Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 21
þjóðin tekur þátt í beint eða óbeint, eru
háðar, og er þetta gott og lyftir okkur
fremur en það gagnstæða til meiri
menningar. En svo sneiddir höfum við
verið löngun til keppni á því sviði,
sem ég hef gert að umræðuefni nú,
að þar komumst við ekki í hálfkvisti.
Mér finnst að samanburði loknum
á því, hvað aðrar þjóðir hafa gert fyr-
ir sín olnbogaböm, hljótum við að bera
kinnroða sem menningarþjóð, vegna
þess, hve langt við stöndum að baki
frændþjóðum okkar á þessum vettvangi
og hve lengi það hefur viðgengizt.
Ég sé enga sjálfsagðari lausn á þessu
máli en þá, að koma á heildarlöggjöf
um allt, sem að kennslu og uppeldi þess..
hóps nemenda lýtur, sem ég hef gert
að umræðuefni hér. Með þeim lögum
yrði að sjálfsögðu leystur sá vandi, sem
lýtur að menntun hjálpar- og sérkenn-
ara og annars starfsfólks, sem til starfa
yrði kvatt, þegar þessi mál komast í við-
unandi horf. Það er því brýnt verkefni
fyrir fræðsluyfirvöld landsins að láta
semja og samþykkja löggjöf um þetta,
og þar sem svo merk tímamót eru í
sögu skólamála höfuðstaðarins, en skóla-
hald er 100 ára þar á þessu ári, fynd-
ist mér rétt, að þessu máli væri hrund-
ið í framkvæmd með undirbúningi, áð-
ur en löggjafarþing landsins kemur
saman næst.
Magnús Magnússon.
FORELDRABLAÐIÐ 19