Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 22
Barnabamið Birta. var ást við fyrstu sýn og sambandið hélt áfram yfir hafið. Græddu flugfélögin og síminn mikið á okkur þau árin. En eftir 2 1/2 árs kynni flutti ég svo út, árið 1990 og við giftum okkur þá um haustið. Við giftum okkur reynd- ar hér heima á Islandi, á afmælisdaginn minn. - Það var auðvitað stórt skref að rífa sig upp frá því sem maður átti hér og frá börnunum, þótt þau væru öll komin um tvítugt. Fyrsta hálfa árið gerði ég ekkert annað en kynnast landi og þjóð og læra málið. Síðan fór ég að vinna á hár- greiðslustofu, en hætti því aftur, því það var erfitt að láta stjóma sér eftir að hafa verið sjálfs síns herra í svo mörg ár! Það hafði alltaf verið hobby hjá mér að elda, svo ég hellti mér út í reksturinn hjá Henk á kránni. Kynnti m.a. Hollendingum íslenskar brauðtertur! - Fisksali þar í grenndinni vildi endilega fá mig til að útbúa fiskrétti og svoleiðis fyrir sig, en ég afþakkaði gott boð. Henk hafði verið með staðlaðan pöbbamat á kránni, sem var lókal krá þarna í hverfinu en ég breytti matseðlinum tölvert. Blaðamaður snýr sér nú að Henk til að spyrja hann nánar um sitt fyrra líf. Þótt Henk sé farinn að skilja heilmikið í íslensku, fer viðtalið aðallega fram á ensku, og er hér í lauslegri þýðingu. Henk: Ég er fæddur árið 1940 í Haarlem, aðal blómaborg Hollands. Faðir minn var húsamálari og mamma gardínusaumakona. Móðurafí minn var þekktur mublusmiður í Hollandi og mamma var snemma látin sauma fyrir viðskiptavinina. Ég á eina systur sem er 67 ára og einn tvíburabróður sem er þá væntanlega 62 ára eins og ég. Þau búa bæði í Hollandi. Svo á ég eina dótt- ur, sem er 33 ára og býr í Spaarndam, þar sem ég bjó lengst af í Hollandi. Hún heitir Anoushka v. Roode Hoogland og vinnur á skrifstofu í geðsjúkrahúsi þar. Hún var áður hjúkrunarkona í 6-7 ár, en fannst það erfiðara. Maður hennar heitir Marco van. Roode og er byggin- garverktaki, - svipað og Biskverk hér! L-B: Hvaða nám stundaðir þú? Henk: Eftir skyldunám fór ég í veitingahúsaskóla að læra að vera kokkur og þjónn. Frá árinu 1970 rak ég svo lítinn pöbb í Spaarndam, en það er mjög gamall lítill bær um 18 km frá Amsterdam. Ég var 3. eigandi að þessum pöbb sem vitað er um, en sennilega hafa verið pöbb og sjómannaheimili í þessu húsi síðan 1527 a.m.k. Það fundust gögn sem sýna það þegar við vorum að endurbyggja húsið fyrir nokkrum árum. Andarnir í húsinu eru með eindæmum góðir, og fólk, sem kom til okkar hafði oft á orði að því fyndist vera góðir andar í húsinu. I Hollandi er pöbbalífið allt öðruvísi en hér. Það er meira rútínulíf. Sömu karlarnir koma við á pöbbinum á hverju kvöldi eftir vinnu og maður veit alltaf hvað þeir vilja. Það er til góð saga, sem reyndar er sönn, af manni sem kom á hverju kvöldi með hundinn sinn á pöbbinn og þeir fengu sér bjór. Eigandinn drakk einn bjór og hundur- inn einn. Svo var það einn daginn að hundurinn kom, en eigandinn ekki. Ég hélt að maðurinn myndi koma innan stundar og skenkti bjórinn handa þeim, en hundurinn drakk bara sinn og fór svo. En daginn eftir komu þeir svo báðir og eigandinn gerði upp reikninginn! Hann hafði bara lagt sig og ekki vaknað nógu snemma til að fara á pöbbinn daginn áður. Það er algengt að fólk komi með hundana með sér á pöbbinn, en auðvitað er ekki vanalegt að þeir drekki bjór! Guðfínna: Það má kannski líkja pöbbunum í Hollandi við heitu pottana á Islandi. Þangað koma menn til að hittast og skiptast á skoðunum og ræða málin. Nema í Hollandi koma menn á pöbbinn eftir vinnu, en á Islandi Guðfinna og Henk á brúðkaupsdaginn 1990. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.