Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Fréttir í þessum pistli eru frá byrjun jólaföstu og fram í aprfl. Skammdegisveðrið var hagstætt, hamlaði lítið ferðum fólks og skildi ekki eftir sig jarðklaka. Febrúar var fremur kaldur og fór frost nokkuð oft yfir 15° C, en snjór var lítill, þó einn vondur byldagur væri og skafrenningur stundum til óþæginda. Utmánuðimir voru fremur umhleypingasamir en með sumarkomunni gerði nokkurt kuldakast með dálitlu frosti um nætur og vindstrekkingi. I mars og byrjun apríl var óstöðug veðurátta en aldrei vont. Menningarstarf á jólföstu var aðventusamkoma í Skál- holtskirkju, þar sem Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, flutti ræðu og Skálholtskór og Barnakór Biskupstungna sungu undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Einnig voru aðventukvöld í Torfastaðakirkju, þar sem sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, var ræðumaður og í Haukadals- kirkju. Aðventutónleikar voru í Skálholtskirkju. Þar söng Sönghópurinn Áttund, kennarar úr Tónlistarskóla Ámessýslu og kórar bama og fullorðinna úr Gnúpverjahreppi, af Skeiðum og úr Biskupstungum undir stjórn Hilmars Arnar og Þorbjargar Jóhannsdóttur. Sophie Schoonjans lék á hörpu og Páll Rósinkrans söng einsöng. Messur um jól og áramót voru með hefðbundnum hætti, þrjár voru í Skálholtskirkju frá því jólahelgin gekk í garð á aðfangadagskvöld og fram á miðjan jóladag, hátíðarguðs- þjónusta í Haukadalskirkju á annan jóladag og tvær slíkar á nýársdag, á Torfastöðum og í Bræðratungukirkju og var þar minnst 90 ára afmælis kirkjunnar. Síðan hafa verið nokkrar bamaguðsþjónustur í Torfastaðakirkju, þar var bænastund að kvöldi bænadags kvenna 1. mars og messur í Skálholtskirkju flesta helga daga auk öskudagsmessu að kvöldi þess dags. Páskamessur voru í öllum kirkjum með hefðbundnum hætti. Síðla í janúar var haldinn svonefndur „Átaksdagur 2002 í Biskupstungum“ í íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Þar var keppt í ýmsum fþróttagreinum og fengist við ýmsar þrautir, sem Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður, stjórnaði. Þorrablót var að þessu sinni í umsjá Torfastaðasóknar. Það var haldið að kvöldi bóndadags. Skemmtiatriði voru bæði heimatilbúin og aðfengin og hljómsveit lék fyrir dansi. Til að betur færi um gesti hafði verið smíðaður pallur fyrir hljómsveit til hliðar í danssalnum en leiksvið nýtt fyrir borð á meðan dansað var. Á samkomunni voru nær 300 manns. I byrjun febrúar sýndu nemendur úr 8. 9. og 10. bekk Reykhotsskóla í Aratungu kafla úr bandaríska söngleiknum Grease. Þar léku þau, sungu, léku á hljóðfæri og dönsuðu undir stjórn Björns Gunnlaugssonar, leikstjóra, Hilmars Arnar Agnarssonar, tónlistarstjóra og Hólmfríðar Bjarnadóttur, dansstjóra. Búnaðarfélag Biskupstungna hélt árlega kvöldvöku á Klettinum á miðjum þorra. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamála- fulltrúi, sagði þar frá starfi sínu og fleiru varðandi fer- ðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu og Anna Svavarsdóttir á Drumboddsstöðum greindi frá fjallaklifri í Himalajafjöllum, fljótasiglingum og fleiri ævintýraferðum í Nepal. Jóna Þ. Ólafsdóttir og Sigurður Erlendsson á Vatnsleysu 3 hlutu afrekshorn Búnaðarfélagsins fyrir snyrtimennsku á býli sínu og félagsstörf. Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna hóf í lok febrúar í Aratungu sýningar á Deleríum búbónis, sem er leikrit með söngvum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Við lok fyrstu viku í mars kom Sinfóníuhljómsveit Islands í heimsókn í Reykholt. Síðdegis var tónlistardagskrá fyrir börn en um kvöldið fyrir alla. Með hljómsveitinni sungu ein- söngvararnir Katrín Sigurðardóttir og Loftur Erlingsson og Kirkjukór Hrunaprestakalls, Kirkjukór Stóranúps-og Ólafs- vallasóknar, Skálholtskór, Skólakór Flúðaskóla, Barna- og kammerkór Biskupstungna og barnakór úr Gnúpverja- og Brautarholtsskóla. Stjórnendur þessara kóra eru Edit Molnár, Þorbjörg Jóhannsdóttir og Hilmar Öm Agnarsson, en söng- varar eru nær 200. Tónleikamir voru haldnir í íþróttahúsinu í Reykholti og er talið að um kvöldið hafi verið þar rúmlega 500 gestir. Alls gætu því hafa verið nær 800 manns í húsinu. Biskupstungur land og saga — Átthagafræði í ellefu hun- druð ár- heitir námskeið á vegum Fræðslunets Suðurlands, sem haldið er í Reykholtsskóla og hófst í byrjun febrúar og er öll fimmtudagskvöld fram til 11. apríl. Þar er fjallað um landnám, landafræði, jarðfræði, atvinnulíf, uppruna, ættartengsl, merka einstaklinga, kirkjusögu, menningu og sögu, þjóðsögur og sagnir, minjar, mannvistarleifar, nútíma og framtíðarsýn í Biskupstungum. Fyrirlesarar eru 14, bæði heimamenn og aðkomnir og um 40 nemendur. Helstu framkvæmdir hér í sveit í vetur er endurbygging Gullfossvegar. Hann hefur verið breikkaður mikið og væn- tanlega verður hann klæddur olíumöl áður en langt líður á sumar. Stöðugt er unnið að byggingu íbúðarhúsa í norðan- verðu Reykholtshverfi. Ekki hefur frést af neinu útigöngufé upp á síðkastið, og er talið að Fellsfjall hafi verið hrein smalað milli jóla og nýárs. Tvær kindur fundust milli skógræktargirðingarinnar í Hrauntúni og Andalækjar á góu, önnur þeirra var frá Austurhlíð en hin úr Grímsnesi og um svipað leyti komu fjórar kindur úr Tungunum utan úr Laugardal. Þrjár kindur fundust í Spóastaðahögum í febrúar. Þar var ær með tvo hrúta og litu þau öll vel út. Tófur hafa verið mikið á ferðinni um sveitina í vetur og skilið eftir sig brautir víða þegar sporrækt hefur verið. Síðast þegar fréttist höfðu 12 fallið við skothús fyrir ofan Austurhlíð. Anna Margrét Sigurðardóttir (f. 1990) í Rauðaskógi fórst í bflslysi snemma í mars. Útför hennar fór fram í Skálholts- kirkju, en hún var jarðsett í Bræðratungu. Halldór Ellert Jónsson (f. 1928) bóndi í Stekkholti andaðist síðla í mars. Útför hans fór fram frá Skálholtskirkju, en hann var jarðset- tur á Torfastöðum. Stefán Árnason (f. 1911) fyrrum garðyrkjubóndi á Syðri- Reykjum II. lést í apríl. Hann hefur verið búsettur í Garðabæ síðustu ár og var hann jarðsettur syðra. Sigríður Lovísa Sigtryggsdóttir (f. 1918), húsmóðir í Hjarðarlandi, lést í apríl. Útför hennar fór fram í Skálholts- kirkju, en hún var jarðsett í Haukadal. A. K. Litli Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.