Litli Bergþór - 01.03.2008, Page 16

Litli Bergþór - 01.03.2008, Page 16
Litla-Fljóti hittist í Búðinni til að tala um snyrtivörur og undirföt í stað fittings og vinnuvéla? Viljum við að Margeir á Brú og séra Egill hjóli um sveitina á vespum í stað Flarley Davidsson?? Eigi skepnan að nýtast okkur til fulls, þá er ég ekki að tala um hreingerningar og barnauppeldi, því það getum við gert sjálfar, verður hún að lifa og hrærast í sínu náttúrulega umhverfi. Ekki væla í þeim um hrein- gerningar barnauppeldi og reikninga. Hvetjið þá til útiveru. Skítmokstur, snjómokstur og umfelgun á bílnum gerir þá hrausta og stælta. Ekki kvelja þá til að horfa á hrútleiðinlegar amerískar ástarvellur svo þið getið kúrt hjá þeim, við það verða þeir bara meirir og væmnir. Leyfið þeim að horfa á fótbolta, handbolta og formúlu með félögunum, þá verða þeir glaðir. Ekki pína þá til að drekka gulrótarsafa og herbalife þó að þið séuð í megrun, þá verða þeir bara slappir og sljóir. Gefið þeim heldur feitt két, slátur og smér. Og löðrandi feita kúamjólk þá halda þeir stöðugum glæsileika og fullri reisn. Umfram allt, ekki, alls ekki gefa þeim árskort á snyrtistofu Ólafar! því þá breytast þeir í, ja guð veit hvað! Látum hina sönnu íslensku karlmennsku ekki vera tákn liðins tíma. íslenski karlmaðurinn er og mun vonandi alltaf verða einhver dásamlegasta skepna sem Guð skapaði. Hann ber að varðveita. Takk fyrir. Guðrún S. Magnúsdóttir S Arsskýrsla Biömunarsveitar Biskupstungna fyrir árið 2007 Starfsemin á árinu var með nokkuð hefðbundnum hætti. Útköll og aðrar aðgerðir teljast vera 24, þar sem að komu 68 björgunarsveitarmenn. Þessi útköll og aðgerðir skiptast þannig að aðgerðir með bíl eru 16 talsins og sleðaaðgerðir eru fjórar. Einu sinni var gönguleit og á þremur stöðum mokuðum við snjó af þökum. Önnur verk sem við tókum að okkur var að við fluttum stóla frá Laugarvatni í Aratungu og til baka fyrir rekstrarstjóra Aratungu. Vorum við umferðarstjóm við Skálholt og í Bræðratungu við útför Sveins í Tungu. Dagana 30. júní til 1. júlí vorum við í hálendisgæslu á Sprengisandi. Á árinu varð sá merkisatburður að Björgunarsveitin Biskup , Björgunarsveitin Ingunn og Hjálparsveitin Tintron stofnuðu sameiginlega unglingadeild sem fékk nafnið Greipur. Þetta verður að teljast einn merkilegasti viðburður síðasta árs í samstarfi þessara þriggja sveita. Axel Sæland, Heiða Pálrún og Þórey Helgadóttir leiddu þetta fyrir okkar hönd. Þökkum þeim fyrir gott starf. Á stofndegi unglingadeildarinnar var opið hús hér hjá okkur þar sem við vígðum klifurvegginn. Félagsstarfið hefur verið svipað og undafarin ár. Flest öll mánudagskvöld er opið hús frá því í byrjun september til loka maí og hefur mætingin oft verið með ágætum þó stundum hefðu mátt vera fleiri. Námskeið voru um ferilskráningu og tetravæðingu. Bæði námskeiðin voru í samvinnu með hinum sveitunum. Eitt kynningarkvöld var haldið á vegum Leifs rakara um gps tækin. Á eitt kynningarkvöld var farið í Útilíf í Reykjavík. Fimm sleðaferðir voru famar, vegna snjóleysis var farið á Langjökul. Ein ferð var farin upp á Bláfell á bíl- num. Við enduðum svo vetrarstarfið um miðjan maí á Klettinum þar sem við komum saman, sötruðum öl og sögðum sögur. Árshátíð var haldin sameiginleg með Tintron og Ingunni og var núna í boði Tintronmanna og haldin á Gömlu Borg. Tókst hún með ágætum. Einn laugardag í október flokkuðum við dósir grilluðum og borðuðum saman um Litli Bergþór 16 ------------------------------------- kvöldið. Landsþing var haldið í Reykjanesbæ í maí, þang- að fóm fjórir fulltrúar. Fulltrúaráðsfundur var haldinn á Sel- tjarnarnesi 24. nóv., þangað fóru þrír fulltrúar. 80 ára afmælishátíð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var haldinn í Reykjavrk 29 janúar, þar mættu tveir úr Tungunum. Kvenfélag Biskupstungna fékk húsið lánað undir markað einn laugardag í sumar. Pizzavagninn er með sína aðstöðu hjá okkur þegar hann kemur í Reykholt, yfirleitt tvisvar í mánuði. Björgunarsveitin er samstarfsaðili um hátíðarhöldin á 17. júní með öðrum félögum hér í sveit. Að þessu sinni sá unglingadeildin um þann þátt fyrir okkar hönd og fórst það vel úr hendi. Flugeldasalan er í samstarfi við Iþróttadeild Umf. Bisk. Okkar hlutur er 70% af innkomu að frádregn- um kostnaði. í því felst að við sköffum húsið tilbúið undir sölu. Þetta árið þurftum við ekki að gera mikið til þess, en næsta ár má búast við auknum kröfum. Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar þakka öllum þeim sem lagt hafa okkur lið með einum eða öðrum hætti, en vil ég þó geta sérstak- lega þeirra Smára Þorsteinssonar og Rúnars Guðmunds- sonar, sem smíðuðu fyrir okkur klifurvegginn, og Steina í Bisk-Verk, sem aðstoðaði með efni og vinnu við að gera húsið löglegt til flugeldasölu. Stjórnarmönnum þakka ég samstarfið. Helgi Guðmundsson Stjórn Björgunarsveitar Á aðalfundi Björgunarsveitar Biskupstungna, sem haldinn var 16. febrúar, átti að kjósa formann, varaformann og meðstjórnanda. Helgi Guðmundsson í í Hrosshaga gaf ekki kost á endurkjöri sem formaður. I hans stað var kosinn Andrés Bjarnason, málarameistari, Miðholti 23 og bóndi á Stöllum. Varaformaður, Kristinn Páll Pálsson í Brekkuskógi, var endurkjörinn, en Runólfur Einarsson, Kistuholti 16b og bóndi í Birkilundi var kosinn meðstjórnandi. Arnór Karlsson, Bjarkarbraut 10, var endurkjörinn skoðunarmaður. Aðrir í stjórn eru Sigurjón Pétur Guðmundsson, Miðholti 1, gjaldkeri, og Axel Sæland, Sólbraut 5, ritari.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.