Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 Á loftinu Ieynist margur fróðleikurinn og Páll ratar hikstalaust að bókum og blöðum sem teygja sig upp í þaksperrrurnar. er í fullu starfi sem forstöðumaður Byggðasafnsins. Hann hefur hjálpað mér mikið. Hin eru einnig jákvæð öll í þessu. Konan mín, Elínborg Guðmundsdóttir, sem er ættuð úr Húnavatnssýslunni, lauk nýlega við örnefnasafn Þorfinnsstaða í Vestur-Hópi. Annars segist hún hafa orðið ofmetuð af ættfræðinni sem slíkri meðan móðir mín var á lífi. Ert þú ættaður héðan frá Litlu-Sandvík? Já, já, í marga ættliði, síðan 1793. Þá kom hingað Brynjólfur Björnsson vefari, kom hér með Halldóru konu sinni, þau kynntust greinilega úti í Þorlákshöfn þar sem hann var fósturbarn. Hann lifði nú ekki lengi og hún giftist aftur og átti soninn Guðmund sem hérna var myndarbóndi og náði í konu austan úr Gaulverjabæjarhreppi. Sonur þeirra var Þorvarður Guðmundsson sem var efalaust mikilmenni en hafði sína vankanta, hann var drykkfelldur og einn af þeim hreppstjórum sem áttu böm þegar þeim sýndist. Það er myndarfólk sem af honum er komið og öllum hans konum, giftum og ógiftum. Af hvaða þekktum ættum ert þú? Víkingslækjarætt. Ættimar hérna hafa hver sinn svip. Það er sagt um menn sem komnir eru af henni, að þeir fáist mikið við sagnfræði og ættfræði hverskonar. Aftur á móti var sagt um Bergsætt að hún væri fádæma söngvin og að margt afbragðsmanna í tónlist væri af henni. Önnur ætt sem var mjög söngvin var Bolholtsættin gamla og af henni eru Birtingar og Reykjamenn á Skeiðum. Allir þekkja nú hinn magnaða tónfrömuð Sigurð Agústsson í Birtingaholti sem samdi þjóðsöng okkar Arnesinga. En það er annað í þessu. Sigurður í Birtingaholti átti líka að sækja inn í Thorarensensættina, vegna þess að Móeiður móðir hans var dóttir Skúla Thorarensens læknis á Móeiðarhvoli. Það voru ákaflega góðir söngmenn, Skúli og Bjarni bróðir hans skáld og amtmaður. Það eru til sannanir um það. Guðni sagði líka að Bergsætt væri fræg fyrir lauslæti. Fremra- Hálsættin var sögð ennþá lauslátari svo maður taki bara eitt hliðardæmi. Það væri gaman að spá í hvemig ættir eru. Stundum eru miklar smíðaættir. Ég er hérna hinu megin við túnið með Stóru-Sandvíkurmenn sem eru sex- til sjömenningar við mig. Þar hefur smíðanáttúran verið ríkjandi alveg frá því sá fyrsti úr ættinni kom hingað 1828. Sá var bæði kirkjusmiður og bátasmiður. Síðan eru alltaf smiðir að stinga upp kollinum í þeirri ætt og sumir harla góðir. Hvernig nýtir þú þér ættfræðina í daglegu lífi? Ættfræðin er eiginlega svona stoðgrein við sagnfræð- ina. Það er enginn sem kemst nálægt héraðssög- unni nema hafa einhverja innsýn í ættfræðina. Annars hef ég nú heldur reynt að passa mig á ættfræðinni, en hún er rnjög nauðsynleg og ég nýtti mér hana óspart eftir að ég var kominn í félagsmálin. Ég vissi hvenær var óhætt að skanrma mann í áheym hins þriðja. Þeir mættu ekki vera svo skyldir að sá þriðji færi að taka upp handskann fyrir þann sem atyrtur var. Ég held að sumir vinir mínir hafi fallið í þessa gryfju af þekkingarleysi. Eitt sinn skammaði einn vinur minn mann á fundi en fundarstjórinn var ein- mitt bróðir þess sem skammaður var. Ekki tók samt fundarstjórinn orðið af formælandanum en lét hann heyra það á eftir. Hvað með heiðarleikann? A maður að vera trúr fræðunum? Þetta er vandmeðfarið því sumir ljúga sig eða reyna að Ijúga sig inn í ættir. Þetta er víða í ættartölum. Þar er sagt að þessi og þessi prestur sé reyndar faðir þessa og þessa merkismanns og presturinn hafi verið neyddur til þess að fá einhvern til að taka faðernið að sér. Mér finnst þetta oft vera hreinasta lygi. Stundum er það þannig að það eru líkindi með mönnum af tveimur kynslóðum. Það þarf ekki annað en að menn séu snoðlíkir. Stundum var sagt um Hriflu Jónas að hann væri sonur Péturs Jónssonar prests, seinast á Kálfafellsstað, en hafði verið prestur í sókninni sem Hrifla var í. En málið er það að menn vilja stundum ekki viðurkenna að mikilmenni geti verið út af venjulegu fólki. Þú sagðir mér áðan að þú nýttir tímann vel. Hefurðu alltaf gert það? Já, alveg þangað til upp á síðkastið, mér finnst ég þurfa að sofa svolítið á daginn, halla mér klukkutíma og klukkutíma, mér leiðist þetta, en svona verður þetta bara með árunum. Nei, ég held ég hafi erft þetta af móður rninni sem var ákaflega snjöll að skipuleggja sinn tíma. A stóru heimili vann hún allt fumlaust og þannig hef ég reynt að hafa þetta. Ég hef reynt að vinna fyrir sjálfan mig á kvöldin. http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.