Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hér á eftir fer úrdráttur úr fundargerðum og bókunum hreppsnefndar. Þótt hreppsnefndarfréttir hafi vantað í síðasta blað þá er ekki pláss til að fara lengra aftur í fundargerðir hreppsnefndar. Af augljósum ástæðum er stiklað á stóru og dregið fram það sem ég held að sveitungum þyki forvitnilegt, nema því hafi verið gerð skil annars staðar. Fundur 11. maí. D K 1. Frá ferðamálanefnd. Eftir viðræður við Vegagerðina var lögð fram tillaga frá ferðamálanefnd um merkingar í sveitinni. Bæjarmerki kr. 11.000,- Hlutur sveitarfélagsins kr. 4.000,- hlutur býlis kr. 7.000,-. Sveitarfélagið greiðir þriðjung af kostnaði við þjónustumerki og settar verði upp götumerkingar. Kostnaður sveitarfélagsins áætlaður kr. 500.000,-. 3. Samstarfssamningur um landgræðsluskóg í Rótarmannagili. Kynntur var samtarfssamningur um landgræðslu- skóg í Rótarmannatorfum. Samningurinn er milli Biskupstungnahrepps, Skógræktarfélags íslands og Skógræktarfélags Árnesinga með samþykki Landgræðslu ríkisins. Hreppsnefnd samþykkir að samningurinn verði undirritaður fyrir hönd landeiganda. 5. Skipulag Skálholts. Rætt var skipulag Skálholts og Laugaráss og eftirfarandi samþykkt: í Ijósi framkominna gagna sem fylgja afgreiðslu málsins til Skipulagsstjóra ríkisins treystir hrepps- nefnd sér ekki til að mæla með breytingu á gildandi aðalskipulagi. í Ijósi þess að núverandi íbúar Skálholtsstaðar og kirkjuráð hafa lýst sig andvíga niðurstöðu hreppsnefndar leggur hreppsnefnd til að endanleg ákvörðun um veglínu við Skálholt verði tekin af Skipulagsstjóra ríkisins og ráðherra. 6. Umsókn um gistiheimili að Galtalæk. Lagt var fram bréf dags. 3. maí frá Sýslu- manninum á Selfossi þar sem beðið var um umsögn vegna leyfis fyrir gistiheimili á Galtalæk. Samþykkt. 10. Samþykkt aö veita bókasafni skólans bókagjöf í tilefni af góðum árangri 10. bekkjar Reykholtsskóla við umhverfisverkefni í vetur. 14. Skipulag tjaldsvæðis. Lögð fram drög að skipulagi tjaldsvæðis í Reykholti. Samþykkt að vinna eftir þessum drögum. 15. Unglingavinna. Hólmfríður Ingólfsdóttir hefur tekið að sér forstöðu fyrir unglingavinnunni. Fundur 8. júní. 3. Bréf frá Náttúruverndarráði vegna Gullfoss dags. 28. maí. Því hafnað að heimila Nirði Jónssyni að hefja greiðasölu í snyrtihúsi við Gullfoss. 4. Límtré. Þorfinnur sagði frá aðalfundi Límtrés sem haldinn var 7. júní. Þar kom fram að rekstrarstaðan er erfið og tapið 12 milljónir á síðasta ári. Verkefnastaðan er góð eins og er. Litli - Bergþór 6 ------------------------ 5. Erindi Skógræktar ríkisins. Þar er skýrt frá því að búið sé að taka 248 ha úr landi Skálholts til skógræktar. Samkvæmt lögum þarf samþykkti sveitarstjórnar áður en skógræktarstjóri staðfestir skógræktaráætlunina. Hreppsnefnd samþykkti. 7. Erindi Smára Guðmundssonar. Lagður fram lóðaleigusamningur á 5 ha svæði í landi eyðijarðarinnar Hóla þar sem Smári fer fram á að fá að hefja landgræðslu og skógrækt. Sveini og Kjartani falið að fara með Smára í vettvangskönnun, áður en frekari ákvörðun verður tekin. 8. Bréf kirkjuráðs. Þar er óskað eftir að hrepps- nefnd tilnefni einn mann í skólaráð Skálholtsskóla. Samþykkt að Þorfinnur Þórarinsson verði sá fulltrúi. 13. Umsókn um starf viö leikskólann. Svanhildur Eiríksdóttir sækir um stöðu fóstru við leikskólann. Samþykkt að ráða Svanhildi. 14. Lesin fundargerö afréttarmálafundar dags. 7. júní '93 sem haldinn var með landgræðslustjóra Sveini Runólfssyni í Aratungu. Þar kom fram að landgræðslan leggur ekki til áburð á beitiland eins og undanfarin ár en vill í staðinn leggja til fræ og áburð til að græða upp í kringum Árbúðir. Landgræðslan tekur að sér að dreifa áburði fyrir bændur, allt að 20 tonnum. 17. Umsókn um lóð. Þorsteinn Þórarinsson sækir um hornlóð við Dalbrúnarveg er liggur að Daltúni. Samþykkt. 20. Óskað eftir að háspennulínur í Reykholti og Laugarási verði lagðar í jörðu og einnig þær rafmagnslínur sem eru enn á staurum í hverfunum. Fundur 9. júlí. 1. Hitaveita Reykholts. Skýrt frá viðræðum við Geirharð Þorsteinsson og Bjarna Kristinsson um kaup á landi og gufuréttindum í Reykholtshver. Lögð fram bókun frá fundi stjórnar Hitaveitu Reykholts 1. júlí þar sem tekið var fyrir tilboð Geirharðs og Bjarna dags. 29.5. Stjórn veitunnar hafnaði tilboðinu að hluta. Lagt fram bréf frá Geirharði og Bjarna dags. 7.7. 93 og meðfylgjandi tilboð þar sem þeir bjóða Biskupstungnahreppi alla gufu í Reykholtshver í skiptum fyrir 20 mínútulítra af 100° C heitu vatni. Einnig býður Geirharður Biskupstungnahreppi land við Reykholtshver samtals um 3.600m2. Fyrir þetta kæmu heimtaugar fyrir þrjú hús. Hreppsnefnd samþykkir að kaupa landið og að veitan kaupi gufuna. 2. Guðjón Guðjónsson óskar eftir leyfi hreppsnefndar til að taka upp nafnið Tjarnarkot á nýbyggt hús á lóð úr landi Tjarnar. Samþykkt.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.