Litli Bergþór - 01.03.2008, Side 27
Kórinn sæll og brúnn eftir velheppnaða tónleikaferð að loknum síðustu tónleikum ferðarinnar í bænum Sorrento við
eyjuna Kaprí.
sér. Þegar búið var að finna út hvernig hægt var
að kaupa miða úr sjálfssölunum var haldið á brau-
tarpallinn sem var sem betur fer rétt hjá.
Þá rann upp fyrir ferðafélögunum að lestin átti
að leggja af stað 18:52 og klukkan á brautarpall-
inum sýndi akkúrat 18:52!
Tekið var á sprettinn með hrópum og köllum
og geystust nú allir að lestinni. Ekki mátti á
tæpara standa því að um leið og Aslaug hafði
sloppið inn fyrir lestardyrnar lagði lestin af stað.
Það sem eftir var ferðar var tíðindalítið. Um
kvöldið var haldið niður í Frascati til að borða á
fínu veitingahúsi. Því miður reyndist maturinn
hvorki standast væntingar né samanburð við
hótelið sem við dvöldum á. Raunar áttum við eftir
að miða flest hótel sem við dvöldum á eftir þetta
við höllina okkar góðu, Hotel Villa Tuscolana, og
fæst stóðust samanburð hvað varðaði þjónustu,
mat og glæsileik. Helst var fundið að því að
loftkælingu vantaði á flest herbergi og að múr-
brjótarnir byrjuðu snemma á morgnana.
Það er ágætis fæði í Frascat
og fært vegna ríms upp í vatnsfat.
Margir af þeirri vist
fengu allgóða lyst.
En aðrir áttu’ ekki raskat.
KK
Daginn eftir var haldið til Pompei þar sem rústir
gömlu borgarinnar voru skoðaðar. Eftir skemmti-
lega skoðunarferðina var sungið í kirkju heilagrar
Maríu sem var hlýleg og ríkulega skreytt kirkja í
Pompei. Síðan var keyrt til bæjarins Sorrento sem
liggur við Napólíflóa skammt frá eynni Kaprí.
Við komum á hótelið í miðbæ Sorrento þegar
nokkuð var liðið á kvöldið. Sem betur fór biðu
starfsmenn hótelsins með kvöldmatinn, en þeim lá
svo á að komast heim í háttinn að þeir hreinlega
hlupu um með diskana - stundum fimm talsins - í
fanginu.
Næsta dag var haldið út í eyjuna Kaprí og Blái
hellirinn skoðaður ásamt afskaplega fallegri
eyjunni. Sunnudaginn eftir þá voru haldnir tón-
leikar og tekið þátt í messuhaldi. Eftir það var
haldið í elsta vínkjallara Sorrento. Þarna slökuðu
menn á fram eftir kvöldi og kvöddu samferða-
menn okkar um stund, þau Elínu, Steingrím og
Val.
Næsta dag var keyrt alla leið frá Sorrento til
suðurodda Ítalíu. Þar tókum við ferju til borgar-
innar Messina á Sikiley þaðan sem við ókum
áfram til bæjarins Airceale á austurströnd eyjar-
innar. Þetta var tíðindalítil og löng leið.
Ferðafélagarnir voru snöggir upp um morguninn
enda langeygir eftir útilegu við sundlaugarbakka
og sólarströnd. Þarna var legið og flatmagað og
síðan farin stutt skoðunarferð til bæjarins
Taormina við rætur eldfjallsins Etnu.
Daginn eftir var haldið til Palermo, höfuðborg-
ar Sikileyjar, og þar nýtti eyðsluþyrstur hópurinn
sér tækifærið til að versla. Haldið var frá hótelinu
á hádegi daginn eftir og farið um borð í ferjuna,
La Superba, eftir stuttan skoðunartúr.
Komið var til hafnarborgarinnar Genúa kvöldið
eftir. Sjóferðin var hressandi, að vísu nokkuð
slæmt í sjóinn. Haldið var á hótel Poggia sem var
stutt utan við Genúa og var lítið og sætt með
ágætis mat. Eftir að hafa gist þar um nóttina var
slakað á um morguninn áður en haldið var til
flugvallarins Malpensa við Mílanó þar sem allir
kvöddu Hófý með koss og knúsi enda beið hennar
næsti hópur.
Þetta var búin að vera æfintýraleg ferð. Enda
búið að ferðast a.m.k. 3.230 km með Öskubílnum
og 1.500 km með ferju. Mikið um fallega staði og
söguríkar minjar.
Ferðin var eftirminnileg og margt skemmtilegt
gerðist sem mun ylja minningunni. Kærust er þó
samfylgd ferðafélaganna sem skópu ógleyman-
lega stemmingu og skemmtu hver öðrum á löng-
um rútuferðum með sögum, tækifæriskveðskap,
bröndurum og auðvitað söng, sama hvað á gekk.
Kærar þakkir fyrir mig.
Skúli
27 Litli Bergþór