Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 Leiðréttingar og viðbætur við Rangvellingabók Saman hafa tekið Valgeir Sigurðsson, Ingólfur Sigurðsson, Þorgils Jónasson og Ragnar Böðvarsson Árið 1982 kom út Rangvellingabók, saga jarða og ábúenda íRangárvallahreppi, skrif- uð af Valgeiri Sigurðssyni á Þingskálum. Almannarómur var að bók þessi væri eitt vandaðasta œttfrœðirit sem út hefði verið gefið á landi hér, en eins og höfundur tók fram í formála, var óhjákvæmilegt að í bók slíkrar gerðar slœddust ýmsar villur og hóf Valgeir að skrá leiðréttingar við einstök atriði fljótlega eftir útkomu bókarinnar. Valgeir varð bráðkvaddur í febrúar 1994, en bróðir hans Ingólfur hélt merki hans á lofti. Hann vann með Ragnari Böðvarssyni og Þorgils Jónassyni að viðbótum og leiðréttingum við handrit þau sem Valgeir lét eftir sig, en það efni birtist svo í fyllingu tímans í Landeyingabók, Landmannabók, Holtamannabók I og nú síðast Holtamannabók II. Er bók um Djúpárhrepp nú eina bókin í þessari ritröð sem á eftir að birtast almenningi. Auk þessa hélt Ingólfur áfram að vinna úr ýmsum vafaatriðum um ættfræði Rangvellingabókar og nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt í mars 2003 lét hann Ragnari Böðvarssyni í hendur handrit með ríflega 80 leiðréttingum. Olgeir Möller tölvuskráði síðan handritið og bar all margar upplýsingar þess saman við önnur gögn. Er honum hér með þakkað ágætt framlag og einnig skal Halldóri Gestssyni fræðimanni á Flúðum þakkað fyrir upplýsingar og góð ráð. Ragnar og Þorgils Jónasson hafa síðan bætt ýmsu við og er þess að vænta að þeir Iesendur Rangvellingabókar sem pistil þenna hafa við hendina leiðist nú síður á glapstigu í rakningu á ættum Rang- vellinga. Lagfæringar: 1) Bls. 4—5. Jón Bjarnason. Helga dóttir hans húskona á Völlum í Ölfusi f. 1775 d. 16. jan. 1841 giftist Guðmundi Einarssyni bónda á Riftúni í Ölfusi, Guðrún dóttir hans fyrr húsfreyja í Bakkakoti í Leiru en síðar í Kötluhól í Leiru f. 23. júní 1783 d. 5. mars 1838 fyrr gift Sigurði Sigurðssyni, en síðar Gunnari Bjömssyni, en ekki Gunnari Bjamasyni. (Skiptabók Ámessýslu 31. des. 1841, Halldór Gests- son fræðimaður á Flúðum). Barnsmóðir Jóns var Ingunn Magnúsdóttir síðar húsfreyja í Hildarseli í Hrunamannahreppi f. 3. maí 1763 d. 28. febr. 1858. Foreldrar Magnús Gunnhvatsson bóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi f. 1726 d. 23. maí 1803 og seinni kona hans Guðrún Magnúsdóttir f. 1728 d. 25. nóv. 1802. Föðurforeldrar Gunnhvatur Þorkelsson bóndi í Efra-Langholti f. 1693 d. 1759 og kona hans Guðný Gissurardóttir f. 1686 á lífi 1764. Móðurforeldrar Magnús Jónsson bóndi í Hrútafelli undir Eyjafjöllum f. 1689 og kona hans Helga Kálfsdóttir f. 1696 d. um 1777. Dóttir þeirra Guðrún húsfreyja í Snússu f. 6. júlí 1788 d. 14. apríl 1856 gift Jóni Jónssyni. 2) Bls. 6. Steindór Þórðarson. Sigríður Árnadóttir kona Steindórs varekki móðir Árna ,funa’Þórðarsonar í Rafnshúsum. Sigríður móðir hans var dóttir Árna Tómassonar og Guðrúnar Sveinsdóttur og giftist Erlendi Ólafssyni bónda í Ásmúla. (Sjá nánar í Land- mannabók bls. 401). 3) Bls. 14—15. Magnús Bjarnason. Sonur þeirra Hólmfríðar sem fæddur var 29. okt. 1801 og bjó í Efri-Gegnishólum hét Bjarni en ekki Magnús. Barnsmóðir Magnúsar var Guðrún Ólafsdóttir síðar húsfreyja í Vatnskoti í Þykkvabæ f. 1768 d. 17. jan. 1835. Foreldrar Ólafur Magnússon bóndi í Efraseli í Hrunamannahreppi f. 1714 d. 23. sept. 1788 og Þóra Jónsdóttir seinna húsfreyja í Vatnskoti f. 1738 d. 12. okt. 1799, að öllum líkindum systir Fjalla-Eyvindar. Föðurmóðir Guðrún Þorvaldsdóttir húsfreyja í Skip- holti í Hrunamannahreppi f. 1693. Dóttir þeirra: Halldóra f. 3. maí 1797 d. 11. s.m. 4) Bls. 15 og 18. Guðmundur Benediktsson. Föður- afi Guðrúnar konu Guðmundar, Magnús Ólafsson bóndi á Kirkjulandi, var fæddur 1702, ekki 1727. 5) Bls. 16. Jón Ófeigsson. Móðir Jóns, Hallbera Jónsdóttir húsfreyja í Stórumörk var dóttir Jóns Jóns- sonar bónda í Dalskoti f. 1726 á lífi 1801 og konu hans Sigríðar Gunnarsdóttur f. 1740 d. 28. júlí 1829. Kona Jóns, Gróa Jónsdóttir, dó 12. nóvember 1879, ekki i. nóvember 1879. 6) Bls. 18. Sigurður Þorsteinsson. Sonur hans, Sigurður bóndi í Ytrihól f. 22. júlí 1819 dó 28. okt. 1880. 7) Bls. 19. Magnús Hermannsson. Tengdamóðir hans, Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Fíflholtshjáleigu f. um 1792 var dóttir Jóns Magnússonar bónda á Norður-Götum í Mýrdal f. 1759 d. 23. ágúst 1811 http://www.ætt.is 17 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.