Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 9
S kálholtskantata Skálholtshátíðarkórinn 1993. aö gera flutning á þessari tilkomumiklu kantötu aö veruleika. Laugardaginn 24. júlí s.l. flutti Skálholtshátíöar- kórinn svo kantötuna undir stjórn Hilmars Arnar, ásamt blásurum og orgelleikara, viö góöar undirtektir. Einsöngvarar meö kórnum voru Erna Barnakór Biskupstungna gerði garðinn frœgan á Skálholtshátíð. Guðmundsdóttir sópran, Stefanía Valgeirsdóttir alt, Wolfgang Knuth tenor og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Lesari var Karl Guðmundsson leikari, orgelleikari Árni Arinbjarnarson. Þess má geta aö konurnar í kórnum voru allar í íslenskum þjóöbúningi og tóku sig vel út! Á Skálholtshátíðinni daginn eftir söng kórinn í messunni ásamt Barnakór Biskupstungna, sem ekki lét sitt eftir liggja, og á hátíðarsamkomu eftir messuna voru svo endurteknir þrír þættir úr kantötunni. Þaö sem situr í manni eftir svona flutning er ánægjan af því aö vinna meö svo mörgu góöu og skemmtilegu fólki og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem lögöu flutningnum lið, fyrir samstarfiö og samveruna. G.S. í sumar, nánar til tekið á Þorláksmessu á sumri, 25. júlí 1993 voru 30 ár liðin frá vígslu Skálholts- kirkju og frá því aö Dr. Róbert A. Ottósson æföi upp Skálholtskór þann er geröi garðinn frægan viö vígsluathöfnina og lengi síöan. í ár voru líka liöin 100 ár frá fæöingu Páls ísólfssonar tónskálds. í tilefni þessarra merku tímamóta þótti viö hæfi aö Skálholtskór hinn nýi hæfi merkiö hátt á loft og flytti SÁLHOLTSKANTÖTU Páls ísólfssonar, á Skálholtshátíð í sumar. Páll samdi kantötuna áriö 1956 viö Skálholtsljóð Sr. Sigurðar Einarssonar í Holti, í tilefni 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti. Var hún flutt þá undir beru lofti í Skálholti undir stjórn Páls ísólfssonar og voru einsöngvarar Þuríöur Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson. Eitthvaö haföi gamla fórnfýsin og sönggleöin dalaö, ellegar áróöurinn veriö slappur, því þegar á reyndi voru aöeins fjórir Tungnamenn til í slaginn, þrír úr kórstjórn og eiginkona kórstjórans! Nú voru góö ráö dýr, því þótt viö þættumst góö, og svo heppilega vildi til aö einn var í hverri rödd, treystum viö okkur ekki til aö skila hlutverki 80 manna kórs. Því var farið í leitir til nágranna okkar í sveitunum í kring, sem aö vanda brugðust vel viö. Árangurinn var 30 manna kór, sem skírður var upp á nýtt, SKÁLHOLTSHÁTÍÐARKÓRINN, og var aö stærstum hluta mannaöur söngfólki úr uppsveitum Árnes-sýslu. En einnig komu nokkrir lengra aö, svo sem úr Ölfusi og Reykjavík. Æfingar hófust í febrúar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og var æft einn laugardag í hverjum mánuöi fram á vor. Til skiptis í nágrannasveitunum til aö byrja meö, en á lokasprettinum voru æfingar í Skálholti. Þaö lögöu því margir saman krafta sína til Allt efni í aðventukransa og jólaskreytingar Opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-19. Eyravegi 2 - Sími 23211 Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.