Litli Bergþór - 01.12.1993, Side 16

Litli Bergþór - 01.12.1993, Side 16
Niðjamót 1990 Það var sumarið 1990, helgina 29.júní - l.júlí, að afkomendur hjónanna íHoltakotum, Einars Jörundar Helgasonar og Jónasínu Sveinsdóttur, komu saman til að minnast þeirra. Tilefnið var einkum það, að þann 21 .fehrúar þetta ár voru liðin 100 árfrá fœðingu Jónasínu. Þessi hópur niðja þeirra hjóna, sem taldist þá vera 69 auk maka, hittist ífögru veðri á sumarhústaðalandi systranna frá Holtakotum við Koðralœk. A laugardagskvöldið var svo samkoma á Hótel Geysi. Þarflutti Ragnhildur erindi það sem hér er hirt. Þar voru einnig frumfluttar og sungnar vísurþœr sem fylgja með. Dórothea S. Einarsdóttir. Veislustjóri, aðrir veislugestir. Verið velkomin til þessarar samkomu. Eins og þið vitið sjálfsagt flest þá eru liöin 100 ár frá fæðingu formóður ykkar, Jónasínu í Holtakotum, og vegna ykkar sem aldrei sáuð hana og þekkið ekki nema af afspurn, tók ég hér saman nokkur atriði úr lífshlaupi hennar og þeirra hjóna. Það verður ekki tæmandi, en skýrir vonandi myndina ef mér tekst að koma því til skila. Jónasína Sveinsdóttir var fædd 21. febrúar 1890 að Efra-Langholti í Hrunamannahreppi, fimmta barn hjónanna Sveins Arnoddssonar og Dórotheu seinni konu hans Högnadóttur, er þangað voru nýlega flutt frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Fimm ára gömul missti hún móður sína, en faðir hennar bjó áfram með dætrum sínum og fyrri konu sinnar er þá voru uppkomnar. Átta ára fór Jónasína til hálfsystur sinnar, Guðrúnar, er þá var gift Gísla Guðmundssyni í Kjarnholtum hér í sveit. Eins og önnur börn á þeirri tíð, var hún látin vinna það sem hægt var. Fyrst að gæta barnanna sem fæddust hvert af öðru eins og gengur. Síðar var hennar aðalstarf að vera smali. Hugsa um lambféð á vorin, vaka yfir túnum og smala kvíaám á sumrin og hverskonar fjárrag og smalamennska á haustin og að sjálfsöðgðu við gegningar á vetrum. Þannig liðu næstu tíu árin. Skólaganga var ekki algeng hjá alþýðuunglingum á þeim árum. Skólaskylda miðaðist við það að læra að lesa og skrifa nafnið sitt og helst að verða sendibréfsfær - svo að strákar gætu skrifað bónorðsbréfin og stelpurnar urðu að geta lesið þau og svarað aftur. Kristindómskverið var kennt undir fermingu og flestir hafa líklega fengið einhverja nasasjón af reikningi en það var ekki talið sjálfsagt a.m.k. ekki með stúlkur. Jónasína var vel greind og ákaflega fróðleiksfús og fann mjög til þess að eiga ekki kost á skólagöngu. Það hefur þó víkkað sjóndeildarhring hennar að það var stofnað ungmennafélag. Það var Unglingafélag Eystritungunnar stofnað 1906, sem hún fékk að ganga í - með því skilyrði að ef hún sækti fundi, sem þá voru haldnir að kvöldi til á einhverjum bænum og stóðu fram á nótt þá varð hún að vinna sín verk daginn eftir eins og vant var. En þetta fannst henni til vinnandi og meir en það. Þessi félagsskapur varð gott veganesti þeim unglingum sem hans nutu. Þar var hverskonar þjóðlegur fróðleikur hafður um hönd og rætt um framfaramál, sem þá voru efst á baugi, þá var sjálfstæðisbaráttan í fullum gangi og fullveldi þjóðarinnar skammt undan. Þar voru lesnar og ræddar bestu fáanlegar bókmenntir, bæði Ijóð og laust mál. Síðast en ekki síst voru svo haldnir málfundir þar sem allir urðu að standa upp og segja sína meiningu. Þetta varð mjög þroskandi og skapaði sjálfsöryggi og æfingu í að setja fram hugsanir sínar skipulega. Að því bjó hún alla ævi og það er til marks um það að þegar hún var orðin bóndakona á kafi í búskaparbasli og hversdags-amstri, þá var hún eina konan í kvenfélaginu, fyrir utan prestfrúna, sem var fær um að mæta á fundi eins og sambandsþing sunnlenskra kvenna og taka þar þátt í umræðum um málefni dagsins, þrátt fyrir það að hún væri frekar feimin að eðlisfari. Átján ára fór hún svo alfarin frá Kjarnholtum til alsystur sinnar, Elínar, er bjó á Seyðisfirði með manni sínum Jóhannesi Sveinssyni úrsmið. Þaðan réðst hún vinnukona að Dvergasteini til séra Björns Þorlákssonar alþingismanns og frú Bjargar. Þar fékk hún fyrst æfingu og tilsögn í húsmóðurstörfum sem svo urðu hennar ævistarf, þar var margt fólk í heimili og myndarbragur eins og vænta má á rausnar prestssetri í sveit. Þar var hún í tvö ár. Fór þá um vortíma að Hánefsstöðum til Vilhjálms stórbónda Einarssonar og þá að Valþjófsstað í Fljótsdal til séra Þórarins og frú Ragnheiðar. Þar var kátt og fjörugt heimilislíf. Elstu börn þeirra hjóna voru á aldur við hana og margt vinnufólk. Þessara ára minntist hún alltaf með gleði og þó að allsstaðar væri mikillar vinnu krafist, þá urðu margar ánægjustundir og ýmisleg uppátæki hjá ungu hressu fólki og húsbændurnir ömuðust ekki við græskulausu gamni. - En römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. - Eftir fjögurra ára veru á Austurlandi kom hún aftur suður og enn er hún að hugsa um skóla. Presturinn sem fermdi hana, séra Magnús Helgason, var þá skólastjóri kennaraskólans. Til Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.