Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 6

Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 6
Þórarinn Þorfinnsson og börn hans, Þorfinnur og Þórhildur taka við afrekshorni í fjarveru Þorfinns eldra, þar sem hann var í um 4000 km fjarlæg þegar það var afhent. Formaður búnaðar- félagsins, Ottar Bragi Þráinsson til vinstri. Á Myrkholti hefur verið byggt nýtt hesthús og þar er farið að temja hross. Dagskrá Ungmennafélagsins í tilefni af 100 ára afmæli þess hófst með kvöldvöku snemma í febrúar og frumsýning sjónleiks var um tveim vikum síðar. Afrekshorn Búnaðarfélags Biskupstungna og Búnaðarsambands Suðurlands var afhent á kvöldvöku á Klettinum í Reykholti um miðjan febrúar. Hornið hlaut að þessu sinni Þorfinnur Þórarinsson, bóndi á Spóastöðum 2 fyrir félags- og landgræðslustörf. Formaður Bændasamtaka íslands, Haraldur Benediktsson, hélt erindi á kvöldvökunni um stöðu landbúnaðarins og fleira, og Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, greindi frá starfi Búnaðarsambandsins og hvernig aldarafmælis þess verður minnst, en það var stofnað við Þjórsárbrú 6. júlí 1908. Sveinn Kristjánsson fyrrum bóndi á Drumboddstöðum 1, sem hefur dvalið á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði síðustu ár, lést rétt fyrir miðjan janúar. Útför hans fór fram í Skálholtskirkju en hann var jarðsettur í Bræðratungukirkjugarði. Jón Hilmar Sigurðsson frá Úthlíð, sem hefur verið búsettur í Reykjavík síðustu áratugi, andaðist um miðjan febrúar. A. K. Ketilbjörn ehf. vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum. Grímur Pór - Sími 892 3444 Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.