Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 6

Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 6
Vatnsveitufélag Laugaráshverfis In memoriam Nú er nýlokið starfsemi Vatnsveitufélags Laugaráss (VL). Stofnfundurinn var haldinn 12. júní 1964 svo félagið starfaði í rétt liðlega 40 ár. Félagið var stofnað með aðkomu Biskupstungnahrepps, Laugaráshéraðs, Sláturfélags Suðurlands ásamt íbúum í Laugarási. Starfsemi félagsins varð viðburðarrík og oft gekk á ýmsu. Rekstri félagsins lauk formlega með því að Ragnari Sæ Ragnarsyni, sveitarstjóra Bláskógarbyggðar, var afhent bók sem innihélt ársreikninga Vatnsveitufélags Laugaráss frá upphafi til varðveislu. Þar með yfirtók sveitarfélagið endanlega rniðlun kaldavatns í Laugarási og nágrenni þess. Upphaf Vatnsveitufélagsins má rekja allt aftur til 10. september 1960 þegar fulltrúar Sláturfélags Suðurlands, undir forsæti Jóns Bergs forstjóra, mættu til fundar í Laugarási með Oddvitanefnd Laugaráshéraðs. Sláturfélagsmennirnir voru að kanna staðsetningu fyrir væntanlegt sláturhús sem vera skyldi í uppsveitum Árnessýslu. Þó var einn galli á gjöf Njarðar. Mikla og ~QjT"-^öfluga vatnsveitu þurfti til að fullnægja er þá \ þörfum hugsanlegs sláturhúss. J Oddvitanefnd tók erindi Sláturfélagsmanna vel, taldi sig vita um gott vatnsból í nágrenninu og benti á svæði við norðurenda brúarinnar sem góða staðsetningu dælustöðvar. Þó liðu fjögur ár þar til Vatnsveitufélag Laugaráshverfis var stofnað. Aðdragandinn að stofnun Vatnsveitufélagsins og fyrstu spor þess eru hin fróðlegustu. I ljós hefur komið að mikill kostnaður við þessar framkvæmdir stóð bæði í Oddvitanefndinni og í hrepps- nefnd Biskupstungna. Sláturhúsið krafði um öfluga vatns- Hér tekur Ragnar Sœr, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, við ársreikningum Vatnsveitufélags Laugaráss af stjórnarmönnum Vatnsveitufélagsins. Sem sjá má er Ragnari ekki undankomu auðið. F.v. Skúli Sœland ritari, GylfiHaraldssonformaður, Ragnar Sœr Ragnarsson sveitarstjóri og Þórður Halldórsson gjaldkeri með bókina góðu. dælingu og hleypti það kostnaðinum eðlilega upp úr öllu valdi. Voru menn tregir til að leggja í svo fjárfrekar aðgerðir og hreppsnefndin var komin á fremsta hlunn með að hafna þátttöku við lagningu vatnsleiðslu vegna veitun- nar. Upphaflega lögðust íbúar Laugaráss líka eindregið gegn því að stofnuð yrði vatnsveita því þeir töldu eðlilegra að sveitarfélagið sæi um þessi mál. Málin leystust þó farsællega að lokum en fyrstu rekstarár veitunnar voru henni erfið vegna kostnaðarins við uppsetningu hennar. Vonandi gefst betra færi síðar að fjalla nánar um aðdrag- andann að stofnun veitunnar og fyrstu spor hennar. Hún á það að minnsta kosti skilið eftir öll þessi ár. Skúli Sœland, sagnfrœðingur og fyrrv. stjórnarmaður í VL. SELÁS-BYGGINGAR ehf. Tilboðsgerð, viðhald, hurðir, gluggar, timbur-, íbúðar-, sumar og stálgrindarhús Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj. Sími 486-8862/894-4142 netfang: hakon@eyjar.is fax: 486-8620 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.