Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir Upplýsingar frá Hagstofu íslands um mannfjölda á Islandi 2001. Þar kemur m.a. fram að íbúum í Biskupstungum hefur fjölgað verulega annað árið í röð. Kynnt. Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Árnesinga 2002. Samkvæmt henni er hlutur Biskupstungnahrepps 4,64% eða kr. 1.425.000. Héraðsnefnd rekur meðal annars héraðs- bókasafn, byggðasafn, listasafn, skjalasafn og fleira sameiginlegt í Ámessýslu. Samningur Biskupstungnahrepps við Landsbanka Islands um innheimtu LI á þjónustugjöldum sveitar- félagsins. Samningurinn er sveitarfélaginu hagstæður og kemur til vegna aukinna viðskipta sveitarfélagsins við LÍ. Kynntur og samþykktur. Upplýsingar frá félagsmálastjóra um rekstur og verk- efni félagsþjónustu í uppsveitunum 2001, starfslýsingar, neyðarlínu vegna bamaverndarmála og fleira. Kynnt. Upplýsingar frá ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga um að þjónustuframlag til Biskupstungnahrepps auk- ist. Samkvæmt því aukast þær tekjur 2001, um krónur 1.784.783 frá fjárhagsáætlun. í áætluninni var gert ráð fyrir krónum 3.708.000 en verður krónur 5.492.783. Bréf frá Ibúðarlánasjóði um að sveitarfélagið geti á árinu 2002 veitt viðbótarlán til einstaklinga undir ákveðnum tekjumörkum, vegna íbúðakaupa. Kynnt. Fundargerðir Tónlistarskóla Árnesinga frá 6. desem- ber 2001 og 3. janúar 2002 og fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2002. Þar kemur fram að rekstrarkostnaður hækkar um 38.8% á milli áranna 2001 og 2002 sem er hækkun launakostnaðar. Kynnt. Fundargerð byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 4.12. 2001, en þar lágu fyrir 11 nýjar teikningar frá Biskupstungnahreppi sem er óvenjulega mikið á þessum árstíma. Tilboð í nýtt hljóðkerfi fyrir Aratungu. í framhaldi af gjöfum í nýtt hljóðkerfi fyrir félagsheimilið gerir hreppsráð tillögu um að keypt verið nýtt hljóðkerfi fyrir Aratungu hið fyrsta og að gengið verði frá fjárveitingu vegna þessa við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 30. janúar 2002. Samþykkt. Erindi til hreppsnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2002 frá fjallskilanefnd um fjárbeiðni til viðgerða á Tungnaréttum. Samþykkt að leggja til krónur 150.000. Bréf frá nefnd sem sér um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga þar sem bent er á nauðsyn þess að lækka skuldir sveitarfélagsins. Hreppsráð vill benda á að skuldir á íbúa hafa verið að lækka þrátt fyrir athugasemdir nefn- darinnar. Að öðru leiti er sveitarstjóra falið að svara nefndinni. Beiðni um styrk til dagskrárgerðar í Útvarpi Suðurlands þar sem verið er að taka fyrir kynningu á byg- gðalögunum á Suðurlandi. Samþykkt þátttaka að fjárhæð krónur 12.500. Samþykkt að fela sveitarstjóra að bjóða íbúum uppá viðtalstíma til að hægt sé að koma með ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2002. Sveitarstjóri mun auglýsa opinn viðtalsdag 24. janúar n.k. Erindi frá Sigríði Jónsdóttur og Sævari Bjarnhéðins- syni frá 31. desember 2001 um að tekin verði landsspilda úr landbúnaðarnotkun. Hreppsráð leggur til við hrepps- nefnd að spilda 1.687,5 m2 undir íbúðarhús verð tekin úr landbúnaðarnotkun og skilgreind sem íbúðarhúsalóð og verði nefnt Gýgjarhólskot III. Fundargerð fræðslunefndar frá 10.12. 2001, kynnt og samþykkt. Samþykkt að ráða stuðningsfulltrúa að skólanum fyrir vorönn 2002 og verður kostnaður vegna þess settur inní fjárhagsáætlun 2002. Hreppsráðsfundur 23. j’anúar 2002. Farið yflr fjárhagsáætlun 2002 vegna síðari umræðu sem verður í hreppsnefnd 30. janúar 2002. Gerðar voru nokkrar breytingar á fyrirliggjandi drögum. Drögin verða send út með gögnum til hreppsnefndar. Stefnt er að því að leggja fram fjárhagsáætlun næstu þriggja ára 2003-2005 á fundi hreppsnefndar. Lagðir fram minnispunktar vegna heimsóknar umdæmisstjóra og rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi 22. janúar 2002. Kynnt. Hreppsnefndarfundur 30. janúar 2002. Fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps 2002, síðari umræða. Fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps fyrir árið 2002 hefur verið unnin í samvinnu og samráði við forstöðumenn og stjórnendur sveitarfélagsins. íbúum var boðið að koma tillögum og athugasemdum til hrepps- nefndar vegna fjárhagsáætlunar þann 24. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verða skatttekjur Biskupstungnahrepps 2002, krónur 146.569.000. eða rúm- lega 11% hærri en rauntölur ársins 2001. Álagningarhlutfall útsvars verður 12,96%. Fjölgun fasteigna og tæp 10 % fjölgun íbúa í sveitarfélaginu á árinu 2001 er hluti skýringar á tekjuaukningu á milli ára. Útgjöld við rekstur málaflokka eru áætluð um 79% skatttekna eða krónur 115.218.000. Þar af fara í rekstur grunnskóla krónur 68.332.000 eða um 47% skatttekna. Til afborgunar skulda fara krónur 20.000.000 og í vexti og verðbætur krónur 8.997.000. Fjárfestingar á árinu 2002 verða krónur 15.674.000. Gert er ráð fyrir endurgreiðslu vegna vatnsveitufram- kvæmda frá árinu 2001 krónur 16.000.000. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 var samþykkt samhljóða og undirrituð af hreppsnefndarmönnum. Ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvalla- hrepps. Hreppsnefnd samþykkir sameiningu Biskups- tungnahrepps við þau tvö sveitarfélög sem einnig sam- þykktu sameiningu viðkomandi sveitarfélaga í almennri kosningu, 17. nóvember 2001 í samræmi við 91. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Hreppsnefnd telur að með sameiningu sveitarfélaganna verði til ný sóknarfæri með sterkari stjórnsýslu í stærri heild. Möguleikar aukast á betri nýtingu fjármuna og uppbyggingar í nýju sveitarfélagi. Það samstarf sem verið hefur á milli viðkomandi sveitar- félaga er staðfest með sameiningunni. í ljósi vaxandi rekstrarkostnaðar sveitarfélaga verða þau að leita leiða til hagræðingar m.a. með aukinni samvinnu. Framundan eru Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.