Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Nú verða sagðar fréttir frá lokum síðasta vetrar og fram í byrjun þess nýgengna í garð. Veðurfar hefur verið með besta móti, fremur hlýtt og hófleg úrkoma. Jarðargróður óx því vel í sumar, ekki sérlega snemma en stóð langt fram á haust vegna mikilla hlýinda í september. Tíð til heyöflunar var mjög góð og mun vera mikið til af úrvals heyi, en stór hluti þess er geymdur í plasthjúpuðum rúllum. Fyrstu vikur vetrar voru úrkomusamar en hlýjar. Ferðamannaþjónustan hefur blómstrað á þessu sumri. Mikið hefur verið að gera á helstu þjónustustöðunum, svo sem í Úthlíð, við Geysi og í Reykholti. Siglingar á Hvítá hafa verið vinsælar, en farið er á bátum eftir Hvítá frá Brúarhlöðum og suður fyrir Drumboddsstaði. Nýjung var að boðið í Tungnaréttum 1993. Renata í Brekkugerði að draga. var upp á siglingar á Hvítárvatni frá gamla ferjustaðnum á Hvítá og inn í Karlsdrátt. Fjallferðir fóru fram á hefðbundinn hátt og allar í góðu veðri. í fyrsta safn fóru 24 leitarmenn auk ekils og matreiðslumanna fyrir miðjan september og voru Tungnaréttir þann 15. Var það mikill hátíðisdagur hjá mörgum Tungnamönnum og gestum þeirra. Áætla má að réttað hafi verið um 1800 fullorðnum kindum og líklega eitthvað fleiri lömbum. Eftirsafn var tveggja daga leit um síðustu helgi september. í það fóru 6 leitarmenn auk nokkurra sjálfboðaliða. Hestar voru fluttir á kerrum bæði innúr og á milli staða. Leitað var allt innan frá Fögruhlíð og Graðhól og suður að afréttargirðingu. Komið var með einar 45 kindur til byggða. í þriðju leit fóru 5 leitarmenn og voru sjálfboðaliðar einnig með þeim. Ferð þeirra tók viku og var farin um miðjan október. Fundu þeir 16 kindur. Nokkrar kindur voru sóttar í afrétt milli leita og dilkær fannst við Sandá í byrjun nóvember. Fé kom vænt bæði af fjalli og úr heimahögum. Endurbætur hafa verið gerðar á nokkrum vegum. Klæðningin á veginum frá Múla að efstu Tungufljótsbrú var breikkuð og borið ofaní Reykjaveg og hann byggður upp á köflum. Tvö íbúðarhús hafa verið reist í Úthlíð, eitt í landi Brekku, tvö hús með tveimur kaupleiguíbúðum hvort eru í byggingu í Reykholti og verið er að reisa rektorsbústað í Skálholti. Fundur um sameiningu sveitarfélaga var í Aratungu í október. Ólafur Örn Haraldsson skýrði tillögu Umdæmanefndar og hann og tveir nefndarmenn svöruðu fyrirspurnum. Ýmsir mektarmenn hafa haldið upp á stórafmæli hér í sveit upp á síðkastið með glæsibrag. Herlegust mun talin veisla sem Eiríkur ívar Sveinsson frá Miklaholti hélt í Aratungu snemma í október í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Til nýtingar á náttúrugæðum má kalla að nú er aftur farið að baka brauð, "þrumara", við Reykholtshver. Áður fyrr var það gert í holu í jörð, en nú er notaðurtil þess gamall mjólkurtankur. Hátíðamessa var á Torfastöðum síðasta dag október. Biskup (slands, Ólafur Skúlason, predikaði. Afabróðir hans, séra Magnús Helgason, vígði kirkjuna á nýársdag 1893, en hann var þá sóknarprestur í Torfastaðaprestakalli. Eftir messu var samsæti í Aratungu. Þar flutti Hreinn Erlendsson, sagnfræðingur frá Dalsmynni, erindi um sögu Torfastaða og presta þar og Barnakór Biskupstungna söng. Messur og kvöldsamkomur voru í öllum hinum kirkjunum í sveitinni í fyrstu viku nóvember. Hátíðamessa var svo í Skálholti 7. nóv. en tónleikar og fyrirlestur að henni lokinni. Þór Sævarsson frá Heiðmörk dó í Kaupmannahöfn í október og var hann jarðaður á Selfossi. Jón Þorbergur Einarsson í Neðradal andaðist í byrjun nóvember. Hann var einnig jarðsettur á Selfossi. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.