Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 23
Helga Magnúsdóttir:
Skyggnzt um í skólum
Hamborgar
Erindi flutt í Melaskóla 25. nóv. 1962,
á aðalfundi Stéttarfélags barnakennara
í Reykjavík.
Ég vil taka það fram nú þegar, að
það, sem ég segi frá Hamborg, er aðeins
það, sem ég hef séð og heyrt orlofsár
mitt 1959—60.
Eins og við vitum, er Freie und
Hanse Stadt, Hamburg, eitt af sam-
bandslýðveldum Þýzkalands. Hamborg
er því sjálfstæð í sínum málum, og má
ekki álykta, að það, sem sagt er frá,
eigi við allt landið, heldur þetta eina
ríki.
Margt af því, sem ég sá þama og
heyrði, fannst mér athyglisvert, annað
alls ekki. Ég geri ráð fyrir því, að það,
sem ég man til frásagnar í dag, tilheyri
því athyglisverða, hinu hef ég víst al-
gjörlega gleymt og kastað því í hið
étæmandi góða djúp, gleymskunnar
haf.
Þegar útlendingur á að fara í heim-
sókn í skóla í erlendri borg, hlýtur hans
fyrsta verk að vera að leita uppi göt-
Una og finna húsið. Beinist því athygl-
ln fyrst að skólahúsunum ytra séð.
Éinnst mér því ekki úr vegi að gefa af
þeim örlitla mynd í upphafi, því að
vel eru þau þess verð.
Skólahúsin eru öll yfirleitt ný, þ. e.
a- s. byggð eftir 1950, sárafá em til frá
því fyrir stríð.
Allt er gert til þess að gera þau hent-
ug til kennslu og aðlaðandi um leið.
Áður fyrr voru skólahúsin byggð allt
að 5 hæðir og kjallari. Geta má nærri,
hversu mikill tíma fór í að komast inn
og út, enda slíkt og þvílíkt óþarfa slit
á kennumnum, eins og einn kennari
komst ,að orði við mig.
Eftir 1950 hefur því mestmegnis, að
ekki sé sagt eingöngu, verið byggð einn-
ar hæðar hús á stórum og rúmgóðum
lóðum. Hverjar 2 kennslustofur hafa
sameiginlegan gang. Sé nú skóli tví-
lyftur, þá em 4 kennslustofur um sama
gang. Allir gluggar em feiknastórir,
bæði á göngum og kennslustofum.
Það, sem einna fyrst vakti athygli
mína, er inn í skólastofu kom, voru
gluggarnir, af því að þeir vom á tveim-
ur veggjum stofunnar. Suðvesturglugg-
ar frá lofti og svo gott sem niður í gólf,
en að vísu voru undir þeim lágir ofnar
eða þá skápar. Gagnstætt þessum
gluggum vom svo lágir gluggar uppi
undir lofti. Undir vegg þeirra voru oft
og einatt korktöflur. Skólataflan er svo
FORELDRABLAÐIÐ 21