Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 18

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 18
þarfnast sérkennslu, séu greindarsljó. 30% eru önnur afbrigði frá því norm- ala, svo sem böm með lestrar- og rétt- ritunarörðugleika, heymar- og sjón- galla, hegðunarvandkvæði, lömun og aðra vanheilsu. Þessi greindarsljóu börn eru með I.Q. frá 60—80, en auð- vitað eru frávik frá því á báða vegu. Hins vegar era mörg böm með þessa greind í hinum venjulega skóla, þar sem skipan sérkennslu er í góðu horfi, og ná þar viðunandi árangri. Þar er um að ræða böm, sem hafa góða skap- gerð og heimili, sem hlynna að og hjálpa þeim. Menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvað sá hópur er stór, sem á sérkennslu þarf að halda. Samkvæmt norskri at- hugun frá 1960 em 10% bama þar i landi talin þurfa þess háttar fræðslu. Hjá Svíum er og hefur verið um stöðugan vöxt að ræða á þessu sviði. Þróun þar í landi hefur farið eftir landshlutum, borgir og bæir gera meira í þessu efni en sveitir, og er það mjög eðlilegt. Eigi svipað ástand að ríkja í þessum málum hér og í nágrannalönd- um okkar, verður Reykjavík og aðrir bæir að reikna með svipaðri hlutfalls- tölu hjálparskólabama af skólaskyldum börnum eins og borgir og bæir í þeim löndum. Hins vegar er ekki rétt að miða við hlutfallstölu landanna í heild, sem er miklu lægri, vegna þess að fræðslu- héruð í sveitum draga hana niður. Þó skal það tekið fram, að sveitir þessara landa leitast nú mjög við að auka hjálparskólastarfsemi hjá sér. Hins veg- ar er á það að líta, að ýmsar ástæður em þess valdandi, að framkvæmd þess- ara mála er ekki eins brýn í sveitum og getur verið mjög erfið í framkvæmd. Til þess að varpa nokkuð skýrara 16 foreldrablaðið ljósi á, hvernig þessi mál hafa þróazt hjá Svíum, ætla ég að nefna fáar töl- ur. Árið 1950—51 eru 19.418 deildir í skólum sveitanna. Þar af vom 162 hjálpar- eða sérdeilidir eða 0.8%. I borgum var þetta sama skólaár 10.057 deildir og þar af 1.018 hjálpar- og sérdeildir eða 10.1%. Síðan má heita stöðugur stígandi á þessum vett- vangi fram til þessa dags, og þó örari í sveitunum, enda má sjá, að 1950 hef- ur þetta verið komið í nokkuð gott horf í bæjunum. Árið 1959—60 eru 20.419 deildir í skólum sveitanna, en þá era sérdeild- irnar orðnar 843 eða 4.1%. 1 borgum voru þetta sama skólaár 15.799 deildir, þar af 1891 sérdeild eða 12%. 1 allri Svíþjóð nutu 36 þús. nem- endur kennslu í þessum 2734 hjálpar- og sérdeildum þetta ár samkvæmt töl- um úr Statistisk Tidskrift 10 h. 1960. Á tímabilinu 1955 til 1961 fjölgar sér- og hjálpardeildum í Svíþjóð á 2. hundrað á ári, meðan venjulegum deildum fjölgar um 500 á ári. Þetta sýnir mjög glöggt, hver gróska ríkir í þessum málum hjá Svíum. Samkvæmt lögum þar í landi mega hjálpar- og sérdeildir nema 15% af deildafjölda í heild og er Stokkhólmur að ná því marki. Það samsvarar því, að rúmlega 7. hver deild sé hjálpar- eða sérdeild. Það er rétt að taka það skýrt fram, að %-tala nemenda er að sjálf- sögðu lægri en %-tala bekkjadeilda, þar sem meðaltal nemenda í hjálpar- og sérdeildum er 14.4 í sveitum og 14 í borgum skólaárið 1959-—60, en að sjálfsögðu er það miklu hærra í venju- legum deildum. I annan stað kemur það fram, hvað hlutfallstala sérdeilda- og hjálparskólabama er mishá. I Stokk- hólmi eru 8% bamanna í hjálpar- og

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.