Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 44) Bls. 193. Valdís Erlendsdóttir. Barnsfaðir Valdísar var og Jón Þorbjörnsson bóndi í Lindarbæ f. 19. ágúst 1791 d. 9. jan. 1852. Foreldrar Þorbjörn Þorkelsson bóndi í Sigluvík í Vestur-Landeyjum f. 1765 d. 2. apríl 1802 og kona hans Flelga Jónsdóttir síðar búandi í Lindarbæ f. 1764 d. 18. maí 1849. Föðurforeldrar Þorkell Jónsson bóndi á Glæsistöðum f. 1731 d. 2. júlí 1802 og kona hans Elín Jónsdóttir f. 1721 d. 13. okt. 1802. Móðurforeldrar Jón Sigmunds- son bóndi á Grímsstöðum f. 1729 og kona hans Guðrún Filippusdóttir f. 1729 d. 4. okt. 1812. Börn þeirra: Jóhannes f. 12. júlí 1843 d. 23. s.m., Jóhanna f. 12. des. 1844 d. 19. s.m. 45) Bls. 194. Árni Árnason. Foreldrar Árna Jóns- sonar bónda á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð voru Jón Magnússon bóndi í Syðrigróf í Flóa f. 1748 d. í júní 1807 og bústýra hans Margrét Árnadóttir f. 5. maí 1766 d. 1. okt. 1841 en ekki Jón Bergsson bóndi í Syðrigróf f. 1742 á lífi 1813 og kona hans Guðrún Jónsdóttirf. 1. okt. 1758 d. 8. sept. 1839. (Skiptabók Árnessýslu, Ábúendatal Villingaholtshrepps í Árnes- sýslu 1801-1981 bls. 141 og Halldór Gestsson fræði- maður á Flúðum). 46) Bls. 209. Teitur Gottskálksson. Ótalið er eitt barna hans, stúlka f. 1742. 47) Bls. 218. Guðmundur Oddsson. Ingveldur Arnórsdóttir tengdamóðir hans er sögð fædd 1718, en sú er þá fæddist var dóttir Amórs Guðmundssonar bónda í Hagavík í Grafningi og konu hans Þuríðar Jónsdóttur. (Manntalið 1729, bls. 629). Ingveldur á Læk var fædd 1728, dóttir Amórs Magnússonar bónda í Saurbæ í Holtum og konu hans Rannveigar Markúsdóttur. Sonur Guðmundar og Guðrúnar Páll bóndi í Réttarhúsum f. 7. júlí 1784 dó 1811, drukknaði. Dóttir þeirra Ingveldur sk. 9. maí 1797 dó 21. mars 1837, þá vinnukona í Gerðum í Vestur- Landeyjum. (Holtamannabók I bls. 542). 48) Bls. 227. Gísli Gíslason. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi á Miðfelli í Hrunamannahreppi f. 1740 d. 24. ágúst 1785 og kona hans Þuríður Ólafsdóttir f. 1737 d. 30. júlí 1787. Föðurforeldrar Jón Magnússon bóndi á Lambalæk í Fljótshlíð f. 1696 á lífi 1729 og kona hans Þuríður Gísladóttir f. 1706 d. 27. okt. 1785. Móðurforeldrar Ólafur Eyjólfsson bóndi á Lambalæk f. 1694 á lífi 1745 og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir ættuð af Vesturlandi. (Sögn Ingileifar Teitsdóttur (1884-1989) húsfreyju í Tungu í Fljótshlíð). Að Gísli sé fæddur í Gíslholti í Holtum, er ágiskun vegna þess að systir hans er fædd þar. (Upplýsingar frá Halldóri Gestssyni fræðimanni á Flúðum). 49) Bls. 233. Runólfur Þorbergsson. Föðurafi Elínar Bergsdóttur konu hans, Jón Árnason í Vælu- gerði í Flóa, var f. 21. apríl 1807, ekki 28. nóv. 1808. 50) Bls. 241-242. Steinn Guðmundsson. Sonur hans og Kristínar Magnúsdóttur konu hans, Guð- mundur bóndi í Kötluhól í Leiru f. 18. júlí 1812 d. 8. maí 1854 fyrr kvæntur Þórunni Kjartansdóttur, en síðar Ástríði Þorvaldsdóttur. 