Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Guðfinnur Jón Björnsson (1870-1942) bóndi í Litla-Galtardal á Fellsströnd. Fæddur á KoIIsá í Strandasýslu. Fluttist fjögurra ára á Fellsströndina. Ólafur Björnsson (1873- 1904) bóndi á Melum á Skarðsströnd. Ólafur þótti mjög líkur Birni föður sínum. Guðfinns, hafði heldur ekki farið troðnar slóðir. Fyrri maður hennar var 33 árum eldri en hún. Sá hét Finnur Finnsson og hafði verið lausamaður fram á sjötugsaldur. Þau giftu sig og fóru að búa áLitla-Bakka og áttu saman einn son sem var hálfbróðir Guðfinns. Hann hét Finnur, oft kallaðu „Finnur gamli“ á Fitjum og varfæddur 1813, þá var Steinunn 33 ára ogFinnur maður hennar 67 ára. Finnur, maður Steinunnar, dó 76 ára þegar sonur þeirra var aðeins 9 ára. Þá var hjá þeim vinnumaður að nafni Helgi Björnsson, tíu árum yngri en Steinunn. Þau giftust og áttu tvo syni, Guðfinn langalangafa og Gísla. Það munaði því 43 árum á fæðingardögum eiginmanna hennar!! Og Helgi blessaður, vinnumaðurinn góði, faðir Guðfinns langalangafa, var nú aldeilis ekki við eina fjölina felldur. Hann átti fimm börn með þrem konum auk Steinunnar. Eitt fyrir hjónaband, tvö í hjónabandinu framhjá og eitt í seinna hjónabandi sínu, eftir að hann missti Steinunni. Hann átti son- inn Jón, sama ár og hann átti Guðfinn, sá var líka fæddur á Litla-Bakka aðeins þrem mánuðum á undan Guðfinni. Svo koma synir þeirra Steinunnar; Guðfinnur og Gísli. Síðan á hann tvo drengi með Bóthildi nokkurri en hún var vinnukona á Litla- Bakka hjá þeim Steinunni. Þeir hétu Jósafat og Helgi báðir fæddir á Litla-Bakka. Ári eftir að Steinunn deyr giftist Helgi aftur. Sú hét Guðrún Guðmundsdóttir og var 34 árum yngri en hann. Þau áttu einn son, Guðmund. Þá var Helgi um sextugt. En aðeins tveim árum síðar deyr Helgi. Já, það hefur svo sannarlega verið fjör í baðstofunum eða að húsabaki hér áður fyrr. Barna-Steinn Ekki var ástandið betra hjá honum langalangalangafa mínum honum Barna-Steini sem átti að minnsta kosti 23 börn með átta konum. Jóhanna Hólmfríður, langalangamma mín, kona Guðfinns Helgasonar, var dóttir Barna-Steins Sigfússonar Bergmanns frá Ægissíðu á Vatnsnesi. Hún þótti fjörug og mikil myndarkona og geysilegur göngugarpur þótt hún væri stutt og digur. Einar á Hróðnýjarstöðum átti einhverju sinni að fylgja henni frá Svalhöfða í Laxárdal og út að Vogi á Fellsströnd og átti hann fullt í fangi með að hafa við henni. Hún lést 70 ára að aldri 10. apríl 1899, fékk slag þar sem hún stóð í eldhúsinu í Vogi hjá dótturdóttur sinni og nöfnu og malaði kaffi. Guðfinnur afi minn skrifar í dagbókina sína 10. apríl 1899: „Amma mín dó í dag. Ég fann hana þegar ég kom heim úr Hólminum og gaf henni kaffi, sykur og rjól og var hún þá vel frísk og ánægð“. Svo skrifar hann nokkrum dögum síðar: „Út að Vogi og var þar við þegar amma sálaða var kistulögð“. Björg Magnúsdóttir, ljósmóðir frá Túngarði, fóstra móður minnar, var 11 ára þegar þetta gerðist. Hún sagðist muna vel eftir því þegar hún gekk með Soffíu mömmu sinni á ísnum fyrir framan Vog á leið frá Arnarbæli að Kjarlakstöðum og mamma hennar sagði að nú yrðu þær að tala lágt því Hólmfríður lægi á líkbörunum. Björg hafði þá nýlega fylgt Hólmfríði frá Arnarbæli og upp að Vogi, þá var hún mjög em og hress en bogin og útslitin í ellinni. Hver á sína sögu Já, þannig átti hver af þessum nýju Breiðfirðingum sína sögu af Norðurlandinu; Guðfinnur og Jóhanna Hólmfríður, Olafur og Ingibjörg. Og öll áttu þau það sameiginlegt að flytjast á eftir börnunum sínum í nýjan landshluta í leit að betra lífi, fjarri ógnum hafíss og kulda. Það átti ekki fyrir þeim Guðfinni og Jóhönnu Hólmfríði að liggja að fara aftur norður enda lítið þangað að sækja. Einkadóttirin Agnes þurfti þeirra með, með öll sín börn, enda ekkja á miðjum aldri, þá ófrísk að 15. barninu sínu. Og hún og Björn maður hennar sýndu foreldrum sínum svo sannarlega ræktarsemi og skírðu börnin sín í höfuðið á þeim: Guðfinnur, Hólmfríður, Olafur og Ingibjörg. Olafur kann að meta nöfnin og vefur þeim inn í vísur til barna sinna og barnabama: Um Ingibjörgu, sonardóttur sína, sem ber nafn Ingibjargar konu hans, yrkir hann: Gengur fjörg á gœfustig, gœði mörg fram býður. Augu förguð yndislig, Ingibjörg Kristfríður. http://www.vortex.is/aett 6 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.