Litli Bergþór - 01.03.2008, Síða 11

Litli Bergþór - 01.03.2008, Síða 11
í lofti og sumsstaðar var timburgólf í baðstofum, þar sem flest fólkið svaf, og í „betri stofum“. Eldhús og búr voru víðast með óþiljuðum veggjum og lofti og eldað á hlóðum. Engar vatns- leiðslur voru til, og var vatn yfirleitt sótt í brunna, sem grafnir voru í jörð í námunda við bæinn, læki eða lindir. Skolp var borið út í fötum. Rafmagn var ekki til og ljós helst tólgarkerti og lýsis- eða olíulampar. Lífsviðurværi sitt hafði fólk af búskap. Búfénaðurinn var kýr, kindur og hestar. Af þeim fékkst mjólk og mjólkurafurðir, kjöt og annað ætilegt, ull í fatnað og sængurföt og skinn í skó og hlífðarfatnað. Allt var það unnið í höndum heima og matvæli varin fyrir skemmdum með salti, súrsun og reykingu. Hluta af ullinni var farið með í kaupstað til sölu, haustlömb voru rekin suður til slátrunar hjá þeim er þau vildu kaupa, og sauðir voru á tímabili seldir lifandi til útflutnings. Kartöflur voru ræktaðar til heimanotkunar í görðum við bæina og stundum eitthvað af öðrum garðávöxtum. Heyja til vetrarfóðrunar búfjárins var aflað af litlum túnblettum við bæina, sem skítur undan skepnunum var borinn á, og á engjum eða úthagaslægjum. Slegið var með orfum og ljám, sem þurfti að skerpa með því að slá eggina fram með hamri. Heyinu var hagrætt og snúið með hrífum til að það þornaði sem fyrst, síðan rakað saman og sett í sátur, sem unnt var að binda í bagga til að setja upp á hesta, sem báru þá heim í heygarð. Þar var heyinu hlaðið upp í fúlgur, sem voru huldar með torfi til að verja fyrir roki og regni. Hlöður voru farnar að þekkjast í byrjun aldarinnar en voru ekki algengar fyrr en meira en áratugur var liðinn af henni. Um þetta leyti eru innleiddar hér tvær nýjungar, sem breyttu miklu; þakjárn til að verja hús fyrir vatni og gaddavír, sem auðveldaði að friða tún fyrir beit á sumrin. Menntun fólks var ekki mikil á þessum árum. Fræðsluskylda barna 7-14 ára var komin á og var kennsla barna til 10 ára aldurs á ábyrgð heimilanna, en prestarnir áttu að fylgjast með að henni væri framfylgt. Skyldunámsgreinar voru lestur, skrift, stafsetning, reikningur, kristinfræði og með fræðslulögum 1907 er gert skylt að bæta við landafræði, og nokkrum einföldum söng- lögum, einkum við íslensk ættjarðarkvæði. í dreifbýli kenndu yfirleitt farkennarar, sem voru nokkra daga eða vikur á bæjum þar sem börn voru, og þangað komu einnig börn af nágrannabæjum. (1) íslandssaga í máli og myndum, bls. 298 - 299.} Nokkrir unglingar fóru í framhaldsskóla, sumir í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og aðrir í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Forverar Þegar líður á fyrsta áratug 20. aldar fara að sjást merki um félagslegan áhuga hér í sveit. Sögur fara af stofnun þriggja félaga á árunum 1906 og 1907. Gleggsta heimildin er um Unglingafélag Eystritungunnar, en frá stofnun þess og starfi segir einn stofnanda þess, Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum, í grein í riti Félags Biskupstungnamanna í Reykjavík, Inn tilfjalla III., sem kom út í Reykjavík árið 1966. Frásögn hennar hefst á þessa leið: „Síðla sumars árið 1906 komu nokkur ungmenni Eystritungunnar saman að Drumboddsstöðum til að ræða um félag er þau höfðu hug á að mynda. Frumkvæði að þessum samtökum átti Þorfinnur Þórarinsson á Drumboddsstöðum. Hafði hann vorið áður lokið námi við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, Þá var enn lítið um fræðslu barna og unglinga, enginn barnaskóli í sveitum og ekki unglinga.“ Viktoría Guðmundsdóttir á Gýgjarhóli hafði þá lokið námi í kennaradeild Flensborgarskóla og hafði Þorfinnur samráð við hana, og þau ræddu þetta við systkini sín og fleira ungt fólk á þessum Guðríður Þórarinsdóttir. heimilum og í nágrenninu. Guðríður greinir sfðan frá því hvaða kröfur voru gerðar til lærdóms barna á þessum tíma og hlutverk sóknarprestsins við að líta eftir að fylgt væri reglum í þessu efni. Kveður hún séra -------------------------------- 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.