Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Til Hólmfríðar sonardóttur sinnar yrkir hann: Þegar aldur þróast betur þrekið lífs og sálardáð Hólmfríður Agúista getur guðs og manna hylli náð. Og um Olaf, nafna sinn og sonarson yrkir hann: Drottinn styður drenginn sinn, dregst það varla undir. Lukkan við liann Lalla minn leiki allar stundir. Guðfinnur og Hólmfríður voru lengst af í húsmennsku á Fellsströnd en bjuggu í Litlu- Tungu 1881-1883. Guðfinnur dó 1894 fimm árum á undan konu sinni. Þau eru bæði grafin í gamla kirkjugarðinum á Staðarfelli og er máður, en þó læsilegur, legsteinn yfir Guðfinni. Hjá þeim er jarðaður lítill drengur, barnabarnabarn þeirra, móðurbróðir minn, sem Guðfinnur og Sigurbjörg, afi minn og amma, misstu í Litla-Galtardalnum. Rétt hjá hvíla svo langafi og langamma, Björn og Agnes, hlið við hlið, en Agnes fékk seinni mann sinn Helga Dagsson til þess að útbúa legstein yfir Björn. Valgeir Björnsson (1881-1935) bóndi á Ytrafelli, í aftari röð fyrir miðju, ásamt bróðurdætrum sínum frá Melum, þeim Jónfríði Olafsdóttur, annarri frá vinstri í fremri röð og Guðborgu og Agnesi Guðmundsdætrum sér við hlið. Jón Rögnvaldsson eiginmaður Jónfríðar situr í fremri röð. Börnin eru börn þeirra Jónfríðar og Jóns, þau Júlíana, Olafur, Guðmundur og Björnfríður. Olafur, sem er lengst til vinstri var fóstursonur Valgeirs og drukknaði ásamt honum 1935. Aftur norður Norðurlandið togaði hins vegar sterkt í Ólaf Björnsson, langalangafa minn, þótt allir þrír synir hans hefðu flutt vestur í Dali. Þessi mikli gleðimaður, hestamaður og hagyrðingur hefur sjálfsagt alltaf saknað góðu gömlu daganna í Hrútafirðinum og Strandasýslunni meðan hann var enn ungur og kjarkmikill. Og hann yrkir: Gleðin tingast gömlum hjá gremjan springur brýna. Nú vill hringanjörður sjá Norðlendinga sína. Ingibjörg Björnsdóttir (1880-1966) húsfreyja í Bclgsdal í Saurbæ ásamt manni sínum Magnúsi Guðmundssyni og Hólmfríði, Maríu og Jóakim börnum þeirra. Og þar kom að hann flutti aftur norður um 1880 og átti þar sín síðustu ár, býsna sáttur við sitt. Konu sína, Ingibjörgu, missti hann 66 ára gamla árið 1883. Ólafur lést 77 ára gamall árið 1898 og var hress fram undir það síðasta. Og áfram orti hann og drakk: Ekki er breytnin ektafín, eykst því margur vandinn, að svona skuli svelgja vín sjötugur karlfjandinn. Síðustu árin bjó hann hjá Ólínu dóttur sinni á Tannstöðum. Stuttu áður en hann lést 1898 var lokið smíði nýs íbúðarhúss á Tannstöðum og fólkið fagnaði með dansi og söng. En þá var bleik brugðið, Ólafur hættur söng og dansi og ofbauð bæði fínheitin á húsinu og tilstandið. Þá orti hann: Dýr er viður dýrt er smiði að halda. Lítt að styður lífsþörfum leikhúsið á Tannstöðum. Stuttu seinna hné hann niður, varð bráðkvaddur í stiganum í nýja húsinu. Hann var jarðaður á Prest- bakka þar sem grasið grær á ómerktu leiði hans. Giftust innfæddum Þegar 20. öldin gekk í garð voru þau öll horfin af sjónarsviðinu Norðlendingarnir og Húnvetningarnir Ingibjörg, Ólafur, Guðfinnur og Hólmfríður og sonurinn og tengdasonurinn Björn hvíldi einnig í kirkjugarðinum. Aðeins Agnes langamma mín var eftir af Norðanmönnunum og hún átti eftir að þreyja þorrann og góuna í rúm fjörutíu ár eftir lát Björns bónda síns. En Breiðafjörðurinn var fyrir löngu orð- inn hennar, þar átti hún lungann af sinni starfsævi og lífi og þar var hún umvafin börnum sínum og barnabörnum til hinstu stundar. Og „önnur kynslóð tekur við af hinni“ eins og Tómas sagði forðum. Af 15 börnum Björns og Agnesar, sem lögðu á heiðina forðum daga, komust http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.