Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 23
Hátíðarhöld í tilefni Drottningardagsins við síkið í Spaarndam fyrir framan pöbbinn hans Henks. (Húsið fyrir miðri mynd). Pöbbinn var niðri og íbúðin á hœðinni og í risinu. mjög vinsælt að fólk komi hjólandi innan frá Amsterdam og nágrannaþorpunum til að fá sér brauð og reyktan ál við sýkið. L-B: Hvemig datt ykkur í hug að flytja til Islands og opna krá í Tungunum? Guðfinna: Ég bjó í 11 ár í Hollandi og í maí í vor eru semsagt 2 ár síðan við fluttum hingað. Það má segja að það hafi verið algjör tilviljun að við flæk- tumst í þetta og bar brátt að. Við höfðum Séð niður eftir götunni á sama hátíðisdegi. Drottningardagurinn er samsvarandi þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní. Pöbbinn er vinstra megin við miðju, við Heiniken-merk- fara menn í heita pottinn snemma á morgnanna áður en þeir fara í vinnu! Henk: Svo er það mis- jafnt eftir dögum hverjir mæta. A þriðjudögum er bill- jard, á miðvikudögum pílukast. Bátafólkið kemur á fimmtudögum og á föstu- dögum kemur yngra fólkið og fólkið úr vinnu sinni til að fá sér bjórglas og hittast áður en það fer heim kl. 8. Laugardaga og sunnudaga er svo meira um ferðafólk Pöbbinn stendur rétt við síkið og fólkið kemur mikið hjólandi á pöbbinn. í Hollandi þurfa veitin- gahús að sjá til að það sé nóg af hjólastæðum í nágrenninu, hér þarf að sjá um að hestagerðið sé í lagi! A veturna, þegar ís er á síkjunum, kemur fólkið oft skautandi til að fá sér bjór, heitt kakó, súpu og fleira. Kemur bara með skautana á fótunum inn í pöbbinn. Spaarndam er þekkt þorp fyrir reyktan ál og það er Séð heim að Klettinum. leigt pöbbinn þetta sama ár og vorum að setjast í helgan stein. Höfðum ekki haft neitt sérstakt að gera í heilt ár og hundleiddist það. Þá gerðist það að Dorothea vinkona mín, móðir Knúts sem býr hér á Friðheimum, hafði sam- band við mig og hafði fengið þá hugmynd að byggja hér kaffihús. Ætluðum við bara að aðstoða hana við það, en svo þróuðust málin þannig að við tókum alfarið við þessu. Það var auðvitað ekki meiningin að hella sér út í svona mikla vinnu, en það breytist nú vonandi. Svo hefur ýmis- legt komið uppá. Til dæmis seig grunnurinn undir húsinu eftir jarðskjálftann fyrir tveimur árum, og Kletturinn tók að hallast. Það þurfti því að fá fíleflda verktaka, þá Bisk- verkamenn og Grím Þór á Syðri-Reykjum, til að rétta húsið við aftur og þeir lyftu suðurhorninu um eina 27 cm. Ég vil líka sérstaklega geta þess að Grímur Þór á heiður skilinn fyrir það frábæra verk sem hann hefur unnið hér við frágang á lóðinni og fleira. En nú er upplyftingunni lokið og eins endurbótum á Litla-Kletti, smáhýsinu hérna á bakvið, sem við búum í. Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.