Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Síða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Síða 3
Guðfínna Ragnarsdóttir: r "Ur ættanna kynlega blandi" Ættfræði í gamni og alvöru Ættfræðiáhugi, erfðir og ættir, erlent gjafasæði, óvissa og upprunaleit, mikilvægi ættar- tengsla, gamlar ættarsögur, munir og ljóð. Um það og ýmislegt fleira ræðir Guðfínna Ragnarsdóttir ritari Ættfræðifélagsins í erindi sem hún flutti í Ríkisútvarpinu í febrúar s.l. í tilefni 50 ára afmælis félagsins og birtist hér. Fyrir allmörgum árum kom iðnaðarmaður til foreldra minna til þess að inna af hendi lítið verk. Að gömlum og góðum sið bauð móðir mín honum upp á kaffi og pönnukökur og spjallaði við hann um heima og geima. Móðir mín, sem er ættfróð kona, spurði hann auðvitað hvaðan hann væri. Eg er nú að vestan, svaraði maðurinn. Nú og af hvaða ætt ert þú spurði móðir mín, og færðist nú öll í aukana, því hún er sjálf að vestan, og fannst þau sjálfsagt allt að því vera orðin skyld. Ja, það er nú ekkert merki- leg ætt, svaraði maðurinn. Ekkert merkileg, svaraði móðir mín um hæl, allar ættir eru merkilegar, hver á sinn hátt, og auðvitað merkilegar fyrir okkur sem af þeim erum komin. Ja, það er þá helst hún amma mín, svaraði maðurinn og ók sér vandræðalega á stólnum. Nú, hvað var merkilegt við hana? spurði móðir mín. Ja, hún átti sko níu börn, svaraði maðurinn. Hvað, það þótti nú ekki merkilegt í þá daga, hún móðir mín átti nú ellefu börn, svaraði móðir mín um hæl. Jú, svaraði maðurinn, og ók sér nú enn vandræðalegar á stólnum, en það var sko með níu mönnum! Guðfmna Ragnarsdóttir Útlit og einkenni, gáfur og gjörvi- leiki, verklegir og andlegir hæfileikar, gallar og kostir, allt erfist og blandast og gerir úr okkur þann einstakling sem við erum. Svo deila menn auðvitað endalaust um það hversu mikið í fari okkar séu erfðir og hversu mikið uppeldi og við því fæst víst seint endanlegt svar, en ætli það liggi ekki mikið í gömlu staðhæfíngunni sem höfundurNjálssögu setti ábókfell íyrir um 700 árum: “Að íjórðungi bregði til fósturs”. Alla vega sýna rannsóknir á eineggja tvíburum sem ekki hafa alist upp saman að þar eru á ferðinni tvær ótrúlega líkar mann- eskjur. MÞað var sko með níu mönnum" Erfðir og uppeldi Já, víst eru allar ættir merki- legar, hver á sinn hátt, eins og þessi litla saga sannar. Og öll erum við greinar á meiði einhvers ættartrés, hversu kræklótt sem það kann að vera. Og öll erum við orðin til “úr ættanna kynlega blandi” eins og prófessor Jón Helgason segir svo snilldarlega í kvæði sínu : “Til höfundar Hungurvöku” “Þitt nafn er sandkorn í hafsins hyl og heimtist aldrei að landi, þú vissir ekki að ég yrði til úr œttanna kynlega blandi. Ættareinkenni Og víst er erfitt að neita því að þrátt fyrir þann óendanlega margbreytileika mannlegra eiginleika og hæfileika sem verður til “úr ættanna kynlega blandi” þá virðast ýmsir drættir erfast sterkar en aðrir, jafnt jákvæðir sem neikvæðir, og gefa ættunum mismunandi ein- kenniogblæ.Sum- arættireinkennast af hagleik, útsjón- arsemiogdugnaði, aðrar ættir prýðir listfengi, skáldskapur eða tónlistargáfa og einstakl- ingar þeirra ætta gefa lífinu lit með sköpun sinni. Yfirsumum ættum svífurandi meðalmennskunnar meðan aðrar ættir eru áberandi í þjóðlífinu. Lauslæti kemur víða við í sumum ættum meðan drenglyndi og traust einkennir aðrar. En auðvitað getum við fundið dæmi um flestar manngerðir innan hverrar ættar eða eins og orðtækin segja: “Einn er laukur í ætt hverri” og “Einn er aukvisi ættar hverrar”, eða “Oft er grey í góðs manns ætt’’. En þótt einum verði hált á lífsins braut þarf það ekki að gilda fyrir alla. 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.