Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 26

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 26
sér Íestexta, við það tengdist oft átthaga- fræði lestrinum. Texta með spuming- um, sem hörfnin skrifuðu, áttu þau síð- an að setja rétt svar við. I fyrstu var svarið já eða nei, síðan þyngri orð. Kennarinn gat með þessu móti fylgzt með, hvort barn gæti lesið sér að gagni eða ekki. Alltaf vöktu þessir tímar gleði og mikla ánægju. Áður en skrifað var, æfði hún mikið loftskrift á stöfum, orð- um og heilum setningum. Eftir loft- skrift á orðum, skrifaði kennari á töflu, þá skrifuðu börnin loftskrift, síðan skrif- uðu þau á blöðin. Börnin horfi svo lengi á orðið á töflu, að þau kunni að skrifa það. „Þetta er grundvöllur þess, að bam- ið sjái orðin fyrir sér og lesi síðan rétt,'1 sagði frúin. Oft var mikil hópvinna, og voru þá tveir lestextar misþungir. Skriftarkennslu var byrjað á eftir sum- arfrí, eða í ágúst. Blýantur var notað- ur í upphafi hennar og fram í desem- ber, þá tók við blekskrift. Mér fannst skriftin, borin saman við hérna, hom- ótt, hroðvirknisleg, já og ljót. Þegar ég hafði orð á þessu, þá sýndi frúin mér skriftarbók, sem hún átti frá í gamla daga, þ. e. fyrir og yfir stríðsárin. Þar líktist hún okkar formföstu, mjúku bog- línum. Er ég hafði orð á, að þessu geðj- aðist mér betur að, var svarað: „Þetta er gamaldags, enda skrifa engir full- orðnir svona. Skriftina á að nota, til að festa hugsunina, það vitum við öll.“ öðm hvoru fengu bömin lítil blöð til að æfa orð á í fegurðarskrift, en þá var mest unnið að hlutföllum skriftar- innar og áferð á blaði, en minna úr stafadráttum. Hvemig unnið er í eldri bekkjum, bæði með skrift og annað, veit ég ekki, því að þá heimsótti ég svo gott sem ekki. Þá em hér nokkrar glefsur frá þeim reikningstimum, er ég sá. Einkenni á 24 FORELDRABLAÐIÐ þeim öllum er, hve mikið áhöld eru notuð — ekki einungis í frumkennslu, heldur og síðar, og hversu hægt og ró- lega öll undirstaða aðferðar er byggð, — virtist hreint og beint ekkert liggja á, t. d. að færa þessa fyrstu reiknings- kunnáttu inn í vinnubækur þar að lút- andi. Löngu áður en bömum voru kenndir drættir að tölustöfunum, gátu þau lagt saman og dregið frá allerfið- um dæmum. Að því er mér virtist, var mest áherzla lögð á hugareikning, ekki aðeins fyrsta skólaár, heldur og annað og þriðja. Mjög vakti það eftirtekt mína, hvernig hugareikningi var beitt í sambandi við heimareikning. T. d. virtist algengt í 8—9 ára bekkjum að kennari safnaði saman heimareiknings- bókum barnanna, þar sem þau skiluðu skriflegum úrlausnum. Þá lét hann þau taka upp rekningsheftið, líta á æfing- amar, sem settar vom fyrir. Nú áttu þau að gefa rétt svör við dæmunum, þó nokkur dæmi hvert bam. Þetta gekk eldsnöggt, því að mörg mundu utan að svörin, önnur höfðu á valdi sínu og voru leikin í að leggja saman með tug- um og hundruðum. Oft og tíðum stór- furðaði mig á þessum æfingum, og dáð- ist ég mjög að leikni þessara ungu nem- enda. 1 fyrstu hélt ég, að kennaramir gerðu þetta, til að losa sig við að fara yfir heimavinnu, en svo var alls ekki. — f sambandi við áhöldin í reiknings- tímum, tók ég eftir því, að kennarar vom mjög persónulega bundnir við áhöld og hafði eins og hver vanið sig á að nota alltaf sín sömu áhöld. Þegar ég bað um skýringu á þessu, fékk ég svarið eitthvað á þessa leið: Einum kennara henta þessi áhöld betur en þeim næsta, og þá á ekki að þvinga samkennarann til að nota þau áhöldin, „sem mér henta bezt“, heldur verður

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.