Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 24
Umhverfis jörðina..frh. Þaö var því tekið á móti okkur meö kostum og kynjum. Viö lögðumst viö akkeri nálægt eyjunni austan á rifinu, í skjóli fyrir staövindinum. Og ekki höföum viö nema rétt varpað akkerum þegar bátur kom upp aö síðunni hlaöinn eyjabúum, sem streymdu upp á bátinn. Og allir vildu þeir versla viö okkur, skipta perlum og perlumóöurskel fyrir skyrtur, boli, ilmvatn eöa annað verstrænt glingur. En þegar kaupæðið var af þeim runniö og þau höföu sannfærst um aö viö værum frekar fátæk af skiptigóssi, vildu þessir nýju vinir okkar allt fyrir okkur gera. Þaö brást t.d. ekki aö hann Seitu vinur okkar kæmi viö á leiðinni heim úr veiðitúr meö nokkra fiska handa okkur og kókoshnetur og banana skorti okkur ekki heldur. Einn daginn fórum við meö þeim í fiskitúr út í austurrennuna og annaö kvöldiö var farið aö veiöa humra á rifinu. Humrarnir veröa eftir í pollum þegar fjarar út af rifinu og sjást þegar lýst er á þá meö lugt. Perluköfun er þjóöaríþrótt í Penhryn og ein aöal tekjulindin auk kókos þurrkunar (copra). - En í perluköfunarleiðangur fengum viö þó ekki aö fara! - Okkur skildist aö margir íbúanna væru sæmilega efnaöir, en þeir hafa hinsvegar fá sem engin tækifæri til aö eyða peningunum. Vöruval á eyjunum er mjög takmarkaö og ekki handhægt aö skreppa í búðaferð, þegar bíöa veröur í tvo mánuöi eftir bátsferöinni heim, eöa leigja flugvél aö öörum kosti. Auövitaö voru vinsældir okkar ekki alveg ástæöulausar. Jim er rafmagnsverkfræðingur og haföi sérhæft sig í viðgerðum á allskonar rafeindadóti. Hann haföi því allsstaöar nóg aö gera þar sem slík tól eru notuð, s.s. í lúxussnekkjunum í höfnum vítt og breitt um höfin. En í Penrhyn sat Jim öllum stundum viö viögeröir á útvarpstækjum, segulbandsspilurum, vasaljósum, ritvél, utanborösmótorum, rafmagnsmótorum...... Aumingja Jim, báturinn leit út eins og viögeröaverkstæöi. Ég naut hinsvegar bara góös af! Miklum tíma eyddi ég meö "Volleyball" vinkonu minni, eöa Ruaiti Sisi eins og hún heitir réttu nafni. Volleyball (blak) er bara viðurnefni sem hún fékk af því aö hún fæddist daginn sem blakvöllurinn var vígöur! (eftir því sem hún sagöi sjálf.) Hún labbaði meö mig um þorpið í heimsókn til vinkvenna sinna, sem gjarnan sátu og sungu og spiluðu á gítar í einum strákofanum, þegar þær voru ekki aö vefa hatta úr pálmatrefjum, eöa viö húsverk, sem ekki virtust íþyngja þeim mjög mikiö. Á sunnudögum varö ég aö fara meö henni í kirkju, því þá mátti ekki gera neitt annað. Ég átti engin frambærileg spariföt, svo eins og hjá fjölskyldunni okkar á Raiatea var ég dressuð upp. í nælonkjól meö "gullbelti" og hvíta plastskó og á höfuöiö fékk ég einn af hennar lista- vel geröu höttum. En kirkjuferðirnar voru skemmtilegar. Söngurinn var tilkomumikill þótt frumstæöur væri. Raddsterkar feitar konur voru forsöngvarar og skiptust á aö byrja. Blésu tónunum út af öllum kröftum, vaggandi meö lokuö augu. Margraddaöur söngurinn virtist koma af sjálfu sér, áreynslulaust og án umhugsunar. Andrúmsloftiö samt afslappaö. Konur skruppu út undir miöri prédikun til aö flengja óþekka krakka, eöa hölluöu sér út um kirkjugluggann til aö senda þá eftir sælgæti. Fliss og pískur. Allt svo eðlilegt. Volleyball vinkona mín við hattagerð. Fremstur er hatturinn góði, sem ég fékk lánaðan í kirkjuferðirnar. Annars notaði ég tímann í Penrhyn m.a. til aö læra aö sigla léttabátnum, litlum trefjaplastbát, sem hægt var aö sigla, róa eöa keyra fyrir vélarafli. Þ.e. þangað til ég skar næstum af mér einn fingurinn viö aö flaka fisk. Eftir þaö varö ég aö leggja bátssiglingar og gítarspil á hilluna í bili, en í staöinn tók ég til viö aö læra morskerfið og siglinga- stjörnurnar. Þaö fór margt kvöldið og stýrisvaktin í stjörnuskoðun eftir þetta og aö þeirri þekkingu bý ég enn! Ég geröi líka töluvert af því aö baka pönnukökur og kökur fyrir Volleyball, því enginn ofn var til í þorpinu. í staöinn fékk ég ormétið mél, hrísgrjón o.fl. - og aö skilnaði stráhattinn góöa, sem ég fékk lánaðan í kirkjuferðirnar. Eftir þrjár vikur var kominn tími til aö halda áfram. Viö vorum kvödd meö virktum og ekki kom annaö til greina en aö viö ætum morgunverð bæöi hjá Seitu karli og Volleyball vinkonu áöur en viö héldum í hann. Og þaö voru engir smá morgunverðir. Humarhalar, feitar pönnukökur, „ommilettur" og steiktur fiskur. Viö gátum okkur vart hrært fyrir ofáti Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.