Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 28

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 28
kennslustofu sinni úti í glugga eða á kennaraborði. En nú verða börnin sjálf að annast vökvun og hirðu blóm- anna. Algengt var líka að sá í þar til gerða potta sumarblómum. Þá er tæki- færið notað og kennt um allt þar að lútandi. Fiskabúr voru og algeng í göngum og yfirleitt önnuðust drengir úr elztu bekkjum hirðu og gegningar á þeim. Allt er reynt til að glæða skól- ann lífi. Ótalda á ég eftir enn eina grein í sambandi við fyrstu byrjendur, en það er „Schulkindergarten“ þ. e. skólaleik- skólinn. Eins og nafnið ber með sér, tilheyrir hann skólanum. 1 þennan skóla, eða öllu heldur deild, eru látin óskólaþroskuðu börnin, svo og þau, er síðar koma í ljós í bekkjunum, og virð- ast að einhverju leyti ekki geta fylgzt með hinni almennu kennslu. Við þessa skóla starfa þar til menntaðar fóstrur í samráði við skólastjóra, og vinna þær undir ströngu eftirliti. Ekki virtist standa á skilningi for- eldra, ef barn þeirra þurfti að sækja þessa deild skólans, og á leikvelli voru börnin ásamt hinum skólafélögunum, ef skólaleikskólinn var í sama húsi. Hjá hvorugum aðila virtist því niður- læging vera fólgin í því að sækja þessa deild, heldur gagnkvæmur skilningur. Gæti ég trúað, að skólaleikskólastarfið hefði þar drjúgum hjálpað til. Eftir á að hyggja finnst mér hann með því at- hyglisverðasta í skólastarfinu. En áður en ég lýk máli mínu, vil ég drepa á eitt tariði, sem vel er þess vert, að því væru gerð betri og gleggri skil en með einni eða tveimur setningum, enda virtist mér það vera mikið brýnt fyrir kennurum og kennaranemum í ,,Das Institut fúr Lehrerfortbildung“. Okkur er það reyndar að engu 26 FORELDRABLAÐIÐ ókunnugt. Það er: Hvernig veitum við hinu einstaka bami athygli og hvemig reynum við að kerma því? Mjög fljótt, hvað námsgetu snertir, verða okkur ljós afburðabörnin, þau duglegu í bekknum, og jafnframt þau getuminni. Margir sérmennta sig og sérhæfa fyr- ir kennslu þeirra síðar nefndu, sem nauðsynlegt er og sjálfsagt. En hvað er gert fyrir miðlungsbörnin. Minnumst þess, að þau eiga líka sinn rétt til kennslu. Og oft reynast þau og verða nýtustu og þörfustu þjóðfélagsþegn- arnir. En út fyrir landsteinana þurfum við ekki að fara til að fá vissu fyrir því, að í öllu kennslustarfi er sama barátt- an, baráttan fyrir því, að allir fái lært og fái kennslu við sitt hæfi, til þroska í starfi, uppörvunar í getu og árang- urs í námi. „Hin Ijúfa sönglist leiðir á lífið fagrán blae."

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.