Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2002, Blaðsíða 21
Viðtal við Guðfinnu og Henk á Klettinum f skógarlundi við þjóðveginn í Reykholti, á horninu á móti Bjamabúð, reis fyrir tveimur árum veitinga- og kaffihúsið Kletturinn. Fallegt bjálkahús ættað frá Finn- landi, með notalegu andrúmslofti og þykkum teppum á borðunum. Þar ráða ríkjum hjónin Guðfinna Jóhanns- dóttir og maður hennar Henk, eða réttu nafni Hendrikus Anthonius Cornelis Hoogland, frá Hollandi. Litla-Bergþóri leikur forvitni á að vita hvernig það kom til að þau tóku að sér rek- stur veitingahúss í Biskupstungum og hvernig það gengur. Og þess vegna er blaða- maður mættur til að taka hús á þeim hjónum dag einn í marsmánuði. Viðtalið fer fram í veitingahúsinu á rólegum eftir- miðdegi þar sem Guðfinna tekur á móti gestinum. Henk kemur inn skömmu seinna, beint úr hesthúsinu á Brautarhóli. Hafði verið að moka undan hrossunum með þeim félögum Bjarna á Brautarhóli, og Gúlla frá Brú. Það fer ekki framhjá blaðamanni að lífsgleðin geislar af þeim hjónum og það er gaman að sjá hvað þau falla vel inn í mann- lífið hér í Reykholti. En fyrst er að forvitnast um hvaðan þau eru og hverra manna. Guðfinna: Ég er fædd í Reykjavík 1948 og uppalin þar, en ættuð úr Flóa í föðurætt og Hrunamannagrepp í móðurætt. Móðurafi minn, Isak Vilhjálmsson, sem var svínabóndi á Bjargi á Seltjarnamesi, var ættaður úr Hrunamannahreppi. Sem bam var ég í sveit á Lækjar- brekku í Gnúpverjahreppi, hjá systkinunum Sigríði og Sveini, í nokkur sumur. Hljóp þar á eftir rollum upp um holt og hæðir og gekk í Ásaskóla í 2 vetur þegar ég var 11 og 12 ára. Ég kannast ennþá við einhverja af eldri kynslóðinni á flestum bæjum í Gnúpverjahreppi. Móðir mín heitir Björg Isaksdóttir, 75 ára listakona, sem er enn á fullu þótt hugurinn sé oft meiri en mátturinn. Hún er búningasaumakona og glerlistakona og málar á gler og silki. Faðir minn hét Jóhann Einarsson og var blikksmiður, en hann dó árið 1992. Ég á 4 systkini, tvær systur, Helgu, sem býr í Danmörku og Jóhönnu, sem býr í Svíþjóð og tvo bræður, Einar og Isak, sem búa báðir í Reykjavík. Frá fyrra hjónabandi, með Guðmundi Eiríkssyni bankamanni, á ég þrjú börn, soninn Eirík Guðmundsson, 33 ára, sem vinnur í Tölvudreifingu og er giftur Ingu Sigursveinsdóttur. Hún vinnur á ferðaskrifstofu BSÍ og þau eiga eina 4 ára dóttur sem heitir Birta. Svo eru það tvíburadæturnar Rakel Ýr og Björg Ýr Guðmundsdætur, sem eru að verða þrítugar. Rakel Ýr er markaðsfræðingur frá Bifröst og Björg Ýr er hárgreiðslumeistari. L-B: Hvemig var skólagöngnni háttað? Guðfinna: Eftir grunn- skólann lærði ég hárgreiðslu hjá móðursystur minni, Arnfríði Isaksdóttur í Permu og útskri- faðist 1968. Eftir nokkur ár í faginu opnaði ég hárgreiðslu- stofuna Ýr í Hólagarði í Breiðholti og var með hana í 15 ár. Ég tók mikinn þátt í hárgreiðs- lukeppnum á þessum árum, bæði hér heima og erlendis. Tók m.a. þátt í heimsmeistara-, Evrópu- og Norðurlandakeppnum. L-B: Og hvernig gekk þér: Guðfinna: Ég náði því að vera í 4. sæti einu sinni í heimsmeistarakeppni og í 6. sæti í Evrópukeppni. Keppendur voru yfirleitt um 100, svo þetta var nokkuð góður árangur. L-B: Og svo hafa leiðir ykkar Henks legið saman? Guðfinna: Já, það var eftir eina hárgreiðs- lukeppnina í Hollandi, árið 1988. Við íslendin- garnir fórum á pöbbarölt svona eins og gengur og rákumst þá inn á pöbb í Amsterdam þar sem við kynntumst fyrst. Það _____Litli Bergþór 21 Guðfmna og Henk á góðri stund. Kletturinn í vetrarbúningi. Vinstra megin sést í Litla-Klett á bakvið.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.