Litli Bergþór - 01.03.2008, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.03.2008, Qupperneq 4
Formannspistill Kæru ungmennafélagar. Vormenn íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd! Huldar landsins verndarvættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir heilsa börnum vorhugans. Það er ekki úr vegi að hefja þennan pistil á þessu fallega ljóði eftir Guðmund Guðmundsson, skólaskáld, sem hitti naglann á höfuðið þegar hann nefndi ungmennafélagana Vormenn íslands í sam- nefndu kvæði sem hann tileinkaði ungmenna- félögunum og birtist í Skinfaxa árið 1910. Þetta fallega ljóð sem varð á samri stundu nafnfesti ung- mennafélaganna hefur lengi verið eitt af þeirra eftir- lætisljóðum. Þetta er aðeins fyrsta erindið og segir, í mínum huga, mikið um það sem gerðist í upphafi síðustu aldar, þá miklu vakningu og þrótt til eflingar á svo fjölmörgum sviðum mannlífs á íslandi. Það hefur verið gæfuspor þessarar sveitar að hafa frá fyrstu tíð staðið og starfað þétt með sínu félagi og ungmennafélagshreyfingunni. Já, Ungmennafélag Biskupstungna er 100 ára. Frá upphafi félagsins hefur það staðið fyrir fjöl- breyttri starfsemi, s.s. íþróttaiðkun, skógrækt, leik- sýningum, dansæfingum, spilakvöldum, kvöld- vökum, dansleikjum, fræðslufundum um heilbrigt líferni, hjálp í viðlögum, framsögn og ræðu- mennsku, svo fátt eitt sé nefnt. Afmælisnefndin stóð fyrir kvöldvöku í Aratungu 9. febrúar síðastliðinn, þar sem fram komu Bjarni Harðarson alþingismaður sem hafði framsögn um mannlíf fyrr og nú í Biskupstungum, nýstofnaður kvartett flutti nokkur lög og Jón H. Sigurðsson frá Uthlíð var með myndasýningu af öllum lögbýlum í Biskupstungum. Gaf hann síðan Ungmennafélaginu mynddiskinn til varðveislu. Mér barst sú harma- fregn viku síðar að hann hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Ungmennafélagið þakkar fyrir þá gæfu að hafa notið starfskrafta hans og vottar aðstandendum öllum innilega samúð. Leikdeild Ungmennafélagsins frumflutti „Leynimel 13“ þann 22. febr Heimasímar: Loftur: 486 8812 853 1289 . ■ I I VÉLAVERKSTÆÐI Heimasimar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNGUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar. Smíðum háþrýstislöngur. r 7)jama f)u c) ^ K Brautarhóli - Biskupstungum | Bjamabúð Reykfioíti Verslun og bensínafgreiðsla Opnunartími: Mán.-fös. frá 09 til 18 Laugard. og sunnud. 11 til 18 Allar almennar matvörur og olíur Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.