Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 10
— En hafa verk íslenzkra barna ver-
i8 send utan til sýninga?
„Já, það hefur komið alloft fyrir, til
dæmis var send héðan stór sýning til
Póllands fyrir tveimur árum, og þá
fengu íslenzk hörn mörg góð verðlaun
fyrir verk sín. Svo hafa einstakir ís-
lenzkir skólar sent sýningar til útlanda
af og til.“
-—- Er kennt föndur í barnaskólun-
um?
„Ég get ekki svarað þessu alveg
ákveðið, vegna þess að mér er ekki
kunnugt um, hvort föndurkennsla fer
fram í öllum bamaskólum borgarinn-
ar, og hve mikil, en í Laugamesskól
anum hafa drengir tvær stundir á viku
í föndri.“
— HvdÖa verkefni hafa þeir?
„Þeir móta ýmsa smáhluti i jarðleir,
gera grímur, hatta og jólaskraut úr
pappír, smábáta, skálar og fleira úr
pappa og smáhluti úr basti og ef til
vill fleira, ef timinn leyfir.“
— Vœri ekki æskilegt að föndur-
kennsla hæfist fyrr?
„Jú, föndurkennsla ætti að hefjast
strax í 7 ára bekkjum. Bekkjakennarar
reyna að leyfa börnunum að föndra
ofurlítið í 7 og 8 ára deildum, en ekki
er þeirri starfsemi ætlaður sérstakur
tími á stundaskrá barnsins.11
— Menn eru mismunandi hand-
lagnir að eðlisfari, en kemur samt ekki.
allgreinilega í Ijós, hvort börnin hafa
fengið að föndra áður?
„Jú, oftast, því að æfingin hefur mik-
ið að segja, og það tekur nemandann
íslenzk börn skoða japanskar barnateikningar.
8 FORELDRABLAÐIÐ