ráði að Kristbjörg fór í húsmennsku að Túni, sem er þar næsti bær, með börnin og eina kú, en aðrar skepnur voru í kofum sem eftir stóðu í Uppsölum eða var hróflað upp um haustið. En Helgi fór í vinnu til Reykjavíkur og svo á vertíð. Svo flutti hún suður um vorið og þau komu sér upp húsi í Reykjavík og bjuggu þar upp frá því. Þegar Einar var tveggja ára fór hann í fóstur til móðurbróður síns, Jóhanns Einarssonar og Ragnhildar Halldórsdóttur frá Hróarsholti, sem þá bjuggu að Kotlaugum í Hrunamannahreppi. Með þeim var hann svo alla tíð meðan þau lifðu. Þau voru barnlaus og tóku hann sér í sonar stað og hjá þeim naut hann alls þess besta er þau gátu veitt. Um tvítugsaldur fór hann í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, sem var eins konar gagnfræðaskóli og þótti það góð menntun fyrir þá sem ekki hugðu á langskólanám. Hann var mjög góður námsmaður og ég held ég fari rétt með að hann hafi verið dúx, a.m.k. annað árið, en þetta var þá tveggja vetra skóli. Stærðfræðin lá sérstaklega vel fyrir honum og einnig landafræði og saga. Hann var og hagur í höndum og sagði reyndar síðar, að sig hafi mest langað að verða húsasmiður. En fósturforeldrar hans létu honum í hendur ábúðar- jörð sína og bú að Halakoti vorið 1922 og þar með varð hann bóndi. Einar og Jónasína gengu í hjónaband 1921 og bjuggu í Halakoti til 1925 en þá fluttu þau að Holtakotum. Þar var þá heldur nöturleg aðkoma. Jörðin hafði verið í eyði í tvö ár. Öll hús voru fallin eða að hruni komin svo allt varð að byggja frá grunni, aðeins fjósið og útiskemma austur af bæjargöngum héngu uppi til næsta árs. Það kom sér vel þá sem oftar, að Einar var hamhleypa til vinnu og héldust þar í hendur kjarkur, útsjónarsemi og atorka. Heimilisfólk var þá auk hjónanna og þriggja ungra barna, gömlu hjónin Jóhann og Ragnhildur, komin á sjötugsaldur og farin að bila að heilsu, unglingspiltur, Sigurjón, sem einnig hafði alist upp hjá þeim og vinnukona, systir Jónasínu, Guðbjörg, er þá var nýlega orðin ekkja. Hún var hjá þeim í eitt og hálft ár. Eftir það var sjaldan vandalaust fjólk á heimilinu nema yfir sláttinn. Það er ómögulegt fyrir þá sem ekki muna þessa tíma að gera sér í hugarlund allt það þrotlausa erfiði sem svona búskap fylgir. Meðan allt var unndið í höndum og með frumstæðum verkfærum. Þessi tími var erfiður móður minni. Hún var aldrei sterk. Björnin urðu sex, fædd á ellefu árum. Þrjú voru fædd þegar þau fluttu og í október 1926 fæddist fjórða barnið sem lést í ágúst 1928 eftir löng og erfið veikindi. Yngri systurnar, Hlíf og Dóra, fæddust svo 1930 og 1932. Kreppuárin margumtöluðu í kring um 1930 urðu íslenskum bændum erfið eins og fleirum. Afurðir lækkuðu í verði og aðföng voru dýr. Foreldrar mínir tóku við góðu meðalbúi en nú gekk það saman. Þó var aldrei sultur hjá okkur eins og þó mun hafa átt sér stað á sumum bæjum um þessar mundir. En nægjusemi og nýtni fleyttu þeim yfir örðugasta tímabilið. Svo kom vélvæðingin smátt og smátt, börnin uxu úr grasi og batnandi tímar fóru í hönd. Sjálfsagt hafa þau ekki séð allar sínar óskir og æskuvonir rætast. En hver verður ekki að sætta sig við það? Þegar á allt er litið tel ég þau hafa verið gæfusöm. Þau nutu trausts og virðingar þeirra sem þeim kynntust og ég leyfi mér að segja að ef þau væru hér nú og litu yfir þennan hóp mannvænlegra afkomenda sinna, þá þætti þeim lífi sínu og starfi ekki hafa verið kastað á glæ. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.