Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 11
ákveðinn tíma að venjast efninu, sem unnið er með.“ —• Börn geta búið til ýmislegt úr leir. Hvort er þá meira þroskandi fyr- ir þau aÖ móta ýmsar hugmyndir é8a móta eftir ákvéönurn fyrirmyndum? „Börn á þessum aldri eiga ekki að móta eftir ákveðnum fyrirmyndum, það kemur ekki fyrr en seinna.“ — HvaÖ fleira vildir þú segja um þessar námsgreinar, og á hvern hátt geta foreldrar orðíð börnum sínum bez.t aÖ liSi við myndlistarnámið? „Það er margt, sem hægt væri að nefna og mun ég hér aðeins drepa á fátt eitt. Þessar námsgreinar hafa ekki enn skipað þann sess, sem þær ættu að hafa á námsskrá barnaskólanna. Að- búnaði til myndlistakennslu hefur yf- irleitt verið mjög ábótavant. Sumir skólar hafa t. d. enga sérstaka stofu til þessarar kennslu, en aðrir hafa stofur, sem uppfylla alls ekki þær kröfur, sem gera þarf til slíkra húsakynna, eru of litlar og vantar heppileg húsgögn og efnisgeymslur. Þá álít ég, að nemenda- fjöldi í hverri kennslustund sé óhæfi- lega mikill 27—32 böm. Það er ekki mikill tími, sem kennarinn getur not- að til að leiðbeina hverjum einstökum nemanda. Hópkennsla er auðvitað mest notuð, en ég álít, að kennarinn verði að kynnast nemandanum sem bezt, eigi árangur kennslunnar að verða góð- ur. 15—18 nemendur væri hæfilega stór hópur í kennslustund. Margt fleira væri auðvitað hægt að segja um þetta atriði. Foreldrar ættu að hvetja börnin til þess að teikna, mála og móta heima. Börnin ættu að eiga góða liti og teikni- pappír, svo og plastleir til mótunar. Kostnaðurinn við að eignast þetta er ekki mikill, og þeim peningum, sem i það fara, er vel varið. Það liggur í augum uppi, að barnið verður ekki leikið í því að mála og teikna, ef það gerir það aðeins þessar 70—80 mín- útur vikulega, sem áætlaðar eru til þessa á stundaskránni. Munið, að æf- ingin skapar meistarann.“ FORELDRABLAÐIÐ 9

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.