Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Page 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Page 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Dýrfirðingurinn Kristín Jónsdóttir greinarhöfundur og stolt amma Bjarka Jóns. Litli Bjarki Jón Höskuldsson, muðlandi kexköku, óvitandi um kirkjubyggingar, ættartengsl, nafnahefðir og stolta ömmu! sérkenni hennar. Þannig var hún upphaflega. Hún er nú í umsjá Þjóðminjasafnsins en sóknarpresturinn á Þingeyri, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, ber einstaka umhyggju fyrir henni og gætir hennar vel. Svo skemmtilega vill til að Fremribær, sem pabbi var fæddur í, stóð aðeins örfáa metra frá kirkjunni. Hans sér nú hvergi stað en andblær liðanna tíma í kyrrð dalsins hreif okkur á vit minninga um horfinn tíma og gengnar kynslóðir. Pabbi tengdist Þingeyrarkirkju á þann hátt að hann var formaður sóknamefndar um tíma, einmitt þegar endurbætur voru gerðar á kirkjunni. Margir telja Þingeyrarkirkju eina af fegurstu kirkjum landsins en Hraunskirkja á sér merka sögu í okkar vitund. Hún hefur verið musteri gleði og hátíðleika en einnig staður huggunar í miklum hörmum, bæði í móður- og föðurætt minni. Það varð því úr að Hraunskirkja varð fyrir valinu við skírn litla sonarsonar míns. Jón, eins og langafi „Ilmur var úr grasi og angan moldu frá“ þegar við gengum inn í helgidóminn í Keldudal 23. júní 2006. Dalurinn skartaði sínu fegursta, sól skein í heiði, gola þaut í stráum og lontur lónuðu í hyljum sem fyrr. Engu var líkara en lífið stæði kyrrt þessa stund sem við áttum þarna og að við værum komin tugi ára aftur í tímann. Liðnar aldir þokuðust nær í vitund okkar sem mundum byggð í Keldudal og þekktum sögu forfeðra okkar. Það var auðvelt að hugsa sér að fleiri væru með okkur en þeir sem sýnilegir voru. Kveikt var á kertum á altarinu, vatni hellt í skírnarskálina og Bjarki Höskuldsson borinn til skírnar. Þegar Guðrún Edda, prestur á Þingeyri, hringdi kirkjuklukkunni bærðu ýmsar tilfinningar á sér. Ég gat ekki varist því að hugleiða hvernig sá hljómur hefði látið í eyrum þegar dalurinn var fullbyggður og mannlíf í blóma, Hápunktur ættarmótsins var skírn litla Bjarka Jóns sem hér er í fangi fóðursystur sinnar Herborgar við hlið Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur sóknarprests á Þingeyri. Foreldrarnir Höskuldur og Sara standa stoltir hjá. ýmist hljómur fagnaðar eða feigðar en þetta litla byggðarlag færði ótrúlegar fórnir til sjós en einnig tók barnaveikin og ýmis slys ótæpilegan toll. Herborg, dóttir mín, hélt drengnum undir skírn og enn mögnuðust tilfinningarnar þegar Höskuldur skýrði frá nafni drengsins: Bjarki Jón skyldi hann heita. Barnið grét og grét þar til það var vatni ausið en þá brá svo við að það brosti út að eyrum. Ekki er ofmælt að kirkjugestir hafi sopið hveljur og tár blikað í augum svo óvænt var Jónsnafnið. Okkur sýndist jafnvel prestinum vökna um augu, ef við sáum þá ekki tvöfalt vegna táranna í eigin augum! Systurdóttir mín ber nafn pabba og mömmu en enginn drengur hafði áður verið skírður Jón eftir pabba. Höskuldur hefur þótt mjög líkur honum og því var vel við hæfi að hann léti heita eftir honum. Vígður landinu Við sungum við gítarundirleik undirritaðrar skírnarsálminn góða O, blíði Jesú blessa þú og Fylgd Guðmundar Böðvarssonar. Vildum með því vígja barnið landinu, binda það órjúfandi böndum við ættjörð og uppruna. Litli drengurinn sat á meðan í fangi móður sinnar íklæddur agnarsmárri skyrtu eins og bændur í Oberwaldhéraði í Sviss klæðast á sunnudögum en þaðan er tengdadóttir okkar. Þetta var dýrleg stund. Keldudalur er magnaður og gaman hefði verið að ganga þarna meira um og njóta fegurðar hans sveipaðri dulúð andartaksins. Ekki var okkur þó til setu boðið vegna áframhaldandi dagskrár og eftir að hafa dreypt á freyðivíni og notið þess að borða kransakökur og sörur í sólinni undir kirkjuveggnum lá ekki annað fyrir en halda til Þingeyrar á ný. - Ættarmótið var sett í Hraunskirkju um kvöldið og tókst það í alla staði frábærlega vel. Hvað mig og mína fjölskyldu áhrærir er þó ljóst að skírn Bjarka Jóns var hápunktur þess. Það eina sem skyggði á gleðina var að mamma, Elínborg Guðjónsdóttir, frá Arnamúpi í Keldudal, gat ekki verið með okkur á þessum gleðistundum, en hún er nú vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.