Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 11
Grenjaleit ANNÁLL GRENJALEITA SÍÐASTLIÐIN&DRS. í júníbyrjun á þessu ári lögöust refaskyttur Tungnamanna út í sína árlegu leit aö rebba gamla. Þeir feögar Kristinn og Jóhann í Austurhlíð hafa sinnt þessum skyldum undanfarin ár og eru ýmsu vanir í viöureigninni viö holtaþór. Þó lágfætt sé, þá er tófan afskaplega greint og útsjónarsamt dýr sem lætur ekki hvern sem er snúa á sig og því eru reynslan og þolinmæðin oft þaö sem miklu máli skiptirtil aö hafa vinninginn í skákinni. Venjulega tekur tvo til þrjá sólarhringa aö vinna greni, en stundum kemur fyrir aö þaö tekst á einum gangi sólar. En ef átt er viö mjög stygg og erfið dýr sem kynnst hafa vondu af manninum og sloppið naumlega frá honum, þá getur þetta fariö upp í allt aö fimm sólarhringa. Margir þættir hafa áhrif á þaö hvernig gengur á grenjum og hefur veöur mikiö aö segja. Best er aö koma aö greni í þurru og björtu veöri og góöu logni. í vætutíð er skyggni yfirleitt minna og vosbúðin meiri. Eins er rokið ekki mjög heppilegt því tófan er ákaflega lyktnæm og vindurinn getur boriö meö sér lykt af manni sem ofurnæmar nasir skolla skynja úr ótrúlega mikilli fjarlægö. Hér er ekki ætlunin aö fara nánar út í þá þætti sem hafa þarf í huga þegar teflt er viö melrakkann slynga, enda væri þaö efni í langa grein þó ekki væri sagt nema brot af öllum þeim sögum sem af honum fara. Grenjaleitin gekk semsagt nokkuð vel í ár enda þurrviðrasamt og tíðin góö. Skytturnar lágu á 10 grenjum og náöu hátt í 50 dýrum, en ekki er vitað til aö áður hafi verið legiö á svo mörgum grenjum hér í sveit. í fyrra var legið á 9 grenjum og þótti mikiö. Alltaf er byrjaö á aö athuga þau greni sem næst eru byggö því þegar tófan heldur til svo nálægt sauöfé, þá er alltaf hætta á aö hún fari að bíta þegar lambánum er sleppt út aö vori. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæöur þess aö rebbi færi bú sín svo niður í byggö sem raun ber vitni. Stór þáttur í því hlýtur aö vera aö búskaparhættir hafa breyst mikiö. Nú er sauðfé haldiö meira og lengur inni viö, en áöur fyrr voru ær kannski aö bera í nálægö viö grenin. Einnig hefur sauöfé fækkaö og í kjölfar þess er minna um mannaferðir í högunum, svo tófan hættir sér nær en áöur. Svo er miklu minna af rjúpu á hálendinu en áöur var, en hún er ein aðalfæða tófunnar. Svo sjálfsbjargarviöleitnin og fæðuleitin eiga sinn þátt í þessu. Eins hefur öll umferð um hálendiö stóraukist og friðurinn því ekki sá sami og áöur fyrir hiö villta dýr. En nú skal loks hefja þann annál síðastliðins vors sem átti aö vera aðalinntak þessarar greinar: Eins og áöur sagöi liggur alltaf mest á aö kíkja í þau greni sem næst eru byggö, svo skytturnar byrjuðu útileguna á Tjarnarheiöinni. Þar náöust yrðlingarnir en ekki fullorðnu dýrin. Síöan var haldiö í land Spóastaöa en þar náöust 4 yrðlingar og læöan. Eins var leitað í greni í nágrenni Miklaholts en þar haföi rebbi ekki lagt í greni þetta áriö. Því næst var haldið til fjalla og í Úthlíðarhrauni var tófa í tveimur grenjum og gekk nokkuö vel að fækka í þeim búum. Síðan var haldiö aftur til byggöa og lagst á grenið í Gýgjarhólskotsfjalli en þar var sú undarlega aökoma aö engir voru yrölingarnir í bælinu, aðeins fullorönu dýrin. Greni þetta er mjög grunnt og ályktuðu menn einna helst aö þaö heföi Kristinn í Austurhlíð og Tómas í Helludal með dagsveiði í Kjalhrauni áðurfyrr. flætt fyrr í vor og afkvæmin drukknað. Á Haukadals- heiðinni og framafréttinum var legið á 4 grenjum og þar náöist töluvert af dýrum og yrðlingum. Þaöan var þaö helst í frásögur færandi aö óvenju gamall refur var í hópi þeirra dýra sem náöust. Sá var um 8 ára gamall og hefur sennilega sloppið oft áöur, jafnvel fjórum til fimm sinnum. Eins náöist þar læöa sem var mjög sérstök á litinn, haföi hún eitthvað í líkingu viö „kaffi-mórauöan“ feld og haföi Kristinn aldrei áöur séö fullorðið dýr meö slíkum lit, og hefur þó áratuga reynslu í faginu. Nú var komið fram í júlí og farið inn yfir á (Hvítá), en ekki fannst tófa í neinu greni þar í þetta sinnið. Vertíðin endaöi svo í Gýgjarhólskotslandi um miöjan júlímánuö en Jón bóndi haföi fundiö þar nýtt greni og náöist refurinn og einn yrölingur. Yrölingur þessi var óvenju stór og gamall miðað viö árstíma, en þaö var reyndar eitt af því sem kom á óvart þetta vorið hversu tófan virtist hafa gotið á misjöfnum tíma, yrðlingar voru mjög ungir í sumum grenjum en miklu eldri í öörum. En þó taflið viö holtaþór geti veriö spennandi og margslungið er ekki alltaf ánægulegt aö láta skotiö vaöa þegar horfst er í augu við dýr sem svo lagið er viö aö komast af í íslenskri náttúru og leggur allt í sölurnar til aö bjarga afkvæmum sínum undan árásum mannskepnunnar. En þaö er þó huggun harmi gegn aö ekki eru grenjaskyttur sendar af staö á hverju vori í þeim tilgangi aö útrýma tófunni heldur aðeins til aö halda henni í skefjum svo viö getum lifað í sátt meö henni. En þaö sem haft er í fyrirrúmi í viðureign viö tófuna er aö læra aö hugsa eins og hún sjálf en bera um leið virðingu fyrir bráöinni. Kristín Heiöa Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.