Litli Bergþór - 01.03.2008, Blaðsíða 10
Ungmennafélag Biskupstungna 100 ára
Aldarafmæli Ungmennafélagsins
Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl árið 1908,
var Ungmennafélag Biskupstungna
stofnað. Þessa verður minnst á ýmsan
hátt. Stjóm félagsins hefur skipað
afmælisnefnd, og eru í henni Gunnar
Sverrisson í Hrosshaga, og er hann
formaður hennar, Matthildur Róbertsdóttir
í Laugarási og Sveinn Auðunn Sæland á
Espiflöt. Hún hefur gefið út drög að
dagskrá afmælisársins.
Fyrsta atriði hennar fór fram 9. febrúar,
en það var kvöldvaka í Aratungu. Þar
talaði Bjarni Harðarson, alþingismaður,
um Tungnamenn að fornu og nýju, nýstofnaður
kvartett söng, en hann skipa Aðalheiður Helgadóttir í
Reykholti, Gísli Guðmundsson frá Torfastöðum, nú
búsettur á Þórisstöðum í Grímsnesi, Henrietta Osk
Gunnarsdóttir í Kistuholti og Karl Hallgrímsson í
Miðholti. Jón Hilmar Sigurðsson frá Úthlíð sýndi
kvikmynd, sem nefnd er Frá bæ til bæjar er hann tók
af bæjum hér í sveit á síðustu árum. Afhenti hann
Ungmennafélaginu tölvudisk með þessari mynd að
sýningu lokinni.
Annað atriði hátíðadagskrárinnar var fumsýning á
sjónleiknum Leynimelur 13 eftir Þrídrang á vegum
Leikdeildar Ungmennafélagsins 22. febrúar.
Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson
og hannaði hann einnig leikmynd og ljós.
Leikarar eru 13 og smíðuðu sjö þeirra og
tveir til viðbótar leikmynd. Aðrir
starfsmenn, sem tilgreindir eru í leikskrá
eru fímm, og hafa á hendi hvísl,
Ijósastjórn, búninga og saumaskap,
leikskrá og umsjón með leikhúseldhúsi, en
í boði er málsverður fýrir hverja sýningu.
Leikur þessi var áður settur á svið hér fyrir
40 árum í tengslum við 60 ára afmæli
Ungmennafélagsins. Einn leikarinn,
Sigurjón Kristinsson, lék skósmiðinn í
þeirri sýningu en leikur nú lögregluþjón.
Á sumardaginn íyrsta, 24. apríl, er fýrirhugað að
halda afmælishátíð í íþróttamiðstöðinni í Reykholti
að deginum og efna til hátíðar í Aratungu um
kvöldið.
Áform eru um eftirtalda viðburði: Vígslu
sparkvallar í Reyholti í vor, þrjá göngudaga í júní og
ball í Aratungu í ágúst eða september.
Hjá Litla-Bergþóri verður afmælisársins minnst
með því að riíja upp atriði úr sögu félagsins í öllum
blöðum á árinu.
Ungmennafélag Biskupstungna
Hundrað ára starfssaga
Aðstæður við stofnun
í upphafi 20. aldar var margt hér ólíkt því sem nú
er í byrjun þeirrar 21. Landið sunnan úr sporði
Skálholtstungu að vatnaskilum á Kili er hið sama,
en íbúarnir hafa á margan hátt sett mark sitt á það.
Flest umsvif manna og nýjungar hafa verið til að
bæta aðstæður til búsetu.
Litlar breytingar höfðu orðið á samgöngum frá
því fólk settist hér að um eitt þúsund árum áður.
Stórárnar þrjár, Hvítá, Tungufljót og Brúará, voru
óbrúaðar um aldamótin 1900 nema hrörlegur
timburfleki á þeirri síðasttöldu við Brúarfoss, en
þar var byggð ný brú, sem enn stendur, á fyrsta ári
eftir aldamótin. Mikið var gert í vegamálum
skömmu síðar, eða á árunum 1906 og 1907, til að
greiða för Friðriks konungs VIII. og fylgdarliðs
hans um sveitina ofanverða. Þá var byggð brú yfir
Hvítá á Brúarhlöðum og Tungfljót milli
bæjanna Brúar og Bryggju og ruddur vegur, sem
Litli Bergþór 10 ______________________________
unnt var að fara um með hestvagna, milli þessara
þriggja brúa. Þessi vegur varð hluti af hringvegi
frá Reykjavík, austur um Þingvöll og Laugardal,
suður Hrunamannahrepp, Skeið, vestur Flóa og
yfir Hellisheiði. Þá var farið að flytja aðföng og
afurðir á hestvögnum, en fólk ferðaðist áfram
gangandi eða ríðandi. Víða höfðu myndast götu-
slóðar eftir fætur manna og dýra og þá aðallega
hestanna.
Enginn sími, loftskeyti, útvarp eða þess háttar
var til og einu fjarskiptin var pósturinn, sem kom
öðru hvoru. Hann flutti sendibréf til og frá, tímarit
og blöð, sem fólk var áskrifendur að.
Hýbýli fólks voru víðast torfbæir með veggjum
hlöðnum úr torfi og grjóti og þaki sem var borið
uppi af stoðum og sperrum, sumsstaðar klætt með
hellugrjóti og oft skógarhríslum. Víða voru
bæirnir klæddir að innan með timbri á veggjum og