Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 Halldór er einhleypur og getur gefið sig alveg að þessu. Nú er vinnuferlið þannig að hann símar bókina sína, eins og hún er hverju sinni, niður í Byggðasafn Amesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar fer það inn í tölvu sem Lýður sonur minn er með í Þjónustuhúsinu. Lýður prentar þetta svo eftir hendinni út fyrir okkur. Halldór er mjög mikils metinn meðal okkar sem þekkjum til verka hans. Eg tel hann alveg örugglega arftaka Guðna Jónssonar í því hvað hann er víðfeðmur ættfræðingur á þessu sviði, Amessýslu. Hann er með allar bækur, hann les Espólín og Snóksdalín eins og ég veit ekki hvað. Búendatölin eru akkúrat hans verk. Hann einbeitir sér að þeim. Bestu ættfræðingarnir eru þannig að þeir einbeita sér að einhverju ákveðnu efni. Eg er ekki þannig. Er þetta einungis bændatal? Fyrst voru þetta einungis nöfn ábúenda en nú eru konurnar komnar með líka. Ég gaf einhvern tíma Guðna Agústssyni Hraungerðishreppinn, hans hrepp. meðan hann var ráðherra, og hann sagði: Þetta er nú ágætt, en það er einn mikill ljóður á þessu, það vantar konurnar. Ég sagði við Guðna: Já, ég get komið með konurnar, en þá verðum við að fá styrk. Þetta komst til Halldórs Gestssonar og eftir tvö til þrjú ár var hann kominn með allar konumar líka! En nú er Guðni hættur sem ráðherra og styrkurinn bíður. Ef menn ætla að verða miklir ættfræðingar þá verða menn að geta gefið sig alveg að þessu og hvik- að hvergi og enga útúrdúra. Eins var það með Valgeir Sigurðsson. Hvernig kynntust þið Valgeir? I nokkur ár sátum við hlið við hlið á básum uppi í Þjóðskjalasafni og yrtumst ekki á, því það var ekki siður að leyfa neitt tal í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Allt slíkt var harla óvinsælt. Það var ekki fyrr en mörgum, mörgum árum seinna að ég átti símtal við Valgeir og við fórum rétt að talast við. Það var eiginlega sláturfélagsmál sem kom okkur saman! Valgeir var bóndi góður og mislíkaði eitthvað mjög við okkur Sláturfélagsmenn, en ég var þá kominn þar á innsta bekk. Hann hringdi í mig og talaði við mig nokkur vel valin orð. Svo að endingu þá finnst honum þetta of langt gengið og segir: Heyrðu; I skiptaskjölum Rangæinga er dálítið meira um hann Guðmund Jónsson bónda í Þórðarkoti og Kotferju, heldur en þig grunar. Þar er minnsta kosti önnur konan hans nefnd, sú sem ekki er nefnd í Sýslumannaævum. Ég fór auðvitað beint í Þjóðskjalsafnið. Fyrst fékk ég skiptabækurnar en þar stóð ekki neitt. Þá sá ég hvað Valgeir var kominn langt þegar skjalaverðirnir sögðu: Það væri kannski rétt að gá í skiptaskjölin. Þá fékk ég nokkra vafninga, bara eitthvað drasl, eins og það leit út, það eru skjölin sem þeir byggja skýrsluna á, og færa af í bókina. Þar sá ég það að þessi Guðmundur Jónsson átti sér fyrir konu Önnu Pall Lýðsson og Guðfínna Ragnarsdóttir ritstjóri sitja hér að spjalli og kræsingum á aðventunni. Við þetta borð vinnur Páll sín fræðistörf með útsýni yfír sléttur Flóans, þar sem sagan leynist við hvert fótmál. (Ljósmynd Elínborg Guðmundsdóttir) nokkra Arnoddsdóttur sem ættuð var úr sveitinni. Ég sá alveg hvaðan hún var. Hún hafði dáið snemma og sum börnin voru út af henni og önnur út af hinum konum Guðmundar. Þetta var miðkona Guðmundar og enginn þekkti lengur til hennar. En það sem mér þótti ennþá merkilegra var það að þarna hrutu með upplýsingar um öll böm Guðmundar. Þetta var út af skiptamáli hjá einu bamanna, Eyjólfi sem var giftur henni Emerentínu Guðmundsdóttur í Þjóðólfshaga í Holtum, og þess vegna þurfti að rúlla upp öllum systkinahópnum við einhver arfaskipti. Þá komu þarna endurrit úr fæðingarattestum þeirra allra, sem séra Páll Matthiesen á Stokkseyri hafði afritað úr kirkjubókunum 1785-1816, en þær bækur eru löngu týndar. Og ég komst að því að ég varð að endurskoða allt um Guðmund Jónsson. En þetta fór Valgeir að minnast á þegar hann var búinn að skamma mig! Hann ákvað að bæta við því sem hann vissi að ég hefði gott af að vita. Hefði hann ekki farið að skamma mig, hann Valgeir ættfræðingur á Þingskálum, þá vissi ég ekki ennþá um aðra konu Guðmundar Jónssonar bónda í Þórðarkoti og Kotferju. Það mundi enginn maður í heiminum vita um þetta. Svona er þetta. Þama sést hvað menn geta komist djúpt ef þeir kafa í þetta, en ég er ekki sá kafari. Ég hef lent í öðru og það mörgu öðru. Mamma þín var svona gífurlega ættfróð. Var pabbi þinn það Iíka? Nei hann var svona veraldlega sinnaður, hann var góður bóndi og duglegur, mikið í félagsmálum og virtur þar. Las eitthvað, svona hagfræði, ævisögur og annað slfkt. Hann var minnisgóður og sagði mér ýmsa hluti sem ég hef svo skrifað niður eftir honum. Hvað með fjölskylduna, deilir hún áhuga þínum? Ja, Lýður sonur minn vildi fara alveg sömu leið og ég og lærði sagnfræði til BA-prófs og er nú svona að fikta við þetta eftir því sem hann getur en hann http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.