Litli Bergþór - 01.03.2008, Page 8
Jón Hilmar Sigurðsson
Minning
Hann var fæddur í Úthlíð 31. mars 1944.
Foreldrar hans voru hjónin Jónína Þorbjörg
Gfsladóttir, f. í Laugarási árið 1909, og Sigurður
Tómas Jónsson, f. í Brautarholti á Kjalarnesi árið
1900.
Jón nam í Bamaskólanum í Reykholti og var í
íþróttaskólanum í Haukadal veturinn 1960 -
1961. Ungur gekk hann í Ungmennafélagið og
var formaður þess árinl972 til 1975.
Heiðursfélagi þess var hann valinn árið 1978.
Hann vann á búi foreldra sinna í Úthlíð og
víðar frá barnsaldri en hóf búskap í vesturbænum
í Úthlíð árið 1972 í félagi við bróður sinn og
mágkonu í austurbænum. Þau bjuggu með kýr,
kindur og hross.
Jón hafði mikinn áhuga á skepnum, einkum
kindum, og var mjög fjárglöggur. Frá unga aldri
hafði hann þjálfað sig í hlaupum, og nýttist það
vel við smalanir í Úthlíð. Einnig æfði hann skipu-
lega til að taka þátt í keppni og náði mjög góðum
árangri, einkum í langhlaupum. Varð hann oft
Islandsmeistari og átti mörg Islandsmet.
Jón lamast af mænuskaða árið 1977, sem hann
hlaut er stæða af heyböggum hrundi yfir hann í
hlöðu og hætti búskap eftir það. Þrátt fyrir stran-
gar æfingar fékk hann ekki nægan mátt í fætur til
að geta gengið. Þá hóf hann skólanám, lauk fyrst
grunnskólanámi, síðan stúdentsprófi og námi í líf-
fræði í Háskóla Islands. Hefur hann síðan kennt
það fag í ýmsum skólum.
Hann starfaði í Sjálfsbjörgu og Samtökum
mænuskaðaðra og gegndi trúnaðarstörfum fyrir
þau.
Hann hefur rannsakað liti hesta og sauðfjár og
tekið mikið af kvikmyndum, aðallega af náttúru
og dýralífi en nú síðast af bæjum í Biskups-
tungum, og sýndi hann þær á kvöldvöku hjá Ung-
mennafélagi Biskupstungna viku fyrir andlát sitt
og tók þannig þátt í að minnast 100 ára afmælis
þess.
Vinkona hans og félagi á síðari árum hefur
verið Guðný Guðnadóttir.
Jón varð bráðkvaddur á heimili sínu að
Sléttuvegi 3 í Reykjavíkló. febrúar. Útför hans
fór fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 27.
febrúar, en aska hans mun grafin í hans
heimasveit.
A. K.
Jón H. Sigurðsson í Tungnaréttum 2004
Litli Bergþór 8