Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Atta ættliðir á Núpsstað Á Núpsstað hefur Núpsstaðaættin haft búsetu í 8 ættliði eða allt frá árinu 1720 þegar Jón Bjarnason hóf þar búskap. Eftirfarandi ættrakningu hefur verið komið fyrir á Núpsstað ferðamönnum til fróðleiks og ánægju. Núpsstaður í Vestur-Skaftafellssýslu er austasti bær í Fljótshverfi og þaðan er talið að lengst og örðugast hafi verið að komast í kaupstað fyrr á öldum, en þá þurfti annað hvort að fara vestur á Eyrarbakka eða austur á Djúpavog. Núpsstaðarmenn veittu ferðamönnum fylgd yfir vötnin og Skeiðarársand meðan farið var á hestum. A Núpsstað er gamalt torfhlaðið bænhús, afar hlýlegt, sem mun að stofni til vera frá 17. öld. Það er í umsjá þjóðminjavarðar. Hannes Jónsson bóndi á Núpsstað, lengi landpóstur, ferðagarpur og vatnamaður var mörgum ferðalöngum vel kunnur enda ætíð vel tekið á móti gestum á Núpsstað. Þar er einstök náttúrufegurð og varla er nokkurs staðar á landinu eins heilleg mynd gamalla tíma, en þar standa enn á annan tug gamalla húsa af ýmsum gerðum og stærðum. Væri óskandi að þeim verði um ókomna framtíð sómi sýndur. Þeir sem leggja leið sína að Núpsstað eiga margir gott spjall við Filippus Hannesson bónda, en hann er nú einn eftir á bænum, síðastur sinna systkina, en Eyjólfur bróðir hans lést árið 2004, 97 ára að aldri. Mörg hinna tíu systkina frá Núpsstað hafa náð hárri elli. Elsta systirin Margrét er fædd 15. júlí 1904 og verður því 103 ára í sumar. Sjálfur er Filippus nýlega orðinn 97 ára og Eyjólfur bróðir hans náði einnig 97 ára aldri. Jón bróðir þeirra er 93 ára, fæddur 1913 og Margrét „yngri“ systir þeirra lést síðastliðið haust 96 ára. Dagbjört systir þeirra lést 92 ára 1998 og Málfríður lést 88 ára árið 2002. Það má því með sanni segja að langlífi systkinahópsins á Núpsstað sé mikið og ólíkt örlögum Margrétar ömmu þeirra, heimasætunnar á Núpsstað sem lést aðeins 17 ára. *** 1. Jón Bjamason fæddur 1696 á Geirlandi, dáinn í maí 1792 (96 ára). Hann var þrígiftur og var Guðlaug Gissurardóttir fædd 1704 í Öræfum, Hér situr Filippus Hannesson, 97 ára, bóndi á Núpsstað, óðali feðra sinna, milii gömlu grasigróinna húsanna sem prýða bæinn. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.