Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 19
Hestamannafélagið Logi Logareið á Laugarvatnsvelli. Það var s.l. sumar að boð kom frá nágrönnum í vestri um að félagar í Hestamannafélaginu Loga væru velkomnir á hestaþing Trausta á Laugarvatns- völlum, sem haldið skyldi laugardaginn 14. ágúst. Buðu Traustamenn margs konar fyrirgreiöslu, svo sem að flýta gerð reiðvegar út Laugardal svo hann mætti verða tilbúinn fyrir ferðina. Því var það að hásumarsútreið Hestamanna- félagsins Loga var farin á Laugarvatnsvelli. Flestir lögðu af stað föstudaginn 13. ágúst. Riðu þá út í Laugardal og fengu að geyma hesta sína hjá vinum og vandamönnum á ýmsum bæjum í Dalnum. Eins mátti geyma hesta úti á Völlum. Ekki er hægt að segja að vel viðraði til útreiða, því hvassviðri var og moldrok svo vart sá út úr augum. Þó munu 20 manns hafa farið þessa ferð. Á laugardagsmorguninn sótti fólk hesta sína og reið áfram út að Laugarvatni. Sumir fóru bílveginn sem leið liggur en aðrir fengu samfylgd og leiðsögn heimamanna út með fjöllum og komu norðaustan að mótsstaðnum í þann mund sem formaður Hestamannafélagsins Trausta, Sigurður Sigurðsson í Hrísholti setti mótið og bauð menn velkomna. Aðstaða til mótahalds á Laugarvatnsvöllum er hin ákjósanlegasta, þægileg áhorfendasvæði meðfram hlíðinni sem hallar niður að vellinum og þægileg hestagirðing skammt frá. Samkoman fór í alla staði vel fram, en sem áður sagði var hvassviðri mikið og áttu mótsgestir oft erfitt með að heyra til þularins af þeim sökum. Eftirminnilegast var að sjá 40-50 þátttakendur í einum hring í firmakeppni. Þar voru margir glæsilegir gæðingar og vel setnir, enda áttu dómarar greinilega erfitt með að gera upp á milli þeirra. Milli atriða á kappreiðunum var skorað á Logamenn í boðreið. Þrír piltar og tvær stúlkur gáfu sig fram og kepptu því fimm frá hvoru félagi. Skyldu þátttakendur hleypa spölkorn eftir vellinum, spretta af hesti sínum, snæða því næst kókosbollu og drekka úr kókdós með, bera svo hnakkinn til baka og teyma reiðskjótann. Traustamenn voru langt á undan. Allt fór þetta fram Keppnislið Loga á Laugarvatnsvöllum. Frá vinstri: Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Gústaf Loftsson, Atli Eggertsson og Olafur Lýður Ragnarsson. með mikilli kæti og klappi. Eftir á kom í Ijós að bollurnar þóttu fjarska vondar, enda hentu sumir Traustamenn þeim bara í grasið. En gestirnir voru svo kurteisir að þeir átu hverja ögn af bollunum og drukku hvern dropa af kókinu. Enda var þeim eftir á dæmdur sigurinn. Að móti loknu voru hestar teknir og haldið heim á leið. Fjöldi fólks átti leið austur yfir Hálsa og var glatt á hjalla. Ráðgert hafði verið að Traustamenn byðu Logamönnum í grillveislu við Laugarvatnsréttir á leiðinni heim. En það viðraði ekki vel til matreiðslu utan dyra svo þau Sigurður formaður og Dóra kona hans buðu öllu Tungnafólkinu heim til sín. Hestarnir voru látnir í volduga rétt, sem er nálægt Hrísholti, heimili þeirra hjóna. Og verður ekki með orðum lýst hvað notalegt var að setjast þar í stofu og þiggja frábærar veitingar, bæði í mat og drykk. Eftir dágóða stund var haldið áfram austur Dalinn. Þegar kom að Brúará var farið að rökkva. Komust þó sumir heim til sín um kvöldið. Nokkrir tóku þó það ráð að fá hestana geymda hjá kunningjum og riðu svo heim á sunnudeginum. Var þá lokið ferðalaginu, sem þrátt fyrir erfið veðurskilyrði var hið ánægjulegasta. Helga og Inga Gýgjarhóli. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.