Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 12

Litli Bergþór - 01.12.2004, Page 12
gera við föt. Einar karlmannsnærbuxur voru þar mjög slitnar í klofinu. Stúlk- urnar voru eitthvað tregar að fást við þetta svo Helga tekur við brókinni og segir: Það vill leita einatt út sem inni er stíft og baldið. Fyrr hef ég saumað fyrir hrút, fáið þið mér haldið. Að lokum er hér lítið ljóð sem Kristján orti til Guðna Lýðssonar þegar hann missti móður sína aðeins fjögurra ára gamall, en hann var sonur Guðlaugar (1898-1946) systur Kristjáns. Hún lést 3. mars 1946. Ljóðið fékk Guðni á blaði, skraut- ritað. Litla bæjarljósið, litli bjarminn þinn lætur ljúfa ylinn líða um huga minn. Og þegar hryggðar skúraský liggur yfir lífsins braut lýsir geislinn þinn. Undirritað: Kristján frændi, 14. mars 1946 Inga Kristjánsdóttir tók saman. Frá íþróttadeild Umf. Bisk Sumarstarfið var með hefðbundnu sniði eins og svo oft áður. Æfingar byrjuðu 1. júní og þeim lauk seinni partinn í ágúst. íþrótta- og leikjanámskeið fyrir 6 til 12 ára börn var haldið dagana 14. - 25. júní á íþróttavellinum í Reykholti. Þátttaka var ágæt eða u.þ.b. 10 böm. Olafur Guðmundsson íþróttakennari sá um að kenna bömunum leiki og kynna fyrir þeim íþróttagreinar. Sundnámskeið fyrir 4 ára og eldri var haldið í Reykholtslaug 1. - 16. júní. Kennari var Magnús Tryggvason sundþjálfari. Ágætis aðsókn var að námskeiðinu í ár og var börnunum skipt í hópa eftir aldri. Knattspyrnuæfingarnar voru vinsælastar nú sem áður. Æfingar voru einu sinni í viku fyrir yngsta hópinn; 1. - 3. bekk. 4. - 10. bekkur æfði tvisvar sinnum í viku og var hópn- um skipt í tvennt þ.e. mið- og eldri hóp. Þjálfari var Axel Sæland íþróttakennari Farið var með lið skipað börnum 10 ára og yngri á HSK mót, sem haldið var á Hvolsvelli 25. júlí. Þar spilaði okkar lið við A lið fjögurra annarra liða, og var þar af leiðandi á brattan að sækja. Okkar fólk stóð sig eins og hetjur og unnu einn leik og gerðu eitt jafntefli. Þessi sami hópur tók svo þátt í litlu móti á Flúðum og keppti við jafnaldra frá Hrunamönnum og Gnúpverjum. Skemmst er frá því að segja að okkar keppendur stóðu sig vel og unnu flesta sína leiki. I mótslok fengu svo allir gos og pizzu sem gerð var góð skil. Eldri liðin (13-16 ára) spiluðu tvo æfingaleiki, heirna og heiman, við Gnúpverja í byrjun ágúst. Okkar menn unnu heimaleikinn. I útileiknum náðist í tvö lið og var skipt eftir aldri, yngra liðið vann sinn leik en eldra liðið tapaði með eins marks mun. Yngra liðið fór til Þorlákshafnar 25. ágúst og tók þátt í HSK móti fyrir sinn aldursflokk. Liðið beið lægri hlut í öllum sínum leikjum að þessu sinni, en gengur bara betur næst. Ekki náðist að manna eldra liðið. Æfingar í frjálsum íþróttum voru á Laugarvatni þrisvar sinnum í viku fyrir 12 ára og eldri en einu sinni í viku fyrir 8-11 ára börn. Þjálfari á þeim æfingum var Steinunn Leifsdóttir íþróttakennaranemi. Ekki hefur verið mikil aðsókn af okkar börnum í frjálsar undanfarið, en þó sóttu nokkur æfingarnar á Laugarvatni og tóku þátt í mótum fyrir okkar hönd. Má hér nefna syst- kinin Hjört Frey og Ástrúnu Sæland, en þau tóku bæði þátt í HSK móti á Hellu, og Hjörtur tók einnig þátt í Bikarmóti Islands í Borgarnesi og Meistaramóti Islands, þar sem hann náði m.a. 5. sæti í 800 m hlaupi. Þau hafa bæði staðið sig mjög vel og hvetur félagið þessa efnilegu íþróttamenn að halda áfram á sömu braut. Að lokum má geta þess að við tókum þátt í Þriggja- félagamótinu utanhúss í byrjun september. Það voru frískir krakkar sem kepptu fyrir hönd félagsins og stóðu sig með sóma, svo ekki sé nú minnst á mömmurnar sem fylgdu börnum sínum eftir og létu sig ekki muna um að keppa fyrir hönd félagsins í kvennaflokki, krækja í stig og komast á verðlaunapall. Fyrir hönd stjórnar Iþróttadeildar Umf. Bisk. Kristín Bj. Guðbjörnsd. A knattspyrnumóti á Flúðum. Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.