Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 13
Kort af hverasvœðinu eftir Pétur Jónsson, skipulagsarkitekt. Guðmundur Indriðason staðsetti örnefnin. allt hverfið og hveravatni dælt inn á hitunarkerfið í öllum byggingum. Heitavatnsnotkunin nú er um 18 I á sek. Hitaveitan sér 17 íbúðarhúsum og barnaheimili RKÍ, alls um 7000 m3 fyrir hita, og auk þess sláturhúsi, nýbyggðu og 5000m2 gróðurhúsum í eigu 6 garðyrkjubænda. 1966 var lögð heitavatnsleiðsla að Iðu. Þar er hitað upp íbúðarhús og fimm sumarbústaðir." í áðurnefndri grein Bjarna Harðarsonar segir svo um hverasvæðið: „Lækurinn, sem rennur í ána við Launrétt, kemur úr lóni, sem hverirnir ofan við það mynda. Runólfur Guðmundsson taldi þennan læk hafa heitið Hveralæk en aðrir heimidarmenn höfðu það nafn yfir annan læk á sjálfu hverasvæðinu og í tíð Sigurmundar læknis var þessi lækur kallaður Ósinn. Lónið sem nú heitir svo, var fyrr jafnan nefnt Vöðlar eða Vaðlar. Skýringu á nafnbreytingunni sagði Ingólfur á Iðu mér vera þá, að þegar Ólafur Einarsson var hér læknir og bóndi, hafi hann stíflað lækinn við Launrétt. Var það gert til þess að girða túnið betur af með því að vatnið í Vöðlunum hækkaði tii mikilla muna. Og þó stíflan brysti strax næsta ár, hélst nafnbreytingin, og hefur þetta síðan heitið Lónið. Ólafur sjálfur taldi þetta vel mega vera rétt.- í miklum vatnavöxtum á áin það til að flæða yfir í Lónið, enda mjúk, gróin eyri sunnan þeirra að ánni. Ofan við Lónið, norðan við þá, er aðal- hverasvæðið, þó hverir séu reyndar líka austan við og útí þeim. Á hverasvæðinu eru þrír aðalhverir nafngreindir. Sá syðsti þeirra stendur nærri Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.