Litli Bergþór - 01.03.2008, Síða 12

Litli Bergþór - 01.03.2008, Síða 12
Magnús Helgason hafa rækt þetta vel, fylgst með og hvatt til náms. Hann var prestur á Torfastöðum 1884 til 1905 en síðar skólastjóri kennaraskólans. Unga fólkið hafði tekið þessu vel. Ætla má að séra Magnús hafi verið búinn að undirbúa jarðveginn fyrir svona félag á einhvern hátt. Þorfinnur og Viktoría höfðu kynnst hliðstæðu starfi í skólunum og skipulagi félaga og fundarreglum. Ákveðið var stofna félag um haustið. „Og er sumarönnum var lokið var þegar hafist handa um undirbúning.“ Send voru boð til ungs fólks í Eystritungunni um að 3. nóvember yrði stofnað félag ungs fólks. Þá var engin brú á Tungufljóti og þótti því rétt að takmarka félagið við Eystrituguna. Undir kvöld þennan dag, sem hafði verið „bjartur og fagur“, kemur fólkið að vesturbænum á Drumboddsstöðum. Þar bjó þá Gróa Þorsteinsdóttir, f. 1852, en hún var ekkja Þórarins Þórarinssonar, f. 1848. Hjá henni voru fjögur börn þeirra: Þorfinnur, f. 1884, síðar bóndi á Spóastöðum, Sigríður, f. 1886, síðar húsmóðir í Austurey í Laugardal, á Kjóastöðum og víðar og Þorsteinn og Guðríður, tvíburar f. 1888, sem tóku við búskap af móður sinni. Guðríður segir svo frá upphafi fundarins: „ Fundurinn var settur og öll venjuleg fundarsköp höfð. Þorfinnur stýrði fundi og reifaði málið. Ræddi hann tildrög og tilgang þessa væntanlega félags. Lýsti hann málfundum, sem Þorfinnur Þórarinsson. haldnir voru í þeim skóla er hann hafði sótt, og taldi að þeir hefðu haft mjög þroskandi áhrif á hugsun og framfærni skólapiltanna. Kvað hann og tilgang þessarar félagsstofnunar einkum þann, að gefa unga fólkinu kost á að æfa sig í því að setja hugsanir sínar fram skýrt og feimnislaust í ræðuformi, æfa sig í því í hópi sinna líka. Á þessum samfundum yrði líka reynt að hafa um hönd fræðsluerindi, þótt það yrði að sjálfsögðu af skornum skammti og ófullkomið. Svo myndi líka verða skemmt sér við söng, dans og ýmsa leiki. Allir ungir hefðu gaman af því og hófleg Tilboðsgerð - viðhald hurðir - gluggar - timbur íbúðar- sumar- og stálgrindarhús Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari + byggingastjóri Sími 483 1965 og 894 4142 V____________________________________________________________________________J Litli Bergþór 12 _________________________________________________________________

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.