Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 17
grein kennslumála tekin inn í fræðslu-
lög. Þar segir, að skólahverfi með 10
þúsund íbúa skuli hafa sérkennslu fyr-
ir böm með sljóa greind. Að sjálfsögðu
voru þessi lög ekki fullnægjandi
ákvörðun um þessi mál. „Hjálpskola-
föreningen" vann að því við fræðslu-
yfirvöldin, að reglugerðir yrðu settar
um ýmislegt, sem snerti þessi mál, og
raunar var víða komið til framkvæmda.
Þessi reglugerð var sett 1952. f henni
er að finna ákvæði um barnafjölda í
hjálpar- og sérdeildum, sem ákveðinn
er þar 10—15 börn, stundafjölda þann,
sem hinum ýmsu fögum er ætlaður á
stundaskrá, laun og vinnutími kennara,
menntun þeirra og margt fleira.
Samkvæmt lögunum frá 1921 voru
aðeins 10 staðir í landinu, sem þurftu
að koma á hjá sér sérkennslu. Við reglu-
gerðina frá 1952 og ný fræðslulög 1958
verður sú breyting, að reglur um hjálp-
arskóla gilda í 22 borgum, 20 kaup-
stöðum og 4 fræðsluhéruðum í sveit-
um. Þrátt fyrir þetta og margt annað,
sem gert hefur verið, eru Finnar ekki
ánægðir og hyggja á frekari umbætur.
Það er talið, að þeir séu mjög vel vak-
andi um þessi mál og fylgist vel með
því, sem gerist í grannlöndunum í
kringum þá á þessu sviði. Sennilegt er,
að þeir hafi löngu komið auga á, að
þeim peningum er vel varið, sem til
þessara mála er veitt.
Svíar skipuleggja þessi mál langt
fram í tímann. Þeir reikna út þörfina
fyrir aukna kennslukrafta, vegna auk-
ins nemendafjölda og fleira, sem við-
víkur þessu starfi. f nefndaráliti
sænskrar skólamálanefndar frá 1960
koma fram tillögur um hjálparkennslu
þar í landi í framtíðinni. Þar er fjall-
að um það, hvernig eigi að fara að við
að mennta kennara til þessara starfa
og hvað þörfin muni verða mikil fyrir
sérmenntaða menn á þessu sviði á
næstu árum. Þar er byggt á fenginni
reynslu undanfarinna ára og áætlanir
gerðar með hliðsjón af henni og
fræðslulögum. Áætlunin nær fram til
ársins 1972.
Þetta álit byrjar á tilvitnun í fræðslu-
lög Svíþjóðar, þar sem segir: Skólinn á
að vinna að því í samvinnu við heim-
ilin að auka þroska nemendanna, svo
þeir verði góðir, skylduræknir og ham-
ingjusamir borgarar. Starfið í skólun-
rnn skal vera í samræmi við aldur og
andlega og líkamlega hæfileika nem-
endanna. Þegar um er að ræða venju-
lega nemendur er þetta ábyrgðarmikið
og erfitt starf, en það verður enn
ábyrgðarmeira og erfiðara, þegar um
er að ræða nemendur, sem standa öðr-
um að haki líkamlega eða andlega.
Það er þó sjálfsögð skylda lýðræðis-
þjóðfélags að sjá þessum nemendum
fyrir skólavist, sem gerir þeim kleift
að verða hamingjusamir og efnalega
sjálfstæðir einstaklingar. Þau hörn. sem
njóta eiga sérkennslu samkvæmt skóla-
löggjöf Svía, eru böm með tregar gáf-
ur, hegðunargalla, lestrar- og réttritun-
arörðugleika, ónógan skólaþroska auk
blindra og heymarlausra, og þau, sem
vanheil em að öðru leyti.
Skipulagning hjálparkennslu hlýtur
að vaxa upp úr þeim jarðvegi. sem
skólastarfið er sprottið úr, það er að
segja skólunum með starfsliði sínu og
tækjum, nemendunum og þjóðfélags-
háttum. Stærð þess hóps, sem þarf á
hjálparkennslu að halda, fer að nokkm
leyti eftir þessum aðstæðum. Það má
t. d. skrifa á reikning umhverfis hams-
ins í þjóðfélaginu, hve mörg börn hafa
hegðunargalla.
Talið er, að 70% þeirra barna, sem
FORELDRABLAÐIÐ 15