Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Frændsystkinin Garðar Ingvarsson 8 ára og Ragnhildur Eria Þorgeirsdóttir 11 ára tylla sér á hestasteininn á hlaðinu á Núpsstað. Gamli bærinn, grasisgrónu húsin, gamla bænhúsið og ekki síst Filippus urðu þeim ógleymanleg minning og tengdu þau landi sínu og þjóð. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) dáin 1754 (50 ára) önnur kona hans. Sonur þeirra var: 2. Hannes Jónsson bóndi. Fæddur 1734 dáinn 1784 (50 ára). Hans kona var Guðrún Bjarnadóttir fædd 1732, dáin 1803 (71 árs). Sonur þeirra: 3. Jón „eldri“ Hannesson bóndi og hreppstjóri. Fæddur26. nóvember 1769,dáinn 13. ágúst 1841 (72 ára). Hann var talinn fróður og vel lesinn. Seinni kona hans var Margrét Þorláksdóttir fædd 1781. Þeirra sonur var: 4. Dagbjartur Jónsson bóndi. Fæddur 3. ágúst 1808, dáinn 25. júní 1863 (55 ára). Hans kona var Málmfríður Eyjólfsdóttir fædd 1803. Þeirra dóttir var: 5. Margrét Dagbjartsdóttir, fædd 25. september 1843, dáin 3. nóvember 1873 (30 ára) og var húsfreyja. Hennar maður var Eyjólfur Stefánsson, fæddur 7. janúar 1837, dáinn 11. maí 1885 (48 áraj. Þeirra dóttir var: 6. Margrét Eyjólfsdóttir, fædd 27. nóvember 1864, dáin 30. ágúst 1882 (17 ára). Heimasæta á Núpsstað og varð 15 ára ein af yngstu mæðrum á íslandi. Bamsfaðir hennar var Jón Jónsson fæddur 25. nóvember 1856, dáinn 26. september 1932 (76 ára). Þeirra sonur var: 7. Hannes Jónsson, bóndi og landpóstur. Fæddur 13. janúar 1880, dáinn 29. ágúst 1968 (88 ára). Hans kona var Þóranna Þórarinsdóttir fædd 14. maí 1886, dáin 8. september 1972 (86 ára). Þau áttu saman 10 börn og tóku tveir synir þeirra við búskapnum, þeir: 8. Eyjólfur Hannesson, fæddur 22. júní 1907, dáinn 23. júní 2004 (97 ára) og Filippus Hannesson fæddur 2. desember 1909 á Núpsstað. Hér situr Filippus í góðu spjalli við GuðFinnu Ragnarsdóttur ritstjóra Fréttabréfsins og hefur greinilega frá mörgu skemmtilegu að segja. A þau hlýðir ungviðið, því ekki má gleyma að kynna æskuna fvrir landi og lýð og fræða hana um helstu staði, atburði og persónur. http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.