Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Matthías Ólafsson (1855-1937) bóndi á Orrahóli á Fellsströnd. Fæddur á Hlað- hamri í Hrútafirði Strandasýslu. Fluttist vestur á Fellsströnd um þrítugt. níu upp, þar af settust sex að í Dalasýslunni. Guðfinnur afi minn bjó í Litla-Galtardal á Fellsströnd, Ólafur bróðir hans og síðar Guðmundur bróðir hans voru bændur á Melum á Skarðströnd, Flólmfríður varð húsmóðir í Vogi á Fellsströnd, Ingibjörg húsmóðir í Belgsdal í Saurbæ og Valgeir varð bóndi á Ytrafelli á Fellsströnd. Öll giftust þau innfæddum Dalamönnum og sé litið til næstu kynslóðar þá bjuggu Matthías og Gestur Guðfinnssynir á Ormssöðum, Ingólfur sonur Hólmfríðar bjó í Vogi, Jófríður dóttir Hólmfríðar var húsmóðir á Hallsstöðum, Ólafía dóttir Ingibjargar var húsmóðir í Belgsdal og Jóakim sonur Ingibjargar var bóndi í Belgsdal. Guðmundur sonur Jófríðar bjó síðan í Túngarði og í Skógum og Friðjón sonur hans er nú bóndi á Hallsstöðum en hann er barnabarnabamabarnabarn Ólafs og Ingibjargar! Ingibjargar, sem einnig flutti vestur hafa ættliðirnir runnið mun hægar fram. Hans Matthíasson bjó á Orrahóli og þar býr nú sonur hans Börkur, bamabarnabarn Ólafs. A Lyngbrekku í sömu sveit býr Sigurður Björgvin Hansson og Lára systir þeirra bræðra býr á A á Skarðsströnd. Bróðir Hans á Orrahóli, Matthías, var svo bóndi á Hömrum í Laxárdal. Sé litið til þeirra 130 ára sem liðin em frá því að forfeður mínir fluttu sig yfir að Breiðafirðinum hafa því tuttugu og einn afkomandi þeirra byggt að minnsta kosti 15 jarðir um lengri eða skemmri tíma og byggja nú þrjár af þeim sex jörðum sem enn eru í byggð á Fellsströndinni. Það var því góð búbót og góð ávöxtun sem Breiðafjörðurinn fékk með ungu landnemunum fyrir margt löngu. Matthías Ólafsson giftist Pálínu Dagsdóttur af Ormsætt, sem hér sést lengst til hægri ásamt bróður sínum Helga og systur sinni Herdísi. Öll voru þau systkinin í Hjálpræðishernum en Matthías faðir þeirra stofnaði söfnuð á Fellsströndinni sem náði mikilli útbreiðslu um tíma. Helgi Dagssou varð svo seinni maður Agnesar langömmu minnar og það var með Guðrúnu systur þeirra Dagsbarna sem Björn langafi minn átti barn framhjá. Góð búbót Sé litið til afkomenda Matthíasar, sonar Ólafs og Hans Matthíasson (1901-1987) bóndi á Orrahóli á Fellsströnd ásamt konu sinni Sigríði Halldórsdóttur og börnum þeirra Láru, Matthíasi og Ingu. Og þótt ótrúlegt megi virðast lifa ættarböndin enn og enginn velkist í vafa um skyldleikann þótt liðið sé á aðra öld frá því flestir sameiginlegir forfeður okkar héldu á vit hins óþekkta! Enn tala þeir um Björnsættina og gráu augun fyrir vestan. Og þótt óðum fenni í sporin er Breiðafjörðurinn samur við sig og breiðir út faðminn móti þeim sem þangað leita. Enn úar æðarfuglinn og selurinn mókir á skeri. Jökulinn ber við himin og sólin sígur í hafið, nú eins og forðum, þegar forfeður mínir af Norðurlandinu leituðu lífsbjargar við fjörðinn breiða. Hér bíður sagan við hvert fótmál, hér tala þúfur og steinar, strönd og haf. Hér er stór hluti minnar ættarsögu skráður, saga og örlög kvenna og karla sem flúðu hafís og óáran, heyleysi og harðindi og lögðu á heiðina í vesturátt í leit að betra lífi. Heimildir: Dalamenn, Strandamenn, Ljósmœöratal, Tröllatunguœtt, Ormsœtt, kirkjubœkur af svœðinu, manntöl af svœðinu, Enginn má undan líta eftir Guð- laug Guðmundsson, dagbœkur afa míns Guðfinns Jóns Björnssonar, handrit í minni vörslu með Ijóðum langalangafa míns Olafs Björnssonar, örnefnaskrá Sól- heima í Laxárdal, auk ótal munnlegra heimilda. http://www.vortex.is/aett 8 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.