Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 22

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 22
SAMVINNA HEIMILA OG SKÓLA Viðtal við GuSmund Magnússon, skólastjóra Laugalækjarskóla. Nú eru nýlega afstaSnar skólasýn- ingar, sem haldnar voru í tilefni aldar- afmœlis lögbóSins skólahalds í Reykja- vík. — Telur þú æskilegt, að skólinn hafi sýningar á vinnu nemenda? „Já, ég tel æskilegt, að efnt sé við og við til sýninga á vinnu nemenda. í því sambandi vil ég benda á, að sýningin þarf ekki endilega að ná yfir allan skól- ann. Einstakar deildir og aldursflokkar gætu t. d. haft sýningar sér.“ -— örvar þa'Ö ekki nemendur í starfi aÖ vita, aÖ vinna þeirra verÖur sýnd almenningi? „Jú, ég tel það. Það er þroskandi fyrir nemendur að stefna að ákveðnu marki, setja sér ákveðið markmið. Sýn- ing getur a. m. k. verið hluti af því. — Hvernig var aösókn aÖ sýningu nemenda Laugalækjarskóla siÖast HÖiÖ vor? „Hún var mjög mikil.“ ---Hafa foreldradagar skólans gefiö góÖa raun? „Ég svara því játandi. Foreldradag- ar skólanna eru raunhæfasta leiðin til eflingar samvinnu heimila og skóla. Sumir foreldrar hafa látið í það skína, að einn foreldradagur á skólaári sé of lítið. Ég hef svarað því til, að í raun og veru séu allir kennsludagar foreldra- dagar í vissum skilingi. Aðstandendur nemenda eru vel- komnir hingað í skólann, hvenær sem er, til viðræðna við okkur um skjól- stæðinga sína.“ — Hvdö fleira viltu segja um þenn- an þátt skólastarfsins? „Sumir kennarar hafa haft sérstaka foreldrafundi á kvöldin eða um helg- ar. Sjálfur hef ég nokkra reynslu í þessum efnum, og er hún góð. I sam- bandi við slíka fundi getur verið heppi- legt að hafa sýningu á bóklegri og verklegri vinnu nemendanna. Aðsókn foreldra að foreldradeginum staðfestir, að þeir kunna að meta þessa viðleitni skólanna til að koma á auknu, raunverulegu samstarfi heimila og skóla. Mesta aðsókn hér í fyrra í ein- stakri deild var 96,9%, sú minnsta 55,6%. I skólanum voru þá 524 börn. Foreldrar 400 barna mættu eða 76,3%.“ 20 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.