Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Qupperneq 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Qupperneq 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Agnes Guðfinnsdóttir (1850-1932) húsfreyja og Ijós- móðir á Ytrafelli á Fellsströnd. Fædd á Neðri-Fitjum Þorkelshólshreppi. Hún. gnæfir hvítur skjöldur Snæfellsjökuls. Hér eins og heima hverfur sólin í hafið. Leiðin liggur að Orrahóli á Fellsströnd, þaðan að Stóru-Tungu í sömu sveit. 1888 flytja þau að Ytrafelli þaðan sem sér yfir alla fegurð fjarðarins. Börnin fæðast eitt af öðru, sum lifa önnur deyja. Og baráttan er hörð, einnig hér. Munnarnir verða margir sem þarf að metta. Oft læðast börnin í hrossakjötstunnuna sem ekki geymir mannamat, en forboðna kjötið er svo skelfing gott og allir eru alltaf svangir. Og Fellsstrendingar taka þessum aðfluttu Norðlendingum vel, Agnes kemur með líknandi ljósmóðu rhendur og bjargar margri konunni úr barnsnauð. Fáir leggja meira inn. „Mjög til lasta hraður“ En það gengur á ýmsu þá sem nú. Björn bóndi hrasar á velsæmisstígnum og barnar vinnukonuna. Slíkt skilur eftir sig sár. „Því gastu ekki hundskast til að láta það þar sem þú ert vanur“, segir Agnes við bónda sinn sem hún á eftir að ala alls fimmtán börn og finnst hann því ekki þurfa að róa á önnur mið. Og hún dembir á hann vísunni sem á eftir að lifa meðal niðja hans um ókomna tíð og halda framhjáhaldi hans á lofti: Hmíta bastu meina mest mjög til lasta hraður. Þetta gastu gert mér verst guðlausasti maður. En böndin við Norðurlandið eru sterk, þar hríslast ræturnar um heiðar og dali öld fram af öld. Ljóðabréfin berast milli landshlutanna. Olafur faðir Björns er þreyttur á baslinu og þráir betra líf í ellinni. Ingibjörg kona hans er oft veik á sálinni og heilsulítil og víst er erfitt að segja skilið við Bæjarhreppinn þar sem hann hefur svo oft riðið blekfullur á sprettinum kveðandi vísur og kyrjandi ljóð. En nú er svo komið að hann efast um að hann hafi hey fyrir reiðhestinn sinn og þá er fátt til bjargar. Að Ingibjörgu konu hans standa að vísu sterkir stofnar. Daníel afi hennar var hreppstjóri á Þóroddsstöðum og svo er Daníel bróðir hennar dannebrogsmaður, hreppstjóri og stórbóndi áÞórodds- stöðum í Hrútafirði. En hann er nokkuð ölkær og hefur jafnan tvær brennivínstunnur á stokkum, aðra heima en hina niðri í naustinu. Það hefur sínar skýringar. Þau Daníel og Valgerður kona hans eru miklar mæðumanneskjur. Öll böm þeirra dóu í æsku nema einn sonur sem andaðist rúmlega tvítugur. Þau Daníel og Valgerður ólu upp Hannes, elsta son Ólafs og Ingibjargar, en einnig hann tók sjórinn eins og áður sagði. Gleðimaður Ólafur Björnsson var mikill gleðimaður og hesta- maður. Hann var með betri hagyrðingum sinnar samtíðar. Hann var fjörmaður og hagorður, segir í Dalamönnum. Honum þótti góður sopinn og Daníel Daníelsson dóttursonarsonur hans á Hvammstanga sagði mér að húsfreyjumar í Bæjarhreppnum hefðu beðið Guð að hjálpa sér þegar Ólafur Björnsson kom flengríðandi og syngjandi, oft um hásláttinn, með flöskuna á lofti. Þá vissu þær að þær væru búnar að missa eiginmennina út í buskann með Ólafi. „Ólafur Bjarnarson var meðalmaður á hæð með jarpt hár og skegg. Hann var kátur og fyndinn“, segir Agnes langamma mín um þennan tengdaföður sinn. Setta (Sesselja Bergþórsdóttir) sem bjó í Litlu Tungu á Fellsströnd, sá eitt sinn Ólaf Bjömsson og Hallgrím bónda á Staðarfelli fljúgast á blekfulla. „Það vom ljótu lætin“ sagði hún, en Hallgrími þótti líka sopinn góður. Um sjálfan sig yrkir Ólafur langalangafi minn: Eg var taliim eina stund eðlisjrír og glaður og get valið enn um sprund árahniginn maður. Á Engjaspottum einn ég lieyja og ekkert brestur mig, vœri komin menntuð meyja mœtti hún vara sig. http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.