51) Bls. 243-244. Sigurður Sigurðsson. Sonur hans og konu hans Sigríðar Oddsdóttur, Jakob fyrr bóndi á Loftsölum í Mýrdal, en síðar húsmaður í Hólmabúðum undir Stapa f. 14. júlí 1835 á lífi 1890 fyrr kvæntur Kristínu Árnadóttur, bjó síðar með eða kvæntur Þórönnu Þorvaldsdóttur. 52) Bls.245. JónJónsson.MóðirSigríðarkonuJóns, eiginkona Sveins Sigmundssonar á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum var Guðrún Jónsdóttir, sjá 82. lið, um bls. 428. 53) Bls. 245. Þorsteinn Vigfússon. Móðir hans Anna Gísladóttir f. 1736 d. 2. apríl 1785. (Anna var síðast húsfreyja í Þverárkoti á Kjalarnesi, miðkona Jafets Þorsteinssonar f. 1741 d. 23. des. 1786). (Pétur Haraldsson: Dýjahlíðardropar, handrit). 54) Bls. 253. Sigurður Jónsson. Sonurhans og konu hans Guðbjargar Filippusdóttur Þórarinn vinnumaður á Minnivöllum í Landsveit dó 26. apríl 1785. 55) Bls. 261. Magnús Höskuldsson. Sonur konu hans Þjóðbjargar Guðmundsdóttur og fyrri manns hennar Jóns Olafssonar bónda í Hákoti var Guðmundur Jónsson f. 30. júlí 1791 d. 23. des. s.á. 56) Bls. 263. Finnur Jónsson. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi í Hólmaseli í Flóa f. 1753 á lífi 1811 og kona hans Vilborg Jónsdóttir f. 1764 d. 26. júní 1834. Föðurforeldrar Ólafur Jónsson bóndi á Mýrum f. 1719 d. 1772 og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir f. 1725 á lífi 1801. Móðurforeldrar Jón Jónsson bóndi á Efri-Sýrlæk f. 1721 d. 1785 og kona hans Ólöf Þorsteinsdóttir f. 1722 á lífi 1801. 57) Bls. 264. Jóhannes Magnússon. Magnús Jónsson bóndi í Haga faðir Jóhannesar var f. 12. júlí 1795. Foreldrar hans Jón Hjartarson bóndi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum sk. 20. des. 1758 d. 20. mars 1801 og kona hans Guðrún Hjaltadóttir f. 1757 d. 27. febr. 1824. (Holtamannabók I bls. 142-143). 58) Bls. 269. Guðmundur Guðmundsson. Sonur hans og konu hans Sólveigar Jónsdóttur var Jón bóndi á Syðrirotum undir Eyjafjöllum f. 30. sept. 1832 d. 28. maí 1910. 59) Bls. 269. Steinn Steinsson. Móðurfaðir Gróu Auðunsdóttur, Magnús Árnason bóndi á Indriðastöðum f. 1734 d. 6. maí 1805. 60) Bls. 277. Brandur Brandsson. Móðir hans var Þórdís Jónsdóttir seinni kona Brands Guðmundssonar, ekki Gunnhildur Pálsdóttir fyiri kona hans. 61) Bls. 281. Guttormur Bergsteinsson. Sonurhans og konu lians Gróu Þorsteinsdóttur var Bergsteinn bóndi á Árgilsstöðum í Hvolhreppi f. 1696 dó 1760. 62) Bls. 295. Ámi Þórarinsson. Dóttir hans og konu hans Herdísar Halldórsdóttur var Geirlaug húskona í Norður-Súluholtshjáleigu í Flóa sk. 24. febr. 1761 dó 4. des. 1819. 63) Bls. 296. Jón Eiríksson. Fyrsta barn hans og konu hans Þorgerðar Sigurðardóttur var Einar sk. 22. nóv. 1794 d. 28. nóv. s.á. 64) Bls. 321. Erasmus Villadsson. Móðir hans er nefnd Elsa Jensdóttir. http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.