Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Side 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Side 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Nautevri er eyðibýli og kirkjustaður á Langadalsströnd við innanvert ísafjarðardjúp. Sagnir eru um að sænaut hafi verið svo ágeng áður fyrr á Nauteyri að flytja hafi orðið bæinn úr stað og þangað sem hann stendur nú, fjarri sjó. (Ljósmynd Björn Jónsson) Galtahryggur, Vatnsfjarðasókn Látrar, Vatnsfjarðasókn. Nauteyri, Kirkjubólssókn Æðey, Snæfjallasókn Marðareyri, Staðarsókn Kvíar, Staðarsókn Hrafnsfjarðareyri, Staðarsókn Hesteyri, Aðalvíkursókn STRANDASÝSLA Svanshóll, Kaldrananessókn Bjarnarnes, Kaldrananessókn Kálfanes, Staðarsókn Steingrímsfirði Hvalsá, Fellssókn Hrafnadalur, Prestsbakkasókn Ný ættfræðibók Út er komin hjá útgáfunni PJAXI bókin Lífshlaup hjónanna Benedikts Þ. Gröndal, skálds og Sigurlaugar Gröndal. Höfundur er Guðfinna Lilja Gröndal. I bókinni rekur hún ævi hjónanna frá vöggu til grafar, greinir frá foreldrum þeirra. systkinum og fleiru. Þá eru ljóð til konu hans og barna, eftirmæli um þau. niðjatal með fjölda mynda, ýmis ljóð og fjöldi óbirtra handrita s.s. skáldsaga, leikrit, smásögur, ljóðsetning og fl. Bókin kostar 4.980 kr. en félagsmenn Ætt- fræðifélagsins fá 20% afslátt. Guðfinna Lilja Gröndal flytur fyrirlestur um þau hjónin Benedikt og Sigurlaugu á næsta félagsfundi Ættfræðifélagsins fimmtudaginn 25. janúar. Bókina má nálgast eða panta hjá PJAXA Suðurlandsbraut 6 í síma 5659320. Gleðilegt ár! Bókagjafir Ættfræðifélaginu hefur borist vegleg bókagjöf til minningar um Ingibjörgu Olgu Hjaltadóttur, frá börnum hennar, en Ingibjörg lést langt fyrir aldur fram 1996. Ingibjörg var mjög virk í Ætt- fræðifélaginu og fékkst mikið við ættfræði. Félagið þakkar höfðinglega gjöf og minnist Ingi- bjargar með hlýhug. Arngrímur Sigurðsson hefur fært Ættfræði- félaginu bókagjöf og þakkar félagið honum innilega fyrir gjöfina svo og alla aðstoð, áhuga og vinnu á liðnum árum. Fyrir þá sem ekki er það kunnugt þá var það Amgrímur sem hannaði merki Ættfræðifélagsins. http://www.vortex.is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